Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 14:02 Eiður Aron Sigurbjörnsson og félagar hafa verið duglegir að brjóta af sér í sumar. Vísir/Diego Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn. Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardag með sex leikjum. Breiðablik jók forskot sitt á toppnum á meðan sigur Leiknis Reykjavíkur lyfti þeim upp úr fallsæti. Ef mótið væri með hefðbundnu sniði þá væri Breiðablik löngu orðið Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA væru fallin niður í Lengjudeildina. Það eru hins vegar fimm umferðir eftir og að þeim loknum verður loks ljóst hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari, hvaða lið fara í Evrópu og hvaða lið falla. Á vef WyScout má finna ýmsa tölfræði, sumar áhugaverðari en aðra. Víkingur, markahæsta lið deildarinnar með 58 mörk - þremur meira en topplið Breiðabliks, var aðeins með 42 í xG eða vænt mörk. Það þýðir að færin sem Víkingar hafa skapað sér ættu öllu jafna að leiða til 42 marka. Erlingur Agnarsson er markahæstur Víkinga með sjö mörk.Vísir/Hulda Margrét Að liðið hafi skorað 58 þýðir annað hvort að markverðir deildarinnar hafi nær alltaf átt slakan dag gegn Víkingum eða að leikmenn liðsins hafi reimað á sig markaskóna leik eftir leik. Þá virðist sem Skagamenn hafi fengið alltof mörg mörk á sig. Alls fékk liðið á sig 53 mörk í leikjunum 22 en xG mótherja liðsins var aðeins upp á 43.5 mörk. Árni Marinó Einarsson hefur staðið milli stanganna í sjö af 22 leikjum ÍA í sumar. Hann er fæddur árið 2002.Vísir/Diego ÍA var með yngsta meðalaldur deildarinnar eða 24.1 ár. Stjarnan, sem hefur fengið mikið hrós fyrir fjölda ungra leikmanna í leikmannahópi sínum, var með meðalaldur upp á 25.7 ár. Íslandsmeistarar Víkings hélt boltanum hvað best í hinni hefðbundnu deildarkeppni. Var liðið með boltann 59.7 prósent að meðaltali í leik. Þar á eftir er topplið Breiðabliks með 57.6 prósent og svo FH með 54.6 prósent en Hafnfirðingar eru skera sig úr þar sem Breiðablik og Víkingur eru efstu tvö lið deildarinnar á meðan FH er í fallsæti. FH-ingar elska að vera með boltann og senda á milli. Það hefur þó ekki gefið þeim mörg stig í sumar.Vísir/Hulda Margrét Liðin sem voru hvað mest með boltann eru einnig þau lið sem hafa átt flestar sendingar. Alls gáfu Víkingar 10.856 sendingar, Blikar gáfu 10.104 og FH-ingar gáfu 9823. ÍBV var hins vegar það lið sem gaf flestar langar sendingar eða 1308 talsins á meðan Breiðablik er nokkuð óvænt í öðru sæti þess lista með 1267 langar sendingar. Eyjamenn voru einnig á toppnum yfir flest brot í deildinni en alls var 311 flautað á lærisveina Hermanns Hreiðarssonar. Þar á eftir koma KR (306) og Keflavík (301). Athygli vekur þó að ÍBV er ekki meðal fimm efstu liða þegar kemr að gulum spjöldum. Keflavík toppar þann lista með 72 slík á meðan Valsmenn nældu í 65 gul spjöld í sumar og KR-ingar 60 stykki. Eyjamenn nældu sér þó í fjögur rauð spjöld, flest allra í deildinni. Theodór Elmar Bjarnason gefur eina af 600 fyrirgjöfum KR í sumar.Vísir/Hulda Margrét Þá var ekkert lið nálægt KR þegar kom að því að gefa boltann fyrir markið. Lærisveinar Rúnars Kristinssonar hafa alls gefið 600 fyrirgjafir í sumar. FH er næst með 467 fyrirgjafir og KA þar á eftir með 461 fyrirgjöf. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Hefðbundinni deildarkeppni Bestu deildar karla lauk á laugardag með sex leikjum. Breiðablik jók forskot sitt á toppnum á meðan sigur Leiknis Reykjavíkur lyfti þeim upp úr fallsæti. Ef mótið væri með hefðbundnu sniði þá væri Breiðablik löngu orðið Íslandsmeistari á meðan FH og ÍA væru fallin niður í Lengjudeildina. Það eru hins vegar fimm umferðir eftir og að þeim loknum verður loks ljóst hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari, hvaða lið fara í Evrópu og hvaða lið falla. Á vef WyScout má finna ýmsa tölfræði, sumar áhugaverðari en aðra. Víkingur, markahæsta lið deildarinnar með 58 mörk - þremur meira en topplið Breiðabliks, var aðeins með 42 í xG eða vænt mörk. Það þýðir að færin sem Víkingar hafa skapað sér ættu öllu jafna að leiða til 42 marka. Erlingur Agnarsson er markahæstur Víkinga með sjö mörk.Vísir/Hulda Margrét Að liðið hafi skorað 58 þýðir annað hvort að markverðir deildarinnar hafi nær alltaf átt slakan dag gegn Víkingum eða að leikmenn liðsins hafi reimað á sig markaskóna leik eftir leik. Þá virðist sem Skagamenn hafi fengið alltof mörg mörk á sig. Alls fékk liðið á sig 53 mörk í leikjunum 22 en xG mótherja liðsins var aðeins upp á 43.5 mörk. Árni Marinó Einarsson hefur staðið milli stanganna í sjö af 22 leikjum ÍA í sumar. Hann er fæddur árið 2002.Vísir/Diego ÍA var með yngsta meðalaldur deildarinnar eða 24.1 ár. Stjarnan, sem hefur fengið mikið hrós fyrir fjölda ungra leikmanna í leikmannahópi sínum, var með meðalaldur upp á 25.7 ár. Íslandsmeistarar Víkings hélt boltanum hvað best í hinni hefðbundnu deildarkeppni. Var liðið með boltann 59.7 prósent að meðaltali í leik. Þar á eftir er topplið Breiðabliks með 57.6 prósent og svo FH með 54.6 prósent en Hafnfirðingar eru skera sig úr þar sem Breiðablik og Víkingur eru efstu tvö lið deildarinnar á meðan FH er í fallsæti. FH-ingar elska að vera með boltann og senda á milli. Það hefur þó ekki gefið þeim mörg stig í sumar.Vísir/Hulda Margrét Liðin sem voru hvað mest með boltann eru einnig þau lið sem hafa átt flestar sendingar. Alls gáfu Víkingar 10.856 sendingar, Blikar gáfu 10.104 og FH-ingar gáfu 9823. ÍBV var hins vegar það lið sem gaf flestar langar sendingar eða 1308 talsins á meðan Breiðablik er nokkuð óvænt í öðru sæti þess lista með 1267 langar sendingar. Eyjamenn voru einnig á toppnum yfir flest brot í deildinni en alls var 311 flautað á lærisveina Hermanns Hreiðarssonar. Þar á eftir koma KR (306) og Keflavík (301). Athygli vekur þó að ÍBV er ekki meðal fimm efstu liða þegar kemr að gulum spjöldum. Keflavík toppar þann lista með 72 slík á meðan Valsmenn nældu í 65 gul spjöld í sumar og KR-ingar 60 stykki. Eyjamenn nældu sér þó í fjögur rauð spjöld, flest allra í deildinni. Theodór Elmar Bjarnason gefur eina af 600 fyrirgjöfum KR í sumar.Vísir/Hulda Margrét Þá var ekkert lið nálægt KR þegar kom að því að gefa boltann fyrir markið. Lærisveinar Rúnars Kristinssonar hafa alls gefið 600 fyrirgjafir í sumar. FH er næst með 467 fyrirgjafir og KA þar á eftir með 461 fyrirgjöf.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira