Biðla til landsmanna að standa með íbúum Blönduóss Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2022 18:31 Forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar átti, eðli málsins samkvæmt, erfitt með að láta tilfiningarnar ekki bera sig ofurliði þegar hann las upp yfirlýsingu sveitarstjórnar. Vísir Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur gefið frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem segir að íbúar Húnabyggðar séu í áfalli eftir að skotárás var framin í bænum í morgun. „Við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Einn lést og annar særðist í skotárás sem framin var í heimahúsi á Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Sá sem framdi árásina fannst einnig látinn á vettvangi. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, las upp yfirlýsingu sveitarstjórnar fyrir hönd allra íbúa Húnabyggðar fyrir fjölmiðla rétt í þessu. Hann vottar öllum hlutaðeigandi samúð sína. „Við erum enn þá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhvers konar áfalli og alli reru að reyna að ná utan um þessa atburði og þæ tilfinningar sem þeim fylgja,“ segir Guðmundur. Hann segir að í litlu samfélagi á borð við Blönduóss séu allir kunningjar, vinir og eða ættingjar að atburður sem sá sem varð í morgun risti djúpt í samfélaginu. Lokaður upplýsingafundur í kvöld Guðmundur segir að klukkan 20 í kvöld verði haldinn lokaður upplýsingafundur fyrir íbúa Húnabyggðar í félagsheimilinu á Blöndósi. Í tilkynningu sveitarfélagsins á Facebook segir að séra Magnús Magnússon muni stýra fundinum og Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, muni fara yfir málsatvik að því leyti sem unnt er. Lögreglan á Norðurlandi vestra gaf rétt í þessu frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að rannsókn málsins standi yfir og sé á forræði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og vegna rannsóknarhagsmuna muni lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, eðli máls samkvæmt, ekki veita upplýsingar um hana. Að upplýsingafundi loknum verður haldin bænastund í kirkjunni á Blönduósi.Vísir Sveitarstjórn biðlar til fjölmiðla að veita samfélaginu svigrúm til að vinna með þær sterku tilfinningar sem fylgja svona áfalli. Dökk ský yfir Húnabyggð Sveitarstjórn Húnabyggðar biðlar til landsmanna að standa við bakið á íbúum Húnabyggðar og að hugsa vel til þeirra sem atburðinum tengjast. „Það eru dökk ský yfir okkur núna en með ykkar hjálp komumst við í gegnum þetta saman,“ segir Guðmundur. Þá leggur sveitarstjórn áherslu á við alla sem eiga um sárt að binda að Rauði krossinn á Íslandi sinni fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi. Sími Rauða krossins, 1717, sé opinn allan sólarhringinn. Við í sveitarstjórninni viljum gefa út opinbera tilkynningu vegna þess voveiflega atburðar sem gerðist á Blönduósi að morgni sunnudags 21. ágúst. Við munum að svo stöddu ekki gefa kost á okkur í opin viðtöl en ég mun hér með lesa sameiginlega yfirlýsingu fyrir hönd allra í samfélaginu. Íbúar svæðisins eru harmi slegnir og við erum ennþá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhverskonar áfalli og allir eru að reyna ná utan um þessa atburði og þær tilfinningar sem þeim fylgja. Í litlu samfélagi eins og okkar eru allir kunningjar, vinir og/eða ættingjar og atburður sem þessi ristir samfélagið djúpt. Lokaður upplýsingafundur lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila fyrir íbúa svæðisins verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 20. Að þeim fundi loknum verður boðið upp á sálrænan stuðning og samveru i Blönduóskirkju. Sveitarstjórn beinir þeirri ósk til fjölmiðla að sýna því skilning að samfélagið er í sárum og þarf svigrúm til að vinna með þær sterku tilfinningar sem fylgja svona áfalli. Rétt er að árétta að allar tæknilegar upplýsingar um málsatvik eru á borði lögreglunnar sem sér um upplýsingagjöf vegna málsins. Við biðlum til landsmanna allra að standa með okkur á þessum erfiðu tímum, við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur. Eins óskum við þess að þið hugsið vel til þeirra sem þessum atburði tengjast. Það eru dökk ský yfir okkur núna en með ykkar hjálp komust við í gegnum þetta saman. Við leggjum áherslu á við alla sem eiga um sárt að binda a Rauði krossinn á Íslandi sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi og sími þeirra 1717 er opinn allan sólarhringinn. Með vinsemd og virðingu, sveitarstjórn og sveitarstjóri. Húnabyggð Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Einn lést og annar særðist í skotárás sem framin var í heimahúsi á Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Sá sem framdi árásina fannst einnig látinn á vettvangi. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, las upp yfirlýsingu sveitarstjórnar fyrir hönd allra íbúa Húnabyggðar fyrir fjölmiðla rétt í þessu. Hann vottar öllum hlutaðeigandi samúð sína. „Við erum enn þá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhvers konar áfalli og alli reru að reyna að ná utan um þessa atburði og þæ tilfinningar sem þeim fylgja,“ segir Guðmundur. Hann segir að í litlu samfélagi á borð við Blönduóss séu allir kunningjar, vinir og eða ættingjar að atburður sem sá sem varð í morgun risti djúpt í samfélaginu. Lokaður upplýsingafundur í kvöld Guðmundur segir að klukkan 20 í kvöld verði haldinn lokaður upplýsingafundur fyrir íbúa Húnabyggðar í félagsheimilinu á Blöndósi. Í tilkynningu sveitarfélagsins á Facebook segir að séra Magnús Magnússon muni stýra fundinum og Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, muni fara yfir málsatvik að því leyti sem unnt er. Lögreglan á Norðurlandi vestra gaf rétt í þessu frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að rannsókn málsins standi yfir og sé á forræði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra og vegna rannsóknarhagsmuna muni lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, eðli máls samkvæmt, ekki veita upplýsingar um hana. Að upplýsingafundi loknum verður haldin bænastund í kirkjunni á Blönduósi.Vísir Sveitarstjórn biðlar til fjölmiðla að veita samfélaginu svigrúm til að vinna með þær sterku tilfinningar sem fylgja svona áfalli. Dökk ský yfir Húnabyggð Sveitarstjórn Húnabyggðar biðlar til landsmanna að standa við bakið á íbúum Húnabyggðar og að hugsa vel til þeirra sem atburðinum tengjast. „Það eru dökk ský yfir okkur núna en með ykkar hjálp komumst við í gegnum þetta saman,“ segir Guðmundur. Þá leggur sveitarstjórn áherslu á við alla sem eiga um sárt að binda að Rauði krossinn á Íslandi sinni fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi. Sími Rauða krossins, 1717, sé opinn allan sólarhringinn. Við í sveitarstjórninni viljum gefa út opinbera tilkynningu vegna þess voveiflega atburðar sem gerðist á Blönduósi að morgni sunnudags 21. ágúst. Við munum að svo stöddu ekki gefa kost á okkur í opin viðtöl en ég mun hér með lesa sameiginlega yfirlýsingu fyrir hönd allra í samfélaginu. Íbúar svæðisins eru harmi slegnir og við erum ennþá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhverskonar áfalli og allir eru að reyna ná utan um þessa atburði og þær tilfinningar sem þeim fylgja. Í litlu samfélagi eins og okkar eru allir kunningjar, vinir og/eða ættingjar og atburður sem þessi ristir samfélagið djúpt. Lokaður upplýsingafundur lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila fyrir íbúa svæðisins verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 20. Að þeim fundi loknum verður boðið upp á sálrænan stuðning og samveru i Blönduóskirkju. Sveitarstjórn beinir þeirri ósk til fjölmiðla að sýna því skilning að samfélagið er í sárum og þarf svigrúm til að vinna með þær sterku tilfinningar sem fylgja svona áfalli. Rétt er að árétta að allar tæknilegar upplýsingar um málsatvik eru á borði lögreglunnar sem sér um upplýsingagjöf vegna málsins. Við biðlum til landsmanna allra að standa með okkur á þessum erfiðu tímum, við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur. Eins óskum við þess að þið hugsið vel til þeirra sem þessum atburði tengjast. Það eru dökk ský yfir okkur núna en með ykkar hjálp komust við í gegnum þetta saman. Við leggjum áherslu á við alla sem eiga um sárt að binda a Rauði krossinn á Íslandi sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi og sími þeirra 1717 er opinn allan sólarhringinn. Með vinsemd og virðingu, sveitarstjórn og sveitarstjóri.
Við í sveitarstjórninni viljum gefa út opinbera tilkynningu vegna þess voveiflega atburðar sem gerðist á Blönduósi að morgni sunnudags 21. ágúst. Við munum að svo stöddu ekki gefa kost á okkur í opin viðtöl en ég mun hér með lesa sameiginlega yfirlýsingu fyrir hönd allra í samfélaginu. Íbúar svæðisins eru harmi slegnir og við erum ennþá að vinna úr því að þetta hafi raunverulega gerst. Hugur allra íbúa Húnabyggðar er hjá þeim látnu, hlutaðeigandi og aðstandendum þeirra sem tengjast þessum hræðilega atburði. Samfélagið er í einhverskonar áfalli og allir eru að reyna ná utan um þessa atburði og þær tilfinningar sem þeim fylgja. Í litlu samfélagi eins og okkar eru allir kunningjar, vinir og/eða ættingjar og atburður sem þessi ristir samfélagið djúpt. Lokaður upplýsingafundur lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila fyrir íbúa svæðisins verður haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 20. Að þeim fundi loknum verður boðið upp á sálrænan stuðning og samveru i Blönduóskirkju. Sveitarstjórn beinir þeirri ósk til fjölmiðla að sýna því skilning að samfélagið er í sárum og þarf svigrúm til að vinna með þær sterku tilfinningar sem fylgja svona áfalli. Rétt er að árétta að allar tæknilegar upplýsingar um málsatvik eru á borði lögreglunnar sem sér um upplýsingagjöf vegna málsins. Við biðlum til landsmanna allra að standa með okkur á þessum erfiðu tímum, við erum brotin og þiggjum alla þá góðu strauma sem þið getið veitt okkur. Eins óskum við þess að þið hugsið vel til þeirra sem þessum atburði tengjast. Það eru dökk ský yfir okkur núna en með ykkar hjálp komust við í gegnum þetta saman. Við leggjum áherslu á við alla sem eiga um sárt að binda a Rauði krossinn á Íslandi sinnir fjöldahjálp og félagslegu hjálparstarfi og sími þeirra 1717 er opinn allan sólarhringinn. Með vinsemd og virðingu, sveitarstjórn og sveitarstjóri.
Húnabyggð Lögreglumál Manndráp á Blönduósi Tengdar fréttir Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02 Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28 Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02 Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Árásarmanninum banað á vettvangi Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum, sem skaut einn til bana og særði annan á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins. Tveir eru í haldi lögreglu. 21. ágúst 2022 17:02
Árásarmaðurinn handtekinn fyrr í sumar vegna hótana með skotvopn Árásarmaðurinn, sem skaut einstakling til bana á Blönduósi í morgun og lést svo sjálfur af skotsárum, hafði verið handtekinn fyrr í sumar af lögreglunni á Blönduósi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Maðurinn hafði þá í hótunum með skotvopn og var í kjölfarið tekinn höndum. Síðar var honum sleppt. 21. ágúst 2022 11:28
Sveitarstjóri Húnabyggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“ Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali. 21. ágúst 2022 11:02
Tveir látnir eftir skotárás á Blönduósi - gerandi árásarinnar annar hinna látnu Tveir Íslendingar eru látnir og einn særður eftir skotárás á Blönduósi en árásin átti sér stað um hálf sex í morgun. 21. ágúst 2022 09:34