„Ef horft er til framtíðar þá er hún björt og margar sem eiga enn eftir að springa út“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 10:01 Áslaug Munda, Sveindís Jane og Karólína Lea komu allar mikið við sögu í spjalli Vísis um EM og komandi leiki í undankeppni HM. Vísir/Vilhelm Það styttist í næsta landsliðsverkefni hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta en þær spila síðustu leikina í undankeppni HM í upphafi næsta mánaðar. Liðið er í góðri stöðu og ljóst að sigrar í báðum leikjunum tryggja liðinu sæti á HM í fyrsta skipti. Vísir fór á stúfana og ræddi við nokkra sérfræðinga um þeirra skoðun á Evrópumótinu sem fram fór í Englandi svona þegar rykið hefur sest og stöðu mála hjá landsliðinu fyrir komandi verkefni. Vísir ræddi við Helenu Ólafsdóttir - þáttastýru Bestu markanna, fyrrverandi markadrottningu og landsliðskonu. Einnig var rætt við Mist Rúnarsdóttur en það má fullyrða að engin né enginn fylgist jafnvel með íslenskum kvennafótbolta og hún. Þá var rætt Anítu Lísu, þjálfara meistaraflokks Fram. Voru þær allar spurðar að sömu þremur spurningunum: Hvernig er tilfinningin svona eftir EM og hvernig heldur þú að leikmönnum líði? Lærðir þú eitthvað nýtt um liðið á EM eða var eitthvað sem kom þér á óvart? Það styttist í verkefnið mikilvæga í september (Hvíta-Rússland og Holland í undankeppni HM). Fyrir utan nýjan vinstri bakvörð, munum við sjá Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara, breyta eitthvað til eða mun hann halda sig við sama leikplan/byrjunarlið og hann gerði á EM? Helena: „Var pínu svekkt með leikina gegn Belgíu og Ítalíu“ „Ég held að tilfinningin hjá leikmönnum eftir EM sé ekki góð af því þeim fannst þær ekki ná markmiðum sínum. Heyrði það á viðtölum við leikmenn að þær ætluðu sér að vinna leik og það tókst ekki. Þar með minnkuðu líkurnar á að við kæmumst áfram, eins og kom á daginn. Held að tilfinningin eftir EM hafi ekkert verið sérstök þrátt fyrir að þær hafi vitað að þær stóðu sig vel.“ „Ég persónulega var pínu svekkt með leikina gegn Belgíu og Ítalíu en svo leið mér stórvel með leikinn gegn Frakklandi því þá fannst mér liðið virkilega sýna hvað í því býr. Leikurinn á móti Ítalíu fannst mér mikil vonbrigði því þar áttum við ekki möguleika, því miður.“ Hallbera Guðný hætt með landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Ég lærði að við eigum frábæra leikmenn. Við erum að missa leikmenn eins og Hallberu (Guðnýju Gísladóttur) og ég held að það sé missir af henni. Hún er mikill karakter í hópnum en þar bíður leikmaður eftir að komast inn, Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir). Ég held að hún muni koma þar inn og geri ráð fyrir að hægra megin verði hún Guðný Árnadóttir. Það finnst mér leikmenn framtíðarinnar í þessum stöðum.“ „Kom mér á óvart að Þorsteinn (Halldórsson) skildi ekki taka meiri áhættu inn á miðsvæðinu. Mér fannst miðjan langbest í síðasta leiknum gegn Frakklandi þegar Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) var á miðjunni. Fannst við sakna hennar, þá héldum við boltanum og honum var spilað fram, upp á framherja eða út á kantana.“ „Ég held bara að við verðum að hafa Karólínu Leu á miðsvæðinu. Þá þarf líka að hugsa kantstöðurnar. Auðvitað var Sveindís Jane (Jónsdóttir) þar en mér fannst gaman þegar Þorsteinn setti hana fram. Ég tel að þar geti hún nýst okkur best, hún var svolítið einangruð á kantinum stundum því það þekkja hana allir og vita alveg hver gæðin eru þar. Það er auðveldara að einangra hana ef hún getur ekki sótt í báðar áttir og svo framvegis.“ Karólína Lea er mikilvæg fyrir leik íslenska liðsins.Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki hvað Þorsteinn mun gera, en kannski í framhaldinu af því sem ég sagði þá hlýtur hann að horfa á Frakklands leikinn og hugsa miðjuna upp á nýtt. Ég er ekkert að segja hver eigi að fara út, það er ekki mín ákvörðun en í þess tilfelli var það Gunnhildur Yrsa (Jónsdóttir) sem fer út. Þarna fannst mér Sara Björk (Gunnarsdóttir) eiga sinn besta leik, gegn Frökkum. Hún hafði ekki sýnt sín gæði í fyrri leikjunum, mér fannst það eðlilegt því hún var ekki búin að spila mikið. Ekki hægt að fara fram á meira frá henni, mér fannst ótrúlegt að hún næði að spila þrjá leiki, eða hluta úr þeim.“ „Ég á helst von á því að Áslaug Munda og Guðný fari í bakverðina, verður Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) áfram upp á topp eða ætlar hann að prófa Sveindísi Jane þar? Elín Metta (Jensen), hvað gerist með hana? Hún var í litlu hlutverki á EM og fyrst hún var valin þá spyr ég mig hvað er hennar hlutverk hjá Þorsteini.“ „Ég spyr mig líka, kemur Hlín Eiríksdóttir inn í þetta? Mér fannst hún gera tilkall til að fara með á EM. Kraftmikill kantmaður sem væri ekki amalegt að eiga ef Sveindís Jane færi til dæmis upp á topp. Veit að Svava Rós (Guðmundsdóttir) getur líka verið úti hægra megin. Ég á ekki vona á því að hann breyti voðalega mikið, Þorsteinn er ekki þekktur fyrir það. Hann er örlítið íhaldssamur en hann gæti þurft að taka smá áhættur ef hann ætlar að komast beint á HM. Sem ég vona að liðið geri.“ Þorsteinn á hliðarlínunni á meðan EM stóð.Vísir/Vilhelm Mist: „Ótrúlega stolt af liðinu en að sama skapi gríðarlega svekkt“ „Tilfinningarnar eru enn að malla eftir EM. Ég er ótrúlega stolt af liðinu en að sama skapi gríðarlega svekkt að hafa ekki komist áfram. Ég held að það sé eflaust svipað hjá leikmönnum nema þær miklu keppniskonur sem hafa lagt svo mikið á sig eru auðvitað miklu svekktari. Það er hinsvegar lítill tími til að festast í slíkum pælingum. Næsta verkefni handan við hornið og þar eru sannarlega mikil tækifæri.“ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.Vísir/Vilhelm „Leiðinlegt svar en nei. Það var ekkert sem var óvænt eða kom sérstaklega á óvart. Það hafði verið mikil umræða um liðið fyrir mót og nokkra óvissuþætti eins og ákveðnar leikstöður, lokahópinn, leikform og fleira en þar sem var búið að margpæla í þessum atriðum fram og til baka þá kom ekkert á óvart þegar á hólminn var komið.“ „Það er stuttur tími á milli verkefna og þetta verður alveg örugglega eftir sömu uppskrift hjá Steina og félögum. Nú er spurning hverjar úr síðasta hópi eru heilar. Það lítur út fyrir að markverðirnir Cecilía Rán (Rúnarsdóttir) og Telma (Ívarsdóttir) séu ekki búnar að jafna sig og líklegt að Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir verði áfram inni. Elín Metta hefur ekki verið að byrja hjá Val og spilaði lítið úti svo hún er líka spurningamerki.“ „Burtséð frá því hvernig hópurinn verður skipaður þá held ég að þetta verði eftir sömu uppskrift. Líklegast er að Áslaug Munda fari beint í vinstri bakvörðinn fyrir Hallberu Guðný en það eru fleiri og reynslumeiri kostir í þá stöðu líka. Það var mikil umræða um uppstillingu á miðsvæðinu í kringum leikina á EM og ég er í hópi þeirra sem kalla eftir að Karólína Lea spili á miðjunni. Miðað við frammistöðu liðsins í síðasta landsleik væri skrítið að breyta því.“ „Verkefnin tvö sem eru framundan eru hinsvegar gjörólík og það þarf klókindi til að fara í gegnum þau á sem farsælastan hátt. Ég hugsa að Steini vilji byrja með sitt sterkasta byrjunarlið í þeim báðum en leggja mikla áherslu á að allir byrjunarliðsfætur verði sem ferskastir í Hollandi.“ Aníta Lísa: „Mikil spenna fyrir framhaldinu með þetta lið og möguleikarnir endalausir“ „Tilfinningin mín er bara góð eftir EM. Auðvitað var margt sem betur mátti fara og eitthvað sem klikkaði á meðan annað gekk vel. Ef horft er til framtíðar þá er hún björt og margar sem eiga ennþá eftir að springa út. Mikil spenna fyrir framhaldinu með þetta lið og möguleikarnir endalausir. Erum ótrúlega heppin að eiga svona hæfileikaríkar landsliðskonur!“ Sif Atladóttir lék í hægri bakverði í fyrsta leik EM en svo ekki söguna meir.Vísir/Vilhelm „Ég persónulega lærði ekkert nýtt þannig séð um liðið. Þeir sem hafa fylgst með Þorsteini í gegnum árin vita hvernig hann vill spila og mér fannst hann samkvæmur sjálfum sér á EM. Það sem kom kannski pínu lítið á óvart var óstöðugleikinn í varnarlínunni okkar. Mér fannst hann gera full margar breytingar á henni í aðeins þremur leikjum. Ég var hins vegar mjög ánægð með hvað Karólína Lea fékk stórt hlutverk á mótinu og mun það klárlega gagnast okkur í framtíðinni.“ „Mjög spennandi verkefni framundan hjá liðinu núna. Væri frábært að komast á HM í fyrsta skipti. Ég hugsa að Þorsteinn haldi sig mikið við þær hugmyndir sem hann var að vinna með á EM. Þar sem Hallbera Guðný er hætt þá vonandi er Áslaug Munda að fara grípa tækifærið og stimpla sig vel inn í vinstri bakvarðar stöðuna.“ „Spurning hvort Þorsteinn taki endilega inn bakvörð í hópinn þar sem hann hefur verið að setja leikmenn bæði hægra og vinstra meginn í vörninni. Eins og er þá er Elín Metta stærsta spurningarmerkið. Hún hefur ekki ennþá byrjað leik síðan eftir EM og því væri gaman að sjá Hlín Eiríks í hópnum. Hún hefur verið að spila og gera góða hluti og væri skemmtilegur leikmaður að sjá í þessu verkefni.“ Hlín Eiríksdóttir (fyrir miðju). VÍSIR/VILHELM Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Vísir ræddi við Helenu Ólafsdóttir - þáttastýru Bestu markanna, fyrrverandi markadrottningu og landsliðskonu. Einnig var rætt við Mist Rúnarsdóttur en það má fullyrða að engin né enginn fylgist jafnvel með íslenskum kvennafótbolta og hún. Þá var rætt Anítu Lísu, þjálfara meistaraflokks Fram. Voru þær allar spurðar að sömu þremur spurningunum: Hvernig er tilfinningin svona eftir EM og hvernig heldur þú að leikmönnum líði? Lærðir þú eitthvað nýtt um liðið á EM eða var eitthvað sem kom þér á óvart? Það styttist í verkefnið mikilvæga í september (Hvíta-Rússland og Holland í undankeppni HM). Fyrir utan nýjan vinstri bakvörð, munum við sjá Þorstein Halldórsson, landsliðsþjálfara, breyta eitthvað til eða mun hann halda sig við sama leikplan/byrjunarlið og hann gerði á EM? Helena: „Var pínu svekkt með leikina gegn Belgíu og Ítalíu“ „Ég held að tilfinningin hjá leikmönnum eftir EM sé ekki góð af því þeim fannst þær ekki ná markmiðum sínum. Heyrði það á viðtölum við leikmenn að þær ætluðu sér að vinna leik og það tókst ekki. Þar með minnkuðu líkurnar á að við kæmumst áfram, eins og kom á daginn. Held að tilfinningin eftir EM hafi ekkert verið sérstök þrátt fyrir að þær hafi vitað að þær stóðu sig vel.“ „Ég persónulega var pínu svekkt með leikina gegn Belgíu og Ítalíu en svo leið mér stórvel með leikinn gegn Frakklandi því þá fannst mér liðið virkilega sýna hvað í því býr. Leikurinn á móti Ítalíu fannst mér mikil vonbrigði því þar áttum við ekki möguleika, því miður.“ Hallbera Guðný hætt með landsliðinu.Vísir/Vilhelm „Ég lærði að við eigum frábæra leikmenn. Við erum að missa leikmenn eins og Hallberu (Guðnýju Gísladóttur) og ég held að það sé missir af henni. Hún er mikill karakter í hópnum en þar bíður leikmaður eftir að komast inn, Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir). Ég held að hún muni koma þar inn og geri ráð fyrir að hægra megin verði hún Guðný Árnadóttir. Það finnst mér leikmenn framtíðarinnar í þessum stöðum.“ „Kom mér á óvart að Þorsteinn (Halldórsson) skildi ekki taka meiri áhættu inn á miðsvæðinu. Mér fannst miðjan langbest í síðasta leiknum gegn Frakklandi þegar Karólína Lea (Vilhjálmsdóttir) var á miðjunni. Fannst við sakna hennar, þá héldum við boltanum og honum var spilað fram, upp á framherja eða út á kantana.“ „Ég held bara að við verðum að hafa Karólínu Leu á miðsvæðinu. Þá þarf líka að hugsa kantstöðurnar. Auðvitað var Sveindís Jane (Jónsdóttir) þar en mér fannst gaman þegar Þorsteinn setti hana fram. Ég tel að þar geti hún nýst okkur best, hún var svolítið einangruð á kantinum stundum því það þekkja hana allir og vita alveg hver gæðin eru þar. Það er auðveldara að einangra hana ef hún getur ekki sótt í báðar áttir og svo framvegis.“ Karólína Lea er mikilvæg fyrir leik íslenska liðsins.Vísir/Vilhelm „Ég veit ekki hvað Þorsteinn mun gera, en kannski í framhaldinu af því sem ég sagði þá hlýtur hann að horfa á Frakklands leikinn og hugsa miðjuna upp á nýtt. Ég er ekkert að segja hver eigi að fara út, það er ekki mín ákvörðun en í þess tilfelli var það Gunnhildur Yrsa (Jónsdóttir) sem fer út. Þarna fannst mér Sara Björk (Gunnarsdóttir) eiga sinn besta leik, gegn Frökkum. Hún hafði ekki sýnt sín gæði í fyrri leikjunum, mér fannst það eðlilegt því hún var ekki búin að spila mikið. Ekki hægt að fara fram á meira frá henni, mér fannst ótrúlegt að hún næði að spila þrjá leiki, eða hluta úr þeim.“ „Ég á helst von á því að Áslaug Munda og Guðný fari í bakverðina, verður Berglind Björg (Þorvaldsdóttir) áfram upp á topp eða ætlar hann að prófa Sveindísi Jane þar? Elín Metta (Jensen), hvað gerist með hana? Hún var í litlu hlutverki á EM og fyrst hún var valin þá spyr ég mig hvað er hennar hlutverk hjá Þorsteini.“ „Ég spyr mig líka, kemur Hlín Eiríksdóttir inn í þetta? Mér fannst hún gera tilkall til að fara með á EM. Kraftmikill kantmaður sem væri ekki amalegt að eiga ef Sveindís Jane færi til dæmis upp á topp. Veit að Svava Rós (Guðmundsdóttir) getur líka verið úti hægra megin. Ég á ekki vona á því að hann breyti voðalega mikið, Þorsteinn er ekki þekktur fyrir það. Hann er örlítið íhaldssamur en hann gæti þurft að taka smá áhættur ef hann ætlar að komast beint á HM. Sem ég vona að liðið geri.“ Þorsteinn á hliðarlínunni á meðan EM stóð.Vísir/Vilhelm Mist: „Ótrúlega stolt af liðinu en að sama skapi gríðarlega svekkt“ „Tilfinningarnar eru enn að malla eftir EM. Ég er ótrúlega stolt af liðinu en að sama skapi gríðarlega svekkt að hafa ekki komist áfram. Ég held að það sé eflaust svipað hjá leikmönnum nema þær miklu keppniskonur sem hafa lagt svo mikið á sig eru auðvitað miklu svekktari. Það er hinsvegar lítill tími til að festast í slíkum pælingum. Næsta verkefni handan við hornið og þar eru sannarlega mikil tækifæri.“ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.Vísir/Vilhelm „Leiðinlegt svar en nei. Það var ekkert sem var óvænt eða kom sérstaklega á óvart. Það hafði verið mikil umræða um liðið fyrir mót og nokkra óvissuþætti eins og ákveðnar leikstöður, lokahópinn, leikform og fleira en þar sem var búið að margpæla í þessum atriðum fram og til baka þá kom ekkert á óvart þegar á hólminn var komið.“ „Það er stuttur tími á milli verkefna og þetta verður alveg örugglega eftir sömu uppskrift hjá Steina og félögum. Nú er spurning hverjar úr síðasta hópi eru heilar. Það lítur út fyrir að markverðirnir Cecilía Rán (Rúnarsdóttir) og Telma (Ívarsdóttir) séu ekki búnar að jafna sig og líklegt að Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og Íris Dögg Gunnarsdóttir verði áfram inni. Elín Metta hefur ekki verið að byrja hjá Val og spilaði lítið úti svo hún er líka spurningamerki.“ „Burtséð frá því hvernig hópurinn verður skipaður þá held ég að þetta verði eftir sömu uppskrift. Líklegast er að Áslaug Munda fari beint í vinstri bakvörðinn fyrir Hallberu Guðný en það eru fleiri og reynslumeiri kostir í þá stöðu líka. Það var mikil umræða um uppstillingu á miðsvæðinu í kringum leikina á EM og ég er í hópi þeirra sem kalla eftir að Karólína Lea spili á miðjunni. Miðað við frammistöðu liðsins í síðasta landsleik væri skrítið að breyta því.“ „Verkefnin tvö sem eru framundan eru hinsvegar gjörólík og það þarf klókindi til að fara í gegnum þau á sem farsælastan hátt. Ég hugsa að Steini vilji byrja með sitt sterkasta byrjunarlið í þeim báðum en leggja mikla áherslu á að allir byrjunarliðsfætur verði sem ferskastir í Hollandi.“ Aníta Lísa: „Mikil spenna fyrir framhaldinu með þetta lið og möguleikarnir endalausir“ „Tilfinningin mín er bara góð eftir EM. Auðvitað var margt sem betur mátti fara og eitthvað sem klikkaði á meðan annað gekk vel. Ef horft er til framtíðar þá er hún björt og margar sem eiga ennþá eftir að springa út. Mikil spenna fyrir framhaldinu með þetta lið og möguleikarnir endalausir. Erum ótrúlega heppin að eiga svona hæfileikaríkar landsliðskonur!“ Sif Atladóttir lék í hægri bakverði í fyrsta leik EM en svo ekki söguna meir.Vísir/Vilhelm „Ég persónulega lærði ekkert nýtt þannig séð um liðið. Þeir sem hafa fylgst með Þorsteini í gegnum árin vita hvernig hann vill spila og mér fannst hann samkvæmur sjálfum sér á EM. Það sem kom kannski pínu lítið á óvart var óstöðugleikinn í varnarlínunni okkar. Mér fannst hann gera full margar breytingar á henni í aðeins þremur leikjum. Ég var hins vegar mjög ánægð með hvað Karólína Lea fékk stórt hlutverk á mótinu og mun það klárlega gagnast okkur í framtíðinni.“ „Mjög spennandi verkefni framundan hjá liðinu núna. Væri frábært að komast á HM í fyrsta skipti. Ég hugsa að Þorsteinn haldi sig mikið við þær hugmyndir sem hann var að vinna með á EM. Þar sem Hallbera Guðný er hætt þá vonandi er Áslaug Munda að fara grípa tækifærið og stimpla sig vel inn í vinstri bakvarðar stöðuna.“ „Spurning hvort Þorsteinn taki endilega inn bakvörð í hópinn þar sem hann hefur verið að setja leikmenn bæði hægra og vinstra meginn í vörninni. Eins og er þá er Elín Metta stærsta spurningarmerkið. Hún hefur ekki ennþá byrjað leik síðan eftir EM og því væri gaman að sjá Hlín Eiríks í hópnum. Hún hefur verið að spila og gera góða hluti og væri skemmtilegur leikmaður að sjá í þessu verkefni.“ Hlín Eiríksdóttir (fyrir miðju). VÍSIR/VILHELM
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira