Arnar Gunnlaugs var í KR-búningnum þegar KR sló Víking síðast út úr bikarnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2022 14:01 KR bikarleik Víkinga og KR í Víkinni í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkinga halda titilvörn sinni áfram í kvöld þegar þeir fá KR-inga í heimsókn í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Víkingar slógu KR-liðið út úr bikarnum í fyrra með 3-1 sigri í sextán liða úrslitum keppninnar. Viktor Örlygur Andrason, Nikolaj Andreas Hansen og Erlingur Agnarsson komu Víkingum í 3-0 en Kristján Flóki Finnbogason minkaði muninn á 90. mínútu. Það þarf að fara aftur til ársins 2005 til að finna síðasta skipti sem KR sló Víking út úr bikarkeppninni en úrslitin úr þeirri viðureign réðust ekki fyrr en í vítakeppni sem KR vann 6-5 eftir 3-3 jafntefli í leiknum. Víkingur var þarna B-deildarlið og undir stjórn Sigurðar Jónssonar en Magnús Gylfason þjálfaði lið KR. Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Víkings, var leikmaður KR í þá daga og kom inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar náði þó ekki að klára leikinn því hann fór meiddur af velli á 78. mínútu. Kristján Finnbogason var hetja KR-liðsins í vítakeppninni því hann varð tvær vítaspyrnur og skoraði úr einni sjálfur. Það var þó hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson sem skoraði úr vítaspyrnunni sem tryggði KR sigurinn. Mörk Víkinga í leiknum skoruðu þeir Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Bjarnason en mörk þeirra í vítakeppninni gerðu Daníel Hafliðason, Höskuldur Eiríksson, Jóhann Hreiðarsson, Elmar Dan Sigþórsson og Egill. Mörk KR-inga í leiknum skoruðu þeir Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson en mörk þeirra í vítakeppninni gerðu þeir Sigurvin Ólafsson, Garðar, Grétar, Kristján, Jökull I Elísabetarson og Gunnar. Víkingur og KR hafa alls mæst fimm sinnum í bikarnum, KR hefur fagnað þrisvar sigri (1967, 1978 og 2005) en Víkingar tvisvar (1974 og 2021). Mjólkurbikar karla Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Víkingar slógu KR-liðið út úr bikarnum í fyrra með 3-1 sigri í sextán liða úrslitum keppninnar. Viktor Örlygur Andrason, Nikolaj Andreas Hansen og Erlingur Agnarsson komu Víkingum í 3-0 en Kristján Flóki Finnbogason minkaði muninn á 90. mínútu. Það þarf að fara aftur til ársins 2005 til að finna síðasta skipti sem KR sló Víking út úr bikarkeppninni en úrslitin úr þeirri viðureign réðust ekki fyrr en í vítakeppni sem KR vann 6-5 eftir 3-3 jafntefli í leiknum. Víkingur var þarna B-deildarlið og undir stjórn Sigurðar Jónssonar en Magnús Gylfason þjálfaði lið KR. Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfari Víkings, var leikmaður KR í þá daga og kom inn á sem varamaður í hálfleik. Arnar náði þó ekki að klára leikinn því hann fór meiddur af velli á 78. mínútu. Kristján Finnbogason var hetja KR-liðsins í vítakeppninni því hann varð tvær vítaspyrnur og skoraði úr einni sjálfur. Það var þó hinn átján ára gamli Gunnar Kristjánsson sem skoraði úr vítaspyrnunni sem tryggði KR sigurinn. Mörk Víkinga í leiknum skoruðu þeir Davíð Þór Rúnarsson, Egill Atlason og Hörður Bjarnason en mörk þeirra í vítakeppninni gerðu Daníel Hafliðason, Höskuldur Eiríksson, Jóhann Hreiðarsson, Elmar Dan Sigþórsson og Egill. Mörk KR-inga í leiknum skoruðu þeir Garðar Jóhannsson, Gunnar Kristjánsson og Grétar Ólafur Hjartarson en mörk þeirra í vítakeppninni gerðu þeir Sigurvin Ólafsson, Garðar, Grétar, Kristján, Jökull I Elísabetarson og Gunnar. Víkingur og KR hafa alls mæst fimm sinnum í bikarnum, KR hefur fagnað þrisvar sigri (1967, 1978 og 2005) en Víkingar tvisvar (1974 og 2021).
Mjólkurbikar karla Besta deild karla KR Víkingur Reykjavík Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Enski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira