Hraun við það að renna út úr Meradölum Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 14:11 Aðeins er eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur HÍ Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Hraunið þykknar mjög ákveðið og það er farið að myndast helluhraun við jaðarinn sem flæðir mjög auðveldlega. Það er búið að hækka sig á tveim dögum um þó nokkra metra og ef svo heldur sem horfir þá styttist í að það fari að flæða út úr Meradölum til austurs.“ Ekki sé um dramatískan atburð að ræða heldur eðlilegan gang gossins. „Það er ekki víst að þetta gerist einn, tveir og þrír, það þarf að fylla betur í dalina fyrst en þetta er dálítið hröð atburðarás sem við erum að sjá núna,“ bætir Magnús Tumi við. Ekki hafi dregið úr gosinu og bara tímaspursmál hvenær hraunið nái upp að brúninni austast í Meradölum. Hann segir að mesta breytingin virðist hafi orðið á síðustu tveimur sólarhringum. Gæti runnið yfir skarðið í dag eða á morgun Fram kemur í Facebook-færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands það stefni í að hraunið renni út úr dölunum í dag eða á morgun og fari þá niður Einihlíðardal og í átt að Suðurstrandarvegi. Aðeins sé eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar föstudaginn 5. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ „Við settum stikur þarna á föstudaginn og núna erum við að fylgjast með breytingunni við jaðarinn með því að fylgjast með því hvernig hraunið hækkar sig og gleypir stikurnar,“ segir Magnús Tumi. Gígar hægt og rólega að myndast Greint hefur verið frá því að gígar séu byrjaðir að byggjast upp í Meradölum líkt og í eldgosinu í fyrra. Magnús Tumi segir gígrima smám saman vera að byggjast upp austanmegin en hann sé ekki kominn vestanmegin þar sem enn er hrauntjörn. „Þetta er bara svona hæg þróun í átt að því að það byggist þarna upp gígur. Það er svona hægt og rólega að þróast í þá átt sem er nákvæmlega það sem má búast við.“ Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar sunnudaginn 7. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Horfa má á útsendinguna með því að smella á fréttina hér fyrir neðan. Fréttin hefur verður uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Hraunið þykknar mjög ákveðið og það er farið að myndast helluhraun við jaðarinn sem flæðir mjög auðveldlega. Það er búið að hækka sig á tveim dögum um þó nokkra metra og ef svo heldur sem horfir þá styttist í að það fari að flæða út úr Meradölum til austurs.“ Ekki sé um dramatískan atburð að ræða heldur eðlilegan gang gossins. „Það er ekki víst að þetta gerist einn, tveir og þrír, það þarf að fylla betur í dalina fyrst en þetta er dálítið hröð atburðarás sem við erum að sjá núna,“ bætir Magnús Tumi við. Ekki hafi dregið úr gosinu og bara tímaspursmál hvenær hraunið nái upp að brúninni austast í Meradölum. Hann segir að mesta breytingin virðist hafi orðið á síðustu tveimur sólarhringum. Gæti runnið yfir skarðið í dag eða á morgun Fram kemur í Facebook-færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands það stefni í að hraunið renni út úr dölunum í dag eða á morgun og fari þá niður Einihlíðardal og í átt að Suðurstrandarvegi. Aðeins sé eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar föstudaginn 5. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ „Við settum stikur þarna á föstudaginn og núna erum við að fylgjast með breytingunni við jaðarinn með því að fylgjast með því hvernig hraunið hækkar sig og gleypir stikurnar,“ segir Magnús Tumi. Gígar hægt og rólega að myndast Greint hefur verið frá því að gígar séu byrjaðir að byggjast upp í Meradölum líkt og í eldgosinu í fyrra. Magnús Tumi segir gígrima smám saman vera að byggjast upp austanmegin en hann sé ekki kominn vestanmegin þar sem enn er hrauntjörn. „Þetta er bara svona hæg þróun í átt að því að það byggist þarna upp gígur. Það er svona hægt og rólega að þróast í þá átt sem er nákvæmlega það sem má búast við.“ Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar sunnudaginn 7. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Horfa má á útsendinguna með því að smella á fréttina hér fyrir neðan. Fréttin hefur verður uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37
Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33