Neitaði Adana þrisvar áður en hann samþykkti samningstilboðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 11:01 Birkir Bjarnason spilar í dag í Tyrklandi. BSR Agency/Getty Images Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilar í dag í Tyrklandi. Hann hafði þó upphaflega lítinn áhuga á að spila fyrir núverandi lið sitt Adana Demirspor og neitaði samningstilboði frá félaginu þrívegis áður en hann sagði já. Hinn 34 ára gamli Birkir var í ítarlegu viðtali við staðarmiðilinn Akureyri.net á dögunum. Þessi fjölhæfi miðjumaður er uppalinn á Akureyri en flutti ungur að árum til Noregs. Hann hefur komið víða við á áhugaveðrum ferli en spilar í dag með Adana Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Borgin Adana er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs, rétt tæpum 850 kílómetrum frá Istanbúl en þar æfði liðið á dögunum þar sem hitinn í Adana var tæp 40 stig. Birkir gekk í raðir félagsins á síðasta ári en hafði áður spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi og Katar. Hann hafði lítinn áhuga á að bæta Tyrklandi við þann lista í upphafi. Birkir Bjarnason með fyrirliðabandið í einum af sínum 110 A-landsleikjum.EPA-EFE/Lavandeira Jr „Þegar ég og kærastan komum hingað fyrst og kíktum á aðstæður leist okkur illa á. Þetta var rétt eftir að við höfðum verið föst á Ítalíu í tvö ár vegna kórónuveirunnar og ég hafði ekkert hitt fjölskylduna allan þann tíma, Tyrkland er langt í burtu og allt mjög frábrugðið því sem maður er vanur. Ég neitaði þess vegna samningstilboði frá liðinu, og gerði það reyndar þrisvar,“ segir landsliðsmaðurinn í viðtalinu við Akureyri.net. „Svo ákváðum við að fara aftur hingað niðureftir. Ég sló á endanum til og er ótrúlega glaður að ég skyldi ákveða að koma hingað,“ bætti hann við. Demirspor endaði í 9. sæti Süper Lig, tyrknesku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af ári. Hinn hlédrægi Birkir spilaði þar með leikmanni sem elskar sviðsljósið, Ítalanum Mario Balotelli. Hann ber honum vel söguna en þeir höfðu spilað saman áður. „Mér finnst mjög gott að spila með honum. Við náum vel saman enda þekktumst við síðan við spiluðum saman hjá Brescia á Ítalíu um tíma. Auðvitað er svo gott að við tölum báðir ítölsku.“ Birkir í leik gegn Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir er samningsbundinn Adana út næsta tímabil og stefnir á að njóta tímabilsins og lífsins í Tyrklandi næstu mánuði. „Ég er kominn á þann aldur að ég reyni að njóta í botn. Maður veit aldrei hvað maður getur verið lengi að og ég ætlaði því að njóta þess að spila fótbolta eins lengi og ég get,“ sagði hann að lokum en viðtal Birkis á Akureyri.net má finna hér. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Birkir var í ítarlegu viðtali við staðarmiðilinn Akureyri.net á dögunum. Þessi fjölhæfi miðjumaður er uppalinn á Akureyri en flutti ungur að árum til Noregs. Hann hefur komið víða við á áhugaveðrum ferli en spilar í dag með Adana Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Borgin Adana er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs, rétt tæpum 850 kílómetrum frá Istanbúl en þar æfði liðið á dögunum þar sem hitinn í Adana var tæp 40 stig. Birkir gekk í raðir félagsins á síðasta ári en hafði áður spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi og Katar. Hann hafði lítinn áhuga á að bæta Tyrklandi við þann lista í upphafi. Birkir Bjarnason með fyrirliðabandið í einum af sínum 110 A-landsleikjum.EPA-EFE/Lavandeira Jr „Þegar ég og kærastan komum hingað fyrst og kíktum á aðstæður leist okkur illa á. Þetta var rétt eftir að við höfðum verið föst á Ítalíu í tvö ár vegna kórónuveirunnar og ég hafði ekkert hitt fjölskylduna allan þann tíma, Tyrkland er langt í burtu og allt mjög frábrugðið því sem maður er vanur. Ég neitaði þess vegna samningstilboði frá liðinu, og gerði það reyndar þrisvar,“ segir landsliðsmaðurinn í viðtalinu við Akureyri.net. „Svo ákváðum við að fara aftur hingað niðureftir. Ég sló á endanum til og er ótrúlega glaður að ég skyldi ákveða að koma hingað,“ bætti hann við. Demirspor endaði í 9. sæti Süper Lig, tyrknesku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af ári. Hinn hlédrægi Birkir spilaði þar með leikmanni sem elskar sviðsljósið, Ítalanum Mario Balotelli. Hann ber honum vel söguna en þeir höfðu spilað saman áður. „Mér finnst mjög gott að spila með honum. Við náum vel saman enda þekktumst við síðan við spiluðum saman hjá Brescia á Ítalíu um tíma. Auðvitað er svo gott að við tölum báðir ítölsku.“ Birkir í leik gegn Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir er samningsbundinn Adana út næsta tímabil og stefnir á að njóta tímabilsins og lífsins í Tyrklandi næstu mánuði. „Ég er kominn á þann aldur að ég reyni að njóta í botn. Maður veit aldrei hvað maður getur verið lengi að og ég ætlaði því að njóta þess að spila fótbolta eins lengi og ég get,“ sagði hann að lokum en viðtal Birkis á Akureyri.net má finna hér.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Sjá meira