Engin tilboð bárust í Vífilsstaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 13:42 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Engin tilboð bárust í starfsemi öldunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum í Garðabæ, og því verður ekkert af útboði á henni á þessu ári. Heilbrigðisráðherra segir að áhugi fyrir rekstrinum verði áfram kannaður. Um sé að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í. „Við auglýstum þetta og kölluðum eftir rekstraraðilum. Það voru einhverjir sem sýndu áhuga en gerðu ekki tilboð. Þetta er bara svona í biðstöðu. Það sem er mikilvægast í þessu er að þetta gerist í samvinnu við Landspítalann, sem er með reksturinn, og með nægjanlega góðum fyrirvara gagnvart starfsfólkinu. Þannig að það verður ekkert úr þessu á þessu ári,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Áhugi á starfseminni verði þó áfram kannaður, því viðlíka starfsemi og nú er á Vífilsstöðum verði það ekki til frambúðar. „Við erum kannski að tala um einhver fjögur ár í þessu húsnæði, en á sama tíma verðum við að byggja upp þjónustu,“ sagði Willum, og bætti því við að hann vissi ekki nákvæmlega hvað kæmi í staðinn á Vífilsstöðum. Barátta um takmarkaðan mannauð Þrátt fyrir að engin tilboð hafi borist í starfsemi Vífilsstaða sé engu að síður áhugi fyrir því að sinna öldruðu fólki. „Við eigum auðvitað fjölmarga aðila sem gera það, og gera það mjög vel. Við erum öll að keppast um raunverulega takmarkaðan mannauð, og þurfum einhvern veginn að finna fleti á því að vinna þetta betur saman.“ Það sé þrautinni þyngra að manna starfsemi sem tekin er yfir með þeim hætti sem fyrirhugað var að Vífilsstaðir yrðu. „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Starfsfólki létt Á Vífilsstöðum er tekið á móti sjúklingum sem hafa lokið meðferð á Landspítala og bíða þess að fá flutning á hjúkrunarheimili. Í samtali við fréttastofu sagði Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, að starfsfólki sé létt að ekkert verði af útboðinu um sinn og að óvissu um það hafi verið eytt. Starfsfólk búi margt í grennd við Vífilsstaði og hafi síður viljað vera fært til í starfi langt frá heimili sínu. Í skoðanagrein sem Kristófer ritaði á Vísi á dögunum fór hann hörðum orðum um fyrirhugað útboð, en hana má nálgast hér að neðan. Landspítalinn Eldri borgarar Garðabær Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
„Við auglýstum þetta og kölluðum eftir rekstraraðilum. Það voru einhverjir sem sýndu áhuga en gerðu ekki tilboð. Þetta er bara svona í biðstöðu. Það sem er mikilvægast í þessu er að þetta gerist í samvinnu við Landspítalann, sem er með reksturinn, og með nægjanlega góðum fyrirvara gagnvart starfsfólkinu. Þannig að það verður ekkert úr þessu á þessu ári,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Áhugi á starfseminni verði þó áfram kannaður, því viðlíka starfsemi og nú er á Vífilsstöðum verði það ekki til frambúðar. „Við erum kannski að tala um einhver fjögur ár í þessu húsnæði, en á sama tíma verðum við að byggja upp þjónustu,“ sagði Willum, og bætti því við að hann vissi ekki nákvæmlega hvað kæmi í staðinn á Vífilsstöðum. Barátta um takmarkaðan mannauð Þrátt fyrir að engin tilboð hafi borist í starfsemi Vífilsstaða sé engu að síður áhugi fyrir því að sinna öldruðu fólki. „Við eigum auðvitað fjölmarga aðila sem gera það, og gera það mjög vel. Við erum öll að keppast um raunverulega takmarkaðan mannauð, og þurfum einhvern veginn að finna fleti á því að vinna þetta betur saman.“ Það sé þrautinni þyngra að manna starfsemi sem tekin er yfir með þeim hætti sem fyrirhugað var að Vífilsstaðir yrðu. „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Starfsfólki létt Á Vífilsstöðum er tekið á móti sjúklingum sem hafa lokið meðferð á Landspítala og bíða þess að fá flutning á hjúkrunarheimili. Í samtali við fréttastofu sagði Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, að starfsfólki sé létt að ekkert verði af útboðinu um sinn og að óvissu um það hafi verið eytt. Starfsfólk búi margt í grennd við Vífilsstaði og hafi síður viljað vera fært til í starfi langt frá heimili sínu. Í skoðanagrein sem Kristófer ritaði á Vísi á dögunum fór hann hörðum orðum um fyrirhugað útboð, en hana má nálgast hér að neðan.
Landspítalinn Eldri borgarar Garðabær Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira