Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:17 Utanríkisráðherra hefur almennt ekki pólitísk afskipti af einstaka málum. vísir/samsett Ef íslenskur ríkisborgari er myrtur erlendis hefur utanríkisráðherra almennt ekki pólitísk afskipti af málinu. Þetta segir upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sem segir ráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti af lögreglurannsókn í öðrum löndum. Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um mál Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum síðan. Móðir Hrafnhildar steig fram í viðtali og sagði íslensk stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Í gær greindi embætti ríkislögreglustjóra frá því að í tilefni af umfjöllun um málið ætli lögreglan á Íslandi að fara aftur yfir morðmál Hrafnhildar Lilju og óska eftir gögnum og svörum frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Utanríkisráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að við þær aðstæður þegar grunur er um að eitthvað saknæmt hafi komið fyrir íslenskan ríkisborgara í útlöndum þá sé rannsókn og meðferð yfir slíkum málum á forræði lögregluyfirvalda í viðkomandi landi. „En utanríkisráðuneytinu er ekki heimilt að hafa afskipti af meðferð slíkra lögreglumála. Það sem utanríkisþjónustan kannski fyrst og fremst gerir í slíkum tilvikum er að leiðbeina aðstandendum og aðstoða þá eins og kostur er við að afla upplýsinga um framgang málanna hjá erlendum lögregluyfirvöldum,“ sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi. Ráðuneyti getur veitt almennar upplýsingar, vísað á lögmenn og sérfræðinga ef tilefni er til, en almennt geti utanríkisráðuneytið ekki haft nein bein afskipti. Utanríkisráðherra hefur ekki afskipti En utanríkisráðherra, getur ráðherra ekki pólitískt beitt sér í svona máli? „Almennt séð hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti af einstaka málum, sérstaklega ekki ef þau eru til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum í viðkomandi ríki. Sakamálarannsóknir hafa sinn gang og samskipti verða að vera fyrst og fremst að vera á milli lögregluyfirvalda í viðkomandi ríki og hér heima.“ Nú sjáum við varðandi stríðið í Úkraínu, þar beitir utanríkisráðherra sér. Hvar er línan? Afhverju beitir ráðherra sér þegar kemur að stríðinu í Úkraínu en getur ekki ger það í svona máli? „Þetta tvennt er gjörólíkt. Annað er pólitískt mál. Stríð og stríðsrekstur eru hápólitísk og lausnir á þeim eru pólitískar og þess vegna tekur Ísland þátt í ríkjasamstarfi og beitir sér fyrir pólitískum lausnum á ófriði en í einstaka sakamálum er allt öðru til að dreifa.“ Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um mál Hrafnhildar Lilju Georgsdóttir sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum síðan. Móðir Hrafnhildar steig fram í viðtali og sagði íslensk stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Í gær greindi embætti ríkislögreglustjóra frá því að í tilefni af umfjöllun um málið ætli lögreglan á Íslandi að fara aftur yfir morðmál Hrafnhildar Lilju og óska eftir gögnum og svörum frá lögreglunni í Dóminíska lýðveldinu. Utanríkisráðuneytinu ekki heimilt að hafa afskipti Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að við þær aðstæður þegar grunur er um að eitthvað saknæmt hafi komið fyrir íslenskan ríkisborgara í útlöndum þá sé rannsókn og meðferð yfir slíkum málum á forræði lögregluyfirvalda í viðkomandi landi. „En utanríkisráðuneytinu er ekki heimilt að hafa afskipti af meðferð slíkra lögreglumála. Það sem utanríkisþjónustan kannski fyrst og fremst gerir í slíkum tilvikum er að leiðbeina aðstandendum og aðstoða þá eins og kostur er við að afla upplýsinga um framgang málanna hjá erlendum lögregluyfirvöldum,“ sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi. Ráðuneyti getur veitt almennar upplýsingar, vísað á lögmenn og sérfræðinga ef tilefni er til, en almennt geti utanríkisráðuneytið ekki haft nein bein afskipti. Utanríkisráðherra hefur ekki afskipti En utanríkisráðherra, getur ráðherra ekki pólitískt beitt sér í svona máli? „Almennt séð hefur utanríkisráðherra ekki pólitísk afskipti af einstaka málum, sérstaklega ekki ef þau eru til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum í viðkomandi ríki. Sakamálarannsóknir hafa sinn gang og samskipti verða að vera fyrst og fremst að vera á milli lögregluyfirvalda í viðkomandi ríki og hér heima.“ Nú sjáum við varðandi stríðið í Úkraínu, þar beitir utanríkisráðherra sér. Hvar er línan? Afhverju beitir ráðherra sér þegar kemur að stríðinu í Úkraínu en getur ekki ger það í svona máli? „Þetta tvennt er gjörólíkt. Annað er pólitískt mál. Stríð og stríðsrekstur eru hápólitísk og lausnir á þeim eru pólitískar og þess vegna tekur Ísland þátt í ríkjasamstarfi og beitir sér fyrir pólitískum lausnum á ófriði en í einstaka sakamálum er allt öðru til að dreifa.“
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Ferðalög Lögreglan Lögreglumál Utanríkismál Tengdar fréttir „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30
Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23
Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. 16. ágúst 2022 18:30