Simon Spies beitti ungar stúlkur kynferðisofbeldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. ágúst 2022 10:05 Mikið var fjallað um ástarmál Simons í norrænum fjölmiðlum á sínum tíma. Atuagagdliutit/Tímarit.is Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman. Ný heimildamyndaröð Danska ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir heimildamyndaröð þar sem farið er yfir feril danska ferðafrömuðarins Simons Spies sem var einn af frumkvöðlum þess að norrænn almenningur tók að streyma til Spánarstranda á 6. áratug síðustu aldar. Þúsundir Íslendinga hafa ferðast á hans vegum á suðrænar slóðir á síðustu áratugum og ferðaskrifstofan með hans nafni er enn stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur. Simon Spies var litríkur karakter, hann hafði einstakt lag á að koma sér í fjölmiðla og auglýsa sig þannig ókeypis enda er honum eignuð setningin: „Illt umtal er betra en ekkert umtal.“ Í þessari nýju heimildamyndaröð er þó dregin upp öllu óvægnari mynd af manninum, og þar birtist í raun ófreskja í mannsmynd. „Morgenbolledamerne“ Í þáttunum kemur fram að Spies hélt úti heilum her ungra stúlkna, allt niður í 15 ára aldur, sem voru kallaðar manna á milli innan sem utan fyrirtækisins „morgenbolledamer“, sem upp á íslensku gæti hreinlega snarast sem „morgundráttardömurnar“, ef litið er framhjá orðaleiknum um morgunbollurnar. Ein kvennanna, sem síðar leiddist út í vændi og eiturlyfjaneyslu, lýsir manninum sem hreinræktuðum sadista í þáttunum, hann hafi verið sadisti sem hefði ekki hikað við að handleggsbrjóta stúlkurnar ef þær leyfðu honum það og svo greitt þeim 10.000 krónur fyrir. Í þáttunum er rætt við nokkrar þessara kvenna, sem þurftu ætíð að vera til taks þegar forstjórinn kallaði. Margar þeirra hafa átt ömurlega ævi, leiðst út í vændi og eiturlyfjaneyslu og sumar látist langt fyrir aldur fram. Krefjast afsökunarbeiðni Þær segja frá þessari ömurlegu reynslu sinni, og lýsa viðurstyggilegri persónu sem lét sig tilfinningar og líðan annars fólks sig engu varða. Þær og ættingjar látinna kvenna krefjast þess að eigendur Spies ferðaskrifstofunnar biðji þær og allar þær konur sem Spies níddist á í lifanda lífi, afsökunar á þeirri meðferð sem þær máttu þola af hálfu stofnanda fyrirtækisins. Eigendur Spies hafa ekki viljað verða við þeirri kröfu, segja að það sem gerst hafi fyrir tugum ára hafi ekkert að gera með grunngildi fyrirtækisins í dag, en fordæma þá meðferð sem þessar ungu stúlkur máttu þola á sínum tíma. Danmörk MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ný heimildamyndaröð Danska ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir heimildamyndaröð þar sem farið er yfir feril danska ferðafrömuðarins Simons Spies sem var einn af frumkvöðlum þess að norrænn almenningur tók að streyma til Spánarstranda á 6. áratug síðustu aldar. Þúsundir Íslendinga hafa ferðast á hans vegum á suðrænar slóðir á síðustu áratugum og ferðaskrifstofan með hans nafni er enn stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur. Simon Spies var litríkur karakter, hann hafði einstakt lag á að koma sér í fjölmiðla og auglýsa sig þannig ókeypis enda er honum eignuð setningin: „Illt umtal er betra en ekkert umtal.“ Í þessari nýju heimildamyndaröð er þó dregin upp öllu óvægnari mynd af manninum, og þar birtist í raun ófreskja í mannsmynd. „Morgenbolledamerne“ Í þáttunum kemur fram að Spies hélt úti heilum her ungra stúlkna, allt niður í 15 ára aldur, sem voru kallaðar manna á milli innan sem utan fyrirtækisins „morgenbolledamer“, sem upp á íslensku gæti hreinlega snarast sem „morgundráttardömurnar“, ef litið er framhjá orðaleiknum um morgunbollurnar. Ein kvennanna, sem síðar leiddist út í vændi og eiturlyfjaneyslu, lýsir manninum sem hreinræktuðum sadista í þáttunum, hann hafi verið sadisti sem hefði ekki hikað við að handleggsbrjóta stúlkurnar ef þær leyfðu honum það og svo greitt þeim 10.000 krónur fyrir. Í þáttunum er rætt við nokkrar þessara kvenna, sem þurftu ætíð að vera til taks þegar forstjórinn kallaði. Margar þeirra hafa átt ömurlega ævi, leiðst út í vændi og eiturlyfjaneyslu og sumar látist langt fyrir aldur fram. Krefjast afsökunarbeiðni Þær segja frá þessari ömurlegu reynslu sinni, og lýsa viðurstyggilegri persónu sem lét sig tilfinningar og líðan annars fólks sig engu varða. Þær og ættingjar látinna kvenna krefjast þess að eigendur Spies ferðaskrifstofunnar biðji þær og allar þær konur sem Spies níddist á í lifanda lífi, afsökunar á þeirri meðferð sem þær máttu þola af hálfu stofnanda fyrirtækisins. Eigendur Spies hafa ekki viljað verða við þeirri kröfu, segja að það sem gerst hafi fyrir tugum ára hafi ekkert að gera með grunngildi fyrirtækisins í dag, en fordæma þá meðferð sem þessar ungu stúlkur máttu þola á sínum tíma.
Danmörk MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira