Segist hafa orðið fyrir rasisma á Selfossi: „Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2022 12:01 Chris Jastrzembski fer ekki fögrum orðum um dvöl sína á Selfossi. selfoss Pólski fótboltamaðurinn Chris Jastrzembski segist hafa yfirgefið Selfoss vegna kynþáttafordóma. Hann ræður öðrum pólskum leikmönnum frá því að spila á Íslandi. Jastrzembski gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið og lék þrettán leiki í deild og bikar með liðinu áður en hann skipti yfir til Prey Veng í Kambódíu í síðasta mánuði. Í viðtali við Gazeta í heimalandinu fer hann ekki fögrum orðum um dvölina á Selfossi og segir að sér hafi verið mismunað vegna kynþáttar. „Þetta er versta land sem ég hef komið til á ævinni. Ég fer aldrei þangað aftur. Margir Pólverjar búa þarna og hafa það fínt en reynsla mín af Íslendingum er hræðileg. Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir neinn. Fólk er dregið í dilka þarna,“ sagði Jastrzembski. „Félagið kom verr fram við mig því ég er með pólskt vegabréf. Frá fyrsta degi bar þetta fólk enga virðingu fyrir mér.“ Í viðtalinu rifjaði Jastrzembski upp atvik sem situr greinilega mikið í honum. Hann var þá að setja saman vinnupall á íþróttasvæðinu á Selfossi og var uppi í stiga sem íslensk kona hélt við. „Þá kom yfirmaðurinn og sagði henni að hætta að hjálpa mér því vindurinn væri ekki það sterkur og það yrði í góðu lagi með mig. Konan fór í burtu og ég datt,“ sagði Jastrzembski og bætti við að konan hefði verið afar leið yfir þessu. Hann sagði henni að hafa ekki áhyggjur. Yfirmaðurinn ræddi í kjölfarið við hana á íslensku og hún þýddi það sem hann sagði fyrir Jastrzembski. „Til fjandans með hann. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann.“ Jastrzembski, sem er 25 ára, var um tíma á mála hjá Hamburg í Þýskalandi og á leiki fyrir yngri landslið Póllands á ferilskránni. Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Jastrzembski gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið og lék þrettán leiki í deild og bikar með liðinu áður en hann skipti yfir til Prey Veng í Kambódíu í síðasta mánuði. Í viðtali við Gazeta í heimalandinu fer hann ekki fögrum orðum um dvölina á Selfossi og segir að sér hafi verið mismunað vegna kynþáttar. „Þetta er versta land sem ég hef komið til á ævinni. Ég fer aldrei þangað aftur. Margir Pólverjar búa þarna og hafa það fínt en reynsla mín af Íslendingum er hræðileg. Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir neinn. Fólk er dregið í dilka þarna,“ sagði Jastrzembski. „Félagið kom verr fram við mig því ég er með pólskt vegabréf. Frá fyrsta degi bar þetta fólk enga virðingu fyrir mér.“ Í viðtalinu rifjaði Jastrzembski upp atvik sem situr greinilega mikið í honum. Hann var þá að setja saman vinnupall á íþróttasvæðinu á Selfossi og var uppi í stiga sem íslensk kona hélt við. „Þá kom yfirmaðurinn og sagði henni að hætta að hjálpa mér því vindurinn væri ekki það sterkur og það yrði í góðu lagi með mig. Konan fór í burtu og ég datt,“ sagði Jastrzembski og bætti við að konan hefði verið afar leið yfir þessu. Hann sagði henni að hafa ekki áhyggjur. Yfirmaðurinn ræddi í kjölfarið við hana á íslensku og hún þýddi það sem hann sagði fyrir Jastrzembski. „Til fjandans með hann. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann.“ Jastrzembski, sem er 25 ára, var um tíma á mála hjá Hamburg í Þýskalandi og á leiki fyrir yngri landslið Póllands á ferilskránni.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira