Ronaldo komst á blað er Man Utd vann í Moldóvu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 18:45 Cristiano Ronaldo skoraði fyrsta mark sitt á tímabilinu í kvöld. Ash Donelon/Getty Images Erik ten Hag stillti upp sínu allra sterkasta byrjunarliði enda spilaði Man United ekki um síðustu helgi sem og liðið á frí um komandi helgi vegna andláts Elísabetu II Breta drottningar. Eftir að hafa tapað 0-1 gegn Real Sociedad í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar kom ekkert annað en sigur til greina hjá gestunum. Jadon Sancho kom gestunum yfir á 17. mínútu með frábærri afgreiðslu og hann var nálægt því að tvöfalda forystuna tæpum tuttugu mínútum síðar en skot hans var hreinsað af línu. Örskömmu síðar var brotið á Diogo Dalot innan vítateigs og vítaspyrna dæmt. Cristiano Ronaldo fór á punktinn og þrumaði boltanum í netið. Hans fyrsta mark á tímabilinu og Man Utd með 2-0 forystu í hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki í kvöld og lokatölur því 2-0 gestunum í vil. Í hinum leik riðilsins vann Real Sociedad 2-1 sigur á Omonia frá Kýpur. Er spænska liðið því á toppi riðilsins með sex stig að loknum tveimur umferðum, Man Utd og Sheriff eru með þrjú á meðan Omonia er án stiga. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Erik ten Hag stillti upp sínu allra sterkasta byrjunarliði enda spilaði Man United ekki um síðustu helgi sem og liðið á frí um komandi helgi vegna andláts Elísabetu II Breta drottningar. Eftir að hafa tapað 0-1 gegn Real Sociedad í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar kom ekkert annað en sigur til greina hjá gestunum. Jadon Sancho kom gestunum yfir á 17. mínútu með frábærri afgreiðslu og hann var nálægt því að tvöfalda forystuna tæpum tuttugu mínútum síðar en skot hans var hreinsað af línu. Örskömmu síðar var brotið á Diogo Dalot innan vítateigs og vítaspyrna dæmt. Cristiano Ronaldo fór á punktinn og þrumaði boltanum í netið. Hans fyrsta mark á tímabilinu og Man Utd með 2-0 forystu í hálfleik. Fleiri urðu mörkin ekki í kvöld og lokatölur því 2-0 gestunum í vil. Í hinum leik riðilsins vann Real Sociedad 2-1 sigur á Omonia frá Kýpur. Er spænska liðið því á toppi riðilsins með sex stig að loknum tveimur umferðum, Man Utd og Sheriff eru með þrjú á meðan Omonia er án stiga.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti