Strætó gert að greiða starfsmanni milljónir eftir deilur um starfslok Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2022 14:00 Konan hafði starfað hjá þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Strætó til að greiða fyrrverandi starfsmanni samtals 2,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna deilna sem tengjast starfslokum konunnar hjá byggðasamlaginu í árslok 2020. Konan hafði starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Hún var svo boðuð á fund með yfirmanni í lok nóvember 2020 til að ræða samskiptamál án þess að hafa fengið frekari upplýsingar um málið. Óviðeigandi samskipti Á fundinum voru rædd samskipti konunnar við samstarfsmann í tölvupósti og á samskiptaforritinu Teams, en að mati Strætó hefðu þau verið „óviðeigandi og væru litin alvarlegum augum“, en skilaboðin voru talin „jaðra við kynferðislega áreitni“. Fundinum lauk með að konan skrifaði undir starfslokasamning, en hinn kosturinn sem kynntur var fyrir henni var að taka málið til formlegrar skoðunar og hefja málsmeðferð sem gæti leitt til áminningar. Konan ákvað að skrifa undir samninginn og fékk greidd laun í þrjá mánuði þar sem vinnuframlags var ekki krafist. Var í raun sagt upp störfum Lögmaður konunnar fór svo fram á fund með stefnanda í þeim tilgangi að sætta ágreining þar sem hún taldi að henni hafi í raun verið sagt upp störfum, uppsögnin verið ólögmæt og að henni hafi verið mismunað. Þá taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með uppsögninni og hefði framkvæmd uppsagnarinnar verið meiðandi. Strætó hafnaði beiðninni um fund og kærði konan þá starfslokin til kærunefndar jafnréttismála og til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Kærunefndin mat það sem svo að Strætó hefði við starfslok konunnar brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og sömuleiðis lögum um jafna stöðu á vinnumarkaði. Konan leitaði svo til dómstóla þar sem hún fór fram á að Strætó yrði gert að greiða henni tæplega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Lagði hún meðal annars fram tvö vottorð heimilislæknis sem sýndu að starfslokin hafi mikið tekið á hana og að hún þjáist af streitu og þunglyndi. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekkert komi þó fram að konan sé óvinnufær af þessum sökum. Alls 2,5 milljónir Dómari í málinu taldi hins vegar að tekjutap konunnar vegna uppsagnarinnar hafi ekki numið þeirri upphæð sem krafist var, og að teknu tilliti til þess að konan fékk greidd mánaðarlaun í þrjá mánuði eftir starfslokin, þóttu skaðabætur hæfilegar 1,5 milljón króna. Þá var upphæð miskabóta talin hæfileg ein milljón króna, þar sem meðal annars var vísað í að starfslokin hafi verið fyrirvaralaus og til þess fallin að skapa umtal á vinnustaðnum. Kröfu Strætó um frávísun málsins var hafnað og þá var byggðasamlaginu gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi 1,2 milljónir í málskostnað. Strætó Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira
Konan hafði starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Hún var svo boðuð á fund með yfirmanni í lok nóvember 2020 til að ræða samskiptamál án þess að hafa fengið frekari upplýsingar um málið. Óviðeigandi samskipti Á fundinum voru rædd samskipti konunnar við samstarfsmann í tölvupósti og á samskiptaforritinu Teams, en að mati Strætó hefðu þau verið „óviðeigandi og væru litin alvarlegum augum“, en skilaboðin voru talin „jaðra við kynferðislega áreitni“. Fundinum lauk með að konan skrifaði undir starfslokasamning, en hinn kosturinn sem kynntur var fyrir henni var að taka málið til formlegrar skoðunar og hefja málsmeðferð sem gæti leitt til áminningar. Konan ákvað að skrifa undir samninginn og fékk greidd laun í þrjá mánuði þar sem vinnuframlags var ekki krafist. Var í raun sagt upp störfum Lögmaður konunnar fór svo fram á fund með stefnanda í þeim tilgangi að sætta ágreining þar sem hún taldi að henni hafi í raun verið sagt upp störfum, uppsögnin verið ólögmæt og að henni hafi verið mismunað. Þá taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með uppsögninni og hefði framkvæmd uppsagnarinnar verið meiðandi. Strætó hafnaði beiðninni um fund og kærði konan þá starfslokin til kærunefndar jafnréttismála og til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Kærunefndin mat það sem svo að Strætó hefði við starfslok konunnar brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og sömuleiðis lögum um jafna stöðu á vinnumarkaði. Konan leitaði svo til dómstóla þar sem hún fór fram á að Strætó yrði gert að greiða henni tæplega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Lagði hún meðal annars fram tvö vottorð heimilislæknis sem sýndu að starfslokin hafi mikið tekið á hana og að hún þjáist af streitu og þunglyndi. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekkert komi þó fram að konan sé óvinnufær af þessum sökum. Alls 2,5 milljónir Dómari í málinu taldi hins vegar að tekjutap konunnar vegna uppsagnarinnar hafi ekki numið þeirri upphæð sem krafist var, og að teknu tilliti til þess að konan fékk greidd mánaðarlaun í þrjá mánuði eftir starfslokin, þóttu skaðabætur hæfilegar 1,5 milljón króna. Þá var upphæð miskabóta talin hæfileg ein milljón króna, þar sem meðal annars var vísað í að starfslokin hafi verið fyrirvaralaus og til þess fallin að skapa umtal á vinnustaðnum. Kröfu Strætó um frávísun málsins var hafnað og þá var byggðasamlaginu gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi 1,2 milljónir í málskostnað.
Strætó Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Sjá meira