Rödd Línunnar og Pingu látin Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 12:19 Carlo Bonomi talaði fyrir Pingu og Línuna. Vísir Carlo Bonomi, sem hefur í áratugi verið tíður gestur á skjám landsmanna, er látinn 85 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan með túlkun sinni á persónunni Línunni í samnefndum sjónvarpsþáttum. Seinna túlkaði hann mörgæsina Pingu sem glatt hefur börn sem fullorðna um árabil. Bonomi fæddist í Mílanó á Ítalíu árið 1937. Hann vann upphaflega fyrir sér sem trúður en hann hóf vinnu við talsetningar þegar hann talaði fyrir Línuna í örþáttum Osvaldo Cavandolis um Línuna geðþekku árið 1971. Bonomi las inn á alla þættina án handrits enda bjó hann tungumálið, ef slíkt skyldi kalla, sem Línan talaði. Línan er Íslendingum að góðu kunn enda voru þættirnir notaðir sem uppfyllingarefni á RÚV um árabil. Þættirnir eru víða notaðir sem uppfyllingarefni enda eru þeir allir undir þremur mínútum að lengd. Þá var Línan áberandi persóna á árunum í aðdraganda efnahagshrunsins enda lék hún aðalhlutverk í auglýsingaherferð Kaupþings árið 2006. Þá hafði Bonomi reyndar látið af störfum sem Línan. Nýtti Línuna sem fyrirmynd mörgæsar Bonomi talsetti allar persónur í fyrstu fjórum þáttaröðum hinna geysivinsælu barnaþátta um mörgæsina Pingu og fjölskyldu hans. Bonomi nýtti tungumálið sem Línan talaði til að skapa nýtt tungumál fyrir mörgæsirnar. Það er á ensku kallað penguinese, sem gæti útlagst sem mörgæska á íslensku. Þættirnir um Pingu og fjölskyldu hafa notið mikilla vinsælda og voru sýndir hér á landi á Stöð 2. Þá voru þættirnir tilnefndir til hinna virtu BAFTA-verðlauna. Hér að neðan má sjá fyrsta þátt Pingu. Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Bonomi fæddist í Mílanó á Ítalíu árið 1937. Hann vann upphaflega fyrir sér sem trúður en hann hóf vinnu við talsetningar þegar hann talaði fyrir Línuna í örþáttum Osvaldo Cavandolis um Línuna geðþekku árið 1971. Bonomi las inn á alla þættina án handrits enda bjó hann tungumálið, ef slíkt skyldi kalla, sem Línan talaði. Línan er Íslendingum að góðu kunn enda voru þættirnir notaðir sem uppfyllingarefni á RÚV um árabil. Þættirnir eru víða notaðir sem uppfyllingarefni enda eru þeir allir undir þremur mínútum að lengd. Þá var Línan áberandi persóna á árunum í aðdraganda efnahagshrunsins enda lék hún aðalhlutverk í auglýsingaherferð Kaupþings árið 2006. Þá hafði Bonomi reyndar látið af störfum sem Línan. Nýtti Línuna sem fyrirmynd mörgæsar Bonomi talsetti allar persónur í fyrstu fjórum þáttaröðum hinna geysivinsælu barnaþátta um mörgæsina Pingu og fjölskyldu hans. Bonomi nýtti tungumálið sem Línan talaði til að skapa nýtt tungumál fyrir mörgæsirnar. Það er á ensku kallað penguinese, sem gæti útlagst sem mörgæska á íslensku. Þættirnir um Pingu og fjölskyldu hafa notið mikilla vinsælda og voru sýndir hér á landi á Stöð 2. Þá voru þættirnir tilnefndir til hinna virtu BAFTA-verðlauna. Hér að neðan má sjá fyrsta þátt Pingu.
Bíó og sjónvarp Ítalía Andlát Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira