Ríkið mismunar börnum í Reykjavík á grundvelli búsetu og uppruna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2022 17:00 Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Í vikunni birti Hagstofa Íslands frétt og tölur um fjölgun barna með erlendan bakgrunn á grunnskólaaldri sem hefur fjölgað línulega frá árinu 2006. Í tölulegum upplýsingum, sem Skóla- og frístundasvið heldur úti, má sjá sömu þróun. Á árunum 2016-2021 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum borgarinnar um 1.317 börn, eða úr 1.677 börnum yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021, sem er 78% fjölgun. Þegar leikskólastigið er skoðað yfir sama tímabil hefur fjölgun barna verið 329 börn farið úr 1.175 í 1.504 börn, sem er 78% fjölgun. Í öllum hverfum borgarinnar fjölgar fjöltyngdum börnum en hvergi er hópur þeirra fjölmennari en í hverfinu mínu, Breiðholti. Ójöfnuður Jöfnunarsjóðs bitnar á börnum í borginni - mest á börnum í Breiðholti Jöfnunarsjóður greiðir um 130.000 krónur með öllum börnum allra annarra sveitarfélaga en Reykjavík. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er sláandi staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi langmest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Á árinu 2021 varð þessi hópur af tæplega 390 milljónum króna. Á liðnu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið snuðuð um. Þetta eru svimandi háar fjárhæðir sem myndu gagnast vel í fagstarfi grunn- og leikskólanna í borginni okkar. Með þessu fjármagni væri hægt að styðja enn betur við börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra til að ná betri tökum á tungumálinu og öðrum þáttum skólastarfsins sem aftur hjálpar við nám og leik og þar með að komast inn um dyrnar á íslensku samfélagi. Tungumálið er lykilinn að því. Aukin hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna taka fjölskyldur sínar með. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál, ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Það sýna ofangreindar tölur. Foreldrar barna af erlendum uppruna greiða til samneyslunnar eins og Íslenskir foreldrar - Saman sköpum við eina heild, íslenskt samfélag sem ber ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Það er því ótækt að ríkisstjórnin sniðgangi fjöltyngd börnin í borginni um fjármagnið sem rennur í gegnum samneyslu Jöfnunarsjóðs. Miklar og stórar framkvæmdir eru í kortunum hjá hjá ráðherra innviða. Þetta eru framkvæmdir sem tengjast stórum samgönguframkvæmdum, vilja til að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum, meðal annars með auknum stofnframlögum til óhagnaðardrifna félaga til húsnæðisbyggingar og hlutdeildarlán til frekari uppbyggingu leiguíbúða um allt land. Hvort tveggja eru mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem atvinnulífið þarf á stuðningi aðflutts vinnuafls að halda. Með öðrum orðum getur ráðherra ekki látið stefnu sína rætast nema með vinnusömu fólki sem flytur hingað til lands með börnin sín og sest hérna að, líka í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Í vikunni birti Hagstofa Íslands frétt og tölur um fjölgun barna með erlendan bakgrunn á grunnskólaaldri sem hefur fjölgað línulega frá árinu 2006. Í tölulegum upplýsingum, sem Skóla- og frístundasvið heldur úti, má sjá sömu þróun. Á árunum 2016-2021 fjölgaði börnum með annað móðurmál en íslensku í grunnskólum borgarinnar um 1.317 börn, eða úr 1.677 börnum yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021, sem er 78% fjölgun. Þegar leikskólastigið er skoðað yfir sama tímabil hefur fjölgun barna verið 329 börn farið úr 1.175 í 1.504 börn, sem er 78% fjölgun. Í öllum hverfum borgarinnar fjölgar fjöltyngdum börnum en hvergi er hópur þeirra fjölmennari en í hverfinu mínu, Breiðholti. Ójöfnuður Jöfnunarsjóðs bitnar á börnum í borginni - mest á börnum í Breiðholti Jöfnunarsjóður greiðir um 130.000 krónur með öllum börnum allra annarra sveitarfélaga en Reykjavík. Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á landinu þar sem skólabörn og börn af erlendum uppruna fá núll krónur í framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þetta er sláandi staðreynd þrátt fyrir að reykvískir launþegar borgi langmest í sjóðinn, bæði með útsvari sínu og tekjuskatti en í sjóðinn rennur hluti útsvarstekna sveitarfélaga auk mótframlags úr ríkissjóði. Á árinu 2021 varð þessi hópur af tæplega 390 milljónum króna. Á liðnu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið snuðuð um. Þetta eru svimandi háar fjárhæðir sem myndu gagnast vel í fagstarfi grunn- og leikskólanna í borginni okkar. Með þessu fjármagni væri hægt að styðja enn betur við börn af erlendum uppruna og foreldra þeirra til að ná betri tökum á tungumálinu og öðrum þáttum skólastarfsins sem aftur hjálpar við nám og leik og þar með að komast inn um dyrnar á íslensku samfélagi. Tungumálið er lykilinn að því. Aukin hagsæld fjölgar fjöltyngdum börnum Margir sem hingað koma til að vinna taka fjölskyldur sínar með. Með aukinni hagsæld fjölgar börnum með annað móðurmál, ekki bara í Reykjavík heldur út um allt land. Það sýna ofangreindar tölur. Foreldrar barna af erlendum uppruna greiða til samneyslunnar eins og Íslenskir foreldrar - Saman sköpum við eina heild, íslenskt samfélag sem ber ríkar skyldur og mikla ábyrgð á að sá hópur, sem hingað kýs að koma til búa og starfa, fái stuðning, upplýsingar og leiðbeiningar. Að við veitum þeim lykilinn að íslensku samfélagi. Það er því ótækt að ríkisstjórnin sniðgangi fjöltyngd börnin í borginni um fjármagnið sem rennur í gegnum samneyslu Jöfnunarsjóðs. Miklar og stórar framkvæmdir eru í kortunum hjá hjá ráðherra innviða. Þetta eru framkvæmdir sem tengjast stórum samgönguframkvæmdum, vilja til að byggja 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum, meðal annars með auknum stofnframlögum til óhagnaðardrifna félaga til húsnæðisbyggingar og hlutdeildarlán til frekari uppbyggingu leiguíbúða um allt land. Hvort tveggja eru mannaflsfrekar framkvæmdir þar sem atvinnulífið þarf á stuðningi aðflutts vinnuafls að halda. Með öðrum orðum getur ráðherra ekki látið stefnu sína rætast nema með vinnusömu fólki sem flytur hingað til lands með börnin sín og sest hérna að, líka í Reykjavík. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingar, Breiðhyltingur og formaður íbúaráðs Breiðholts.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar