Ófremdarástand í matarframboði og þjónustu fyrir eldri borgara og fatlaða sem ekki geta eldað sjálf Björn Stefán Hallsson skrifar 26. ágúst 2022 09:00 Eftirfarandi er opið bréf til heilbrigðisráðherra, landlæknis og borgarstjóra Reykjavíkur sem fara með ábyrgð hvað þetta varðar. Stefna stjórnvalda hefur í þó nokkur ár verið „að hjálpa eldri borgurum og fötluðum að búa sem lengst heima“, með því að veita þeim þjónustu heima, í þeirri von að lífsgæði séu fullnægjandi þar. Markmiðið er að sjálfsögðu einnig að draga úr þörf fyrir þetta fólk í hjúkrunarheimilum eða sambærilegu húsnæði. Mikilvægur þáttur í þessu er aðstoð heima við mat fyrir þá sem ekki geta eldað og geta ekki leitað til aðstandenda um það. Hjá Reykjavíkurborg er í boði aðstoð fyrir eldri borgara og fatlaða við að hita kaldan mat sem þegar hefur verið að fullu eldaður og framreiða hann á matarborð, ásamt þrifum og frágangi á matarílátum eftir notkun. Þjónustan er á vegum Heimaþjónustu borgarinnar og er veitt af þjónustufólki með misjafna þekkingu og reynslu fólki sem vinnur af dugnaði og hefur tiltekinn hóp einstaklinga til að annast. Vinnan er skipulögð m.v. 15 mínútur til að sinna hverjum einstaklingi. Þjónustan er því takmörkuð, engin eldamennska er í boði, aðeins upphitun og frágangur. Til þess að þjónustan geti farið fram þarf maturinn að vera til staðar og að fullu eldaður og tilbúinn til upphitunar á sem skemmstum tíma, t.d. með örbylgjuofni á um 3-4 mínútum eða svo. Því miður eru valkostir á góðum heilsusamlegum, næringarríkum mat sem er eldaður og tilbúinn til upphitunar mjög takmarkaðir. Nánast algert vanmat og skeytingarleysi ríkir um mikilvægi þess að næringin sé heilsusamleg og góð og það sama varðar listaukandi gæði. Heima eldaður einfaldur matur er m.ö.o. ekki í boði. Þannig matur er rótgróinn þáttur í lífi og menningu okkar og er gildi hans mikilvægt fyrir alla, unga sem aldraða. Tæki og tól eru til staðar á heimilum flestra. Þetta er algerlega vanmetinn þáttur fyrir lífsgæði fólks sem ekki getur eldað sjálft. Það er ekki þar með sagt að eldamennska heima þurfi að vera daglega eða að hún þurfi að vera flókin, en það má eitthvað á milli vera að hún sé alls engin, lífsgæði þess horfin – aldrei fersku matur, aldrei fersk matarlykt, aldrei snerting við gæði þess, lífsgæði sem því fylgja og allir þekkja. Valkostur í boði á vegum Reykjavíkurborgar er um að fá heimsendan mat sem er tilbúinn til upphitunar. Val er um að fá sendingar daglega eða á tilteknum dögum gegn hagstæðu gjaldi. Maturinn er eldaður í eldhúsi borgarinnar við Vitatorg, sem þjónar einnig tilteknum eldhúsum í þjónustuíbúðarhúsum í borginni og hugsanlega fleirum. Metnaður og markmið eru væntanlega til staðar fyrir val á matvælum til eldamennsku og fyrir matargerðina og ætla má að reynt sé að fylgja því eftir af áhuga af þeim sem vinna við eldamennskuna. En af óþekktum ástæðum eru gæði matarins frá eldhúsinu afar dapurleg og maturinn er oft hreinlega ekki ætur. Fjöldi þeirra sem reiða sig á þessa þjónustu, „eða láta sig hafa það“, eins og heyrist, er verulegur í borginni. Svo virðist sem að eftirlit með gæðum að hálfu borgarinnar sé jafn dapurt og án metnaðar. Orð fer af því að óánægja sé mikil og mjög almenn á meðal þeirra sem þurfa að reiða sig á þessa þjónustu. Aðrir valkostir til daglegrar neyslu og til heimsendingar, eru afar fáir á fullelduðum mat tilbúnum til upphitunar og á skikkanlegu verði. Réttir frá veitingastöðum falla því miður ekki undir þá skilgreiningu vegna kostnaðar. Það sem helst er í boði eru matarréttir sem eru til sölu í matvöruverslunum, hjá Krónunni, Heimkaupum, Nettó og fleirum. Heimsendingar eru í boð frá þeim, en eru dýrar nema að kostnaðurinn deilist með öðrum vörum sem þörf er á að versla. Bónus býður áþekkan mat en engar heimsendingar. Fyrir utan Bónus er aðallega um að ræða rétti sem framleiddir eru undir merki Þykkvabæjar eða af Sláturfélagi Suðurlands undir merkinu 1944. Í boði eru 6 réttir frá þeim fyrrnefnda og um 20 réttir frá þeim síðarnefnda (aðallega kjötréttir, en einnig fiskréttir og súpur). Metnaður er nokkur í framleiðslunni, galli við réttina er að þeir eru framleiddir fyrir nokkra vikna geymsluþol í kæli, jafnvel enn þá lengur og eru þar af leiðandi með efnum fyrir geymsluþol, en einnig með fjölmörgum bætiefnum s.s. kryddefnum, bragðefnum, litarefnum, ýruefni, sýrustilli, bindiefnum, þráavarnarefnum, jafnvel rotvarnarefnum o.fl. Þetta eru efni sem fara ekki sérlega vel í meltingarveg fólks, og fara jafnvel afskaplega illa í suma, sérstaklega þegar þörf er á neyslu á réttunum allt að því daglega eða með stuttu millibili. Í þessu efni ríkir algert ófremdarástand, afar lítið framboð á góðu heilsusamlegu matarræði með rétt næringargildi, eða almennum einföldum heimilismat í Reykjavík fyrir eldri borgara og fatlaða sem ekki geta eldað sjálfir. Ég giska á að staðan sé svipuð að þessu leyti hjá öðrum bæjarfélögum. Um er að ræða ömurlegt ástand sem varðar heilbrigði, heilsufar og lífsgæði mjög mikils fjölda Íslendinga, jafnvel svo þúsundum skipti. Gríðarleg þörf er fyrir skilningi á þessu og úrbætur. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi er opið bréf til heilbrigðisráðherra, landlæknis og borgarstjóra Reykjavíkur sem fara með ábyrgð hvað þetta varðar. Stefna stjórnvalda hefur í þó nokkur ár verið „að hjálpa eldri borgurum og fötluðum að búa sem lengst heima“, með því að veita þeim þjónustu heima, í þeirri von að lífsgæði séu fullnægjandi þar. Markmiðið er að sjálfsögðu einnig að draga úr þörf fyrir þetta fólk í hjúkrunarheimilum eða sambærilegu húsnæði. Mikilvægur þáttur í þessu er aðstoð heima við mat fyrir þá sem ekki geta eldað og geta ekki leitað til aðstandenda um það. Hjá Reykjavíkurborg er í boði aðstoð fyrir eldri borgara og fatlaða við að hita kaldan mat sem þegar hefur verið að fullu eldaður og framreiða hann á matarborð, ásamt þrifum og frágangi á matarílátum eftir notkun. Þjónustan er á vegum Heimaþjónustu borgarinnar og er veitt af þjónustufólki með misjafna þekkingu og reynslu fólki sem vinnur af dugnaði og hefur tiltekinn hóp einstaklinga til að annast. Vinnan er skipulögð m.v. 15 mínútur til að sinna hverjum einstaklingi. Þjónustan er því takmörkuð, engin eldamennska er í boði, aðeins upphitun og frágangur. Til þess að þjónustan geti farið fram þarf maturinn að vera til staðar og að fullu eldaður og tilbúinn til upphitunar á sem skemmstum tíma, t.d. með örbylgjuofni á um 3-4 mínútum eða svo. Því miður eru valkostir á góðum heilsusamlegum, næringarríkum mat sem er eldaður og tilbúinn til upphitunar mjög takmarkaðir. Nánast algert vanmat og skeytingarleysi ríkir um mikilvægi þess að næringin sé heilsusamleg og góð og það sama varðar listaukandi gæði. Heima eldaður einfaldur matur er m.ö.o. ekki í boði. Þannig matur er rótgróinn þáttur í lífi og menningu okkar og er gildi hans mikilvægt fyrir alla, unga sem aldraða. Tæki og tól eru til staðar á heimilum flestra. Þetta er algerlega vanmetinn þáttur fyrir lífsgæði fólks sem ekki getur eldað sjálft. Það er ekki þar með sagt að eldamennska heima þurfi að vera daglega eða að hún þurfi að vera flókin, en það má eitthvað á milli vera að hún sé alls engin, lífsgæði þess horfin – aldrei fersku matur, aldrei fersk matarlykt, aldrei snerting við gæði þess, lífsgæði sem því fylgja og allir þekkja. Valkostur í boði á vegum Reykjavíkurborgar er um að fá heimsendan mat sem er tilbúinn til upphitunar. Val er um að fá sendingar daglega eða á tilteknum dögum gegn hagstæðu gjaldi. Maturinn er eldaður í eldhúsi borgarinnar við Vitatorg, sem þjónar einnig tilteknum eldhúsum í þjónustuíbúðarhúsum í borginni og hugsanlega fleirum. Metnaður og markmið eru væntanlega til staðar fyrir val á matvælum til eldamennsku og fyrir matargerðina og ætla má að reynt sé að fylgja því eftir af áhuga af þeim sem vinna við eldamennskuna. En af óþekktum ástæðum eru gæði matarins frá eldhúsinu afar dapurleg og maturinn er oft hreinlega ekki ætur. Fjöldi þeirra sem reiða sig á þessa þjónustu, „eða láta sig hafa það“, eins og heyrist, er verulegur í borginni. Svo virðist sem að eftirlit með gæðum að hálfu borgarinnar sé jafn dapurt og án metnaðar. Orð fer af því að óánægja sé mikil og mjög almenn á meðal þeirra sem þurfa að reiða sig á þessa þjónustu. Aðrir valkostir til daglegrar neyslu og til heimsendingar, eru afar fáir á fullelduðum mat tilbúnum til upphitunar og á skikkanlegu verði. Réttir frá veitingastöðum falla því miður ekki undir þá skilgreiningu vegna kostnaðar. Það sem helst er í boði eru matarréttir sem eru til sölu í matvöruverslunum, hjá Krónunni, Heimkaupum, Nettó og fleirum. Heimsendingar eru í boð frá þeim, en eru dýrar nema að kostnaðurinn deilist með öðrum vörum sem þörf er á að versla. Bónus býður áþekkan mat en engar heimsendingar. Fyrir utan Bónus er aðallega um að ræða rétti sem framleiddir eru undir merki Þykkvabæjar eða af Sláturfélagi Suðurlands undir merkinu 1944. Í boði eru 6 réttir frá þeim fyrrnefnda og um 20 réttir frá þeim síðarnefnda (aðallega kjötréttir, en einnig fiskréttir og súpur). Metnaður er nokkur í framleiðslunni, galli við réttina er að þeir eru framleiddir fyrir nokkra vikna geymsluþol í kæli, jafnvel enn þá lengur og eru þar af leiðandi með efnum fyrir geymsluþol, en einnig með fjölmörgum bætiefnum s.s. kryddefnum, bragðefnum, litarefnum, ýruefni, sýrustilli, bindiefnum, þráavarnarefnum, jafnvel rotvarnarefnum o.fl. Þetta eru efni sem fara ekki sérlega vel í meltingarveg fólks, og fara jafnvel afskaplega illa í suma, sérstaklega þegar þörf er á neyslu á réttunum allt að því daglega eða með stuttu millibili. Í þessu efni ríkir algert ófremdarástand, afar lítið framboð á góðu heilsusamlegu matarræði með rétt næringargildi, eða almennum einföldum heimilismat í Reykjavík fyrir eldri borgara og fatlaða sem ekki geta eldað sjálfir. Ég giska á að staðan sé svipuð að þessu leyti hjá öðrum bæjarfélögum. Um er að ræða ömurlegt ástand sem varðar heilbrigði, heilsufar og lífsgæði mjög mikils fjölda Íslendinga, jafnvel svo þúsundum skipti. Gríðarleg þörf er fyrir skilningi á þessu og úrbætur. Höfundur er arkitekt.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar