Sorglegt að ekki hafi tekist að hemja faraldur andláta Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 22:00 Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku. Vísir/Arnar Sorglegt er að ekki hafi tekist að koma böndum á faraldur lyfjatengdra andláta þrátt fyrir viðamiklar aðgerðir, segir yfirlæknir á bráðamóttöku. Aldrei hafa fleiri látist vegna lyfjaeitrunar en á síðasta ári. Lyfjatengdum andlátum virðist fara fjölgandi, samkvæmt nýbirtum tölum Landlæknisembættisins. Þau voru 30 árið 2017 en 46 í fyrra, 24 á fyrri helmingi ársins og 22 á þeim seinni. Og eins og áður segir hafa andlát vegna lyfjaeitrunar aldrei verið skráð fleiri. Þetta er áhyggjuefni, að mati Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis á bráðamóttöku. „Það er sorglegt að heyra að okkur hafi ekki enn tekist að koma böndum á þennan faraldur af lyfjatengdum andlátum og það er enn aðeins fjölgun í þessum sorglegu tilvikum. Þrátt fyrir miklar aðgerðir sem við höfum farið í til að hjálpa fólk með lyfjatengd vandamál höfum við ekki enn þá séð árangur í því að dánartíðnin lækki,“ segir Hjalti. Oxýkódón algengast, morfín þar á eftir Algengasta sterka verkjalyfið sem finnst í fólki sem hefur látist úr eitrun síðustu fimm ár er ópíóðinn oxýkódon – og þeim tilfellum hefur fjölgað. Þau voru þrjú árið 2017 en voru fimmtán, fimmfalt fleiri, á síðasta ári. Næst algengasta efnið var morfín sem fannst í tvöfalt fleiri í fyrra en fyrir fimm árum. Allur gangur virðist á því hvernig fólk útvegi sér lyfin, segir Hjalti. „Einhverjir hafa fengið ávísuð lyf og orðið háð þeim en aðrir kaupa lyfin á svörtum markaði. Og svo er talsvert um að þessi lyf séu flutt inn.“ Er þetta tilefni til að setja pressu á lækna að draga úr ávísunum? „Ég held við náum aldrei árangri í að berjast við þennan faraldur nema við gerum það öll saman. Og læknastéttin hefur endurskoðað hvernig við ávísum lyfjunum. Og ég held við ættum líka að reyna önnur lyf en verkjalyf og róandi lyf til að slá á vanlíðan. En við þurfum líka að halda áfram að efla meðferðarúrræði og stuðning við fólk með fíknivanda,“ segir Hjalti. Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Lyfjatengdum andlátum virðist fara fjölgandi, samkvæmt nýbirtum tölum Landlæknisembættisins. Þau voru 30 árið 2017 en 46 í fyrra, 24 á fyrri helmingi ársins og 22 á þeim seinni. Og eins og áður segir hafa andlát vegna lyfjaeitrunar aldrei verið skráð fleiri. Þetta er áhyggjuefni, að mati Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis á bráðamóttöku. „Það er sorglegt að heyra að okkur hafi ekki enn tekist að koma böndum á þennan faraldur af lyfjatengdum andlátum og það er enn aðeins fjölgun í þessum sorglegu tilvikum. Þrátt fyrir miklar aðgerðir sem við höfum farið í til að hjálpa fólk með lyfjatengd vandamál höfum við ekki enn þá séð árangur í því að dánartíðnin lækki,“ segir Hjalti. Oxýkódón algengast, morfín þar á eftir Algengasta sterka verkjalyfið sem finnst í fólki sem hefur látist úr eitrun síðustu fimm ár er ópíóðinn oxýkódon – og þeim tilfellum hefur fjölgað. Þau voru þrjú árið 2017 en voru fimmtán, fimmfalt fleiri, á síðasta ári. Næst algengasta efnið var morfín sem fannst í tvöfalt fleiri í fyrra en fyrir fimm árum. Allur gangur virðist á því hvernig fólk útvegi sér lyfin, segir Hjalti. „Einhverjir hafa fengið ávísuð lyf og orðið háð þeim en aðrir kaupa lyfin á svörtum markaði. Og svo er talsvert um að þessi lyf séu flutt inn.“ Er þetta tilefni til að setja pressu á lækna að draga úr ávísunum? „Ég held við náum aldrei árangri í að berjast við þennan faraldur nema við gerum það öll saman. Og læknastéttin hefur endurskoðað hvernig við ávísum lyfjunum. Og ég held við ættum líka að reyna önnur lyf en verkjalyf og róandi lyf til að slá á vanlíðan. En við þurfum líka að halda áfram að efla meðferðarúrræði og stuðning við fólk með fíknivanda,“ segir Hjalti.
Fíkn Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira