Flakkari á siglingu um hrauntjörnina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2022 12:09 Náttúran er með sýningu í Meradölum. Vísir/Vilhelm Það kennir ýmissa grasa þegar eldgos eiga í hlut. Eitt af því eru fyrirbæri sem minnir á fljótandi borgarísjaka í hrauntjörninni og hefur fengið heitið flakkari hér á landi. Vakin er athygli á einum slíkum í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands, þar sem grannt er fylgst með þróun eldgossins í Meradölum. Staðsetning flakkarans í gær.Skjáskot „Þau ykkar sem vel hafið fylgst með gosinu í Meradölum hafið sjálfsagt tekið eftir að það er klumpur í tjörninni sem er ekki alltaf á sama stað. Í gær var hann að gæla við nyrsta gíginn og í morgun var hann kominn suður í syðsta gíg,“ segir í færslunni. Vel fylgst með Flakkaranum í Eyjum Er þar rifjað upp að þetta fyrirbæri hafi verið nefnt flakkari í eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þar fékk stór hraunfylla nafnið Flakkarinn. Varð hún til þegar hluti úr norðaustuhlíð eldkeilunnar á Heimaey brotnaði frá gígnum. Rann hún með hraunstrauminum í átt að innsiglingunni, þar til Flakkarinn svokallaði stöðvaðist að lokum. Vel var fylgst með fyllunni þar á sínum tíma. Segir meðal annars í upprifjunarfrétt Morgunblaðsins þegar aldarfjórðungur var liðinn frá upphafi gossins að daglega hafi verið fluttar fréttir af staðsetningu Flakkarans, sem sigldi í hraunstrauminum, eins og sannreyna má á vefnum Tímarit.is Úr Morgunblaðinu þann 12. mars árið 1973. Þar var tekið fram að Flakkarinn svokallaði hafi færst 33 metra síðustu sólarhringina á undan.Timarit.is „Nú höfum við verið að fylgjast með Flakkaranum í Meradölum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar. Flakkarar eru aðeins eðlisléttari en kvikan í hrauntjörninni of því fljóta þeir, eins og borgar ísjakar í sjónum,“ segir í færslunni þar sem fyrirbærið er útskýrt. Þar er því velt upp að kalla mætti fyrirbrigðið borgargígjaka, í ætt við borgarísjaka. Þó er líklega um nýyrði að ræða. Fljótleg leit blaðamanns að orðinu borgargígjaki á vef Google skilar engum niðurstöðum. Spyr leitarvefurinn hvort að ætlunin hafi ekki verið að leita að orðinu borgarísjaki, sem skilar mun fleiri niðurstöðum. Meðfylgjandi myndband sýnir vel hvernig flakkarinn í Meradölum færist hægt í gígtjörninni. Erfitt er að sjá staðsetningu flakkarans í dag, þar sem lélegt skyggni er á svæðinu, miðað við vefmyndavélar sem snúa að gosstöðvunum. Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Vakin er athygli á einum slíkum í færslu á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóp Háskóla Íslands, þar sem grannt er fylgst með þróun eldgossins í Meradölum. Staðsetning flakkarans í gær.Skjáskot „Þau ykkar sem vel hafið fylgst með gosinu í Meradölum hafið sjálfsagt tekið eftir að það er klumpur í tjörninni sem er ekki alltaf á sama stað. Í gær var hann að gæla við nyrsta gíginn og í morgun var hann kominn suður í syðsta gíg,“ segir í færslunni. Vel fylgst með Flakkaranum í Eyjum Er þar rifjað upp að þetta fyrirbæri hafi verið nefnt flakkari í eldgosinu í Vestmannaeyjum. Þar fékk stór hraunfylla nafnið Flakkarinn. Varð hún til þegar hluti úr norðaustuhlíð eldkeilunnar á Heimaey brotnaði frá gígnum. Rann hún með hraunstrauminum í átt að innsiglingunni, þar til Flakkarinn svokallaði stöðvaðist að lokum. Vel var fylgst með fyllunni þar á sínum tíma. Segir meðal annars í upprifjunarfrétt Morgunblaðsins þegar aldarfjórðungur var liðinn frá upphafi gossins að daglega hafi verið fluttar fréttir af staðsetningu Flakkarans, sem sigldi í hraunstrauminum, eins og sannreyna má á vefnum Tímarit.is Úr Morgunblaðinu þann 12. mars árið 1973. Þar var tekið fram að Flakkarinn svokallaði hafi færst 33 metra síðustu sólarhringina á undan.Timarit.is „Nú höfum við verið að fylgjast með Flakkaranum í Meradölum síðustu daga en hann flakkar um hrauntjörnina eftir straumum innan hennar. Flakkarar eru aðeins eðlisléttari en kvikan í hrauntjörninni of því fljóta þeir, eins og borgar ísjakar í sjónum,“ segir í færslunni þar sem fyrirbærið er útskýrt. Þar er því velt upp að kalla mætti fyrirbrigðið borgargígjaka, í ætt við borgarísjaka. Þó er líklega um nýyrði að ræða. Fljótleg leit blaðamanns að orðinu borgargígjaki á vef Google skilar engum niðurstöðum. Spyr leitarvefurinn hvort að ætlunin hafi ekki verið að leita að orðinu borgarísjaki, sem skilar mun fleiri niðurstöðum. Meðfylgjandi myndband sýnir vel hvernig flakkarinn í Meradölum færist hægt í gígtjörninni. Erfitt er að sjá staðsetningu flakkarans í dag, þar sem lélegt skyggni er á svæðinu, miðað við vefmyndavélar sem snúa að gosstöðvunum. Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Tengdar fréttir Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37 Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Björgunarsveitarmenn fái illt í hjartað þegar börn eru dregin að gosinu Svæðið við gosstöðvarnar verður áfram lokað í dag vegna veðuraðstæðna. Vegna lokunar verður tækifærið nýtt og gönguleið að gosstöðvunum lagfærð til að auðvelda aðkomu að þeim. 8. ágúst 2022 11:37
Gosstöðvarnar áfram lokaðar í dag Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í Meradölum í dag vegna veðuraðstæðna en útlit er fyrir slæmt veður á svæðinu. 8. ágúst 2022 09:23