„Við vildum gera skó sem vekja athygli“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. september 2022 13:02 Ný lína frá JoDis er strax byrjuð að vekja athygli erlendis. Samsett Á fimmtudaginn mun danska skómerkið JoDis kynna nýja skólínu sem hönnuð er í samstarfi með Dóru Júlíu Agnarsdóttur. Dóra Júlía er plötusnúður, þáttastjórnandi, útvarpskona og blaðamaður hér á Vísi. Jodis er danskt merki en eigendurnir eru íslenskir. Hjónin Bragi Jónsson og Erla Hendriksdóttir stofnuðu og eiga merkið en þau hafa verið búsett í Danmörku í tvo áratugi. Erla og Bragi fóru fyrst til Danmerkur til að spila íþróttir en ílengdust svo í landinu. Bragi og Erla setja sjálfbærni í forgang og er Jodís svokallað „slow fashion“ vörumerki. Dóra Júlía er þriðja íslenska konan sem JoDis fær með sér í hönnunarferlið en merkið hefur unnið með fleiri erlendum aðilum eins og til dæmis Lisbeth Östergaard og Möschu Vang. Tískubloggarinn Andrea Röfn og söngkonan GDRN hafa áður gefið út línur með merkinu eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. „Okkur finnst virkilega gaman að vinna með mismunandi fólki með mismunandi stíla og áherslur hvað varðar tísku. Það skiptir okkur líka miklu máli að stíll og einkenni hvers og eins gestahönnuðar skíni í gegn og það gerir það svo sannarlega með nýju línunni hennar Dóru Júlíu sem er bæði litrík og skemmtileg og er um leið lýsandi fyrir samstarf okkur með Dóru Júlíu,“ segir Bragi eigandi JoDis. „Það var ótrúlega gaman að fá að hanna þessa skó með JoDis og fá að fara nýjar og óhefðbundnar leiðir með litaval og snið. Við vildum gera skó sem vekja athygli og taka pláss hvert sem þeir fara og það tókst sannarlega. Þessi skólína endurspeglar stílinn minn og það magnaða listform sem bæði tíska og stíll er,“ segir Dóra Júlía um samstarfið. Sóllilja Tinds Í tilefni nýju skólínunnar JoDis by Dóra Júlía verður haldið frumsýningarpartý í Kaupfélaginu Smáralind fimmtudaginn 8. september frá 17 til 19. Þar verður boðið upp á léttar veitingar, tónlist og mikla gleði. „Öll eru velkomin og við erum svo sannarlega spennt fyrir að kynna þessa nýju samtarfslínu sem ber nafnið NOT-SO-LOW-KEY,“ segja þau að lokum. Norski áhrifavaldurinn Andrea Steen sást í skærgrænu stígvélum úr línunni á tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum. View this post on Instagram A post shared by JoDis Shoes (@jodis_shoes) Tíska og hönnun Danmörk Tengdar fréttir Gefur út skólínu á lokametrum meðgöngunnar Fyrirsætan og tískubloggarinn Andrea Röfn Jónasdóttir er að gefa út nýja samstarslínu með danska skómerkinu JoDis en samstarf þeirra hefur vakið mikla lukku fram að þessu. Vísir náði tali af Andreu þar sem hún var stödd á fæðingardeildinni í Boston í gangsetningu. 17. ágúst 2022 11:48 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Jodis er danskt merki en eigendurnir eru íslenskir. Hjónin Bragi Jónsson og Erla Hendriksdóttir stofnuðu og eiga merkið en þau hafa verið búsett í Danmörku í tvo áratugi. Erla og Bragi fóru fyrst til Danmerkur til að spila íþróttir en ílengdust svo í landinu. Bragi og Erla setja sjálfbærni í forgang og er Jodís svokallað „slow fashion“ vörumerki. Dóra Júlía er þriðja íslenska konan sem JoDis fær með sér í hönnunarferlið en merkið hefur unnið með fleiri erlendum aðilum eins og til dæmis Lisbeth Östergaard og Möschu Vang. Tískubloggarinn Andrea Röfn og söngkonan GDRN hafa áður gefið út línur með merkinu eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. „Okkur finnst virkilega gaman að vinna með mismunandi fólki með mismunandi stíla og áherslur hvað varðar tísku. Það skiptir okkur líka miklu máli að stíll og einkenni hvers og eins gestahönnuðar skíni í gegn og það gerir það svo sannarlega með nýju línunni hennar Dóru Júlíu sem er bæði litrík og skemmtileg og er um leið lýsandi fyrir samstarf okkur með Dóru Júlíu,“ segir Bragi eigandi JoDis. „Það var ótrúlega gaman að fá að hanna þessa skó með JoDis og fá að fara nýjar og óhefðbundnar leiðir með litaval og snið. Við vildum gera skó sem vekja athygli og taka pláss hvert sem þeir fara og það tókst sannarlega. Þessi skólína endurspeglar stílinn minn og það magnaða listform sem bæði tíska og stíll er,“ segir Dóra Júlía um samstarfið. Sóllilja Tinds Í tilefni nýju skólínunnar JoDis by Dóra Júlía verður haldið frumsýningarpartý í Kaupfélaginu Smáralind fimmtudaginn 8. september frá 17 til 19. Þar verður boðið upp á léttar veitingar, tónlist og mikla gleði. „Öll eru velkomin og við erum svo sannarlega spennt fyrir að kynna þessa nýju samtarfslínu sem ber nafnið NOT-SO-LOW-KEY,“ segja þau að lokum. Norski áhrifavaldurinn Andrea Steen sást í skærgrænu stígvélum úr línunni á tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum. View this post on Instagram A post shared by JoDis Shoes (@jodis_shoes)
Tíska og hönnun Danmörk Tengdar fréttir Gefur út skólínu á lokametrum meðgöngunnar Fyrirsætan og tískubloggarinn Andrea Röfn Jónasdóttir er að gefa út nýja samstarslínu með danska skómerkinu JoDis en samstarf þeirra hefur vakið mikla lukku fram að þessu. Vísir náði tali af Andreu þar sem hún var stödd á fæðingardeildinni í Boston í gangsetningu. 17. ágúst 2022 11:48 Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Gefur út skólínu á lokametrum meðgöngunnar Fyrirsætan og tískubloggarinn Andrea Röfn Jónasdóttir er að gefa út nýja samstarslínu með danska skómerkinu JoDis en samstarf þeirra hefur vakið mikla lukku fram að þessu. Vísir náði tali af Andreu þar sem hún var stödd á fæðingardeildinni í Boston í gangsetningu. 17. ágúst 2022 11:48
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið