Íslenski hesturinn á forsíðu New York Times Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2022 20:35 Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum, ásamt Stormi, sem er á forsíðu New York Times Magazine blaðsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hesturinn Stormur, sem er blesóttur, níu vetra verður heimsfrægur á morgun, því hann prýðir forsíðu New York Times Magazine blaðsins, sem kemur þá út. 150 milljónir manna eru áskrifendur af blaðinu á netinu, og blaðið verður líka gefið út í milljónum prentaðra eintaka. Davíð Jónsson og Katrín Ólína Sigurðardóttir eiga hestabúgarðinn Skeiðvelli í Rangárþingi ytra þar sem þau eru með um hundrað hross. Þau þjónusta mikið ferðamenn, sem koma í ferðir í hestaleigunni hjá þeim og eru Bandaríkjamenn þar áberandi. Nýlega voru ljósmyndarar frá New York Times á Skeiðvöllum í tvo daga til að mynda hestana og hesturinn Stormur frá Hamrahóli er á forsíðu blaðsins. „Já, hann er bara algjör stjarna, stór og fallegur,“ segir Katrín og bætir við. „Ég var ekki alveg að trúa þessu fyrst en svo þegar það var búið að ráða True Nord líka í verkefnið þá sá ég að það var fúlasta alvara á bak við þetta og við bara tókum þátt í þessu.“ Ljósmyndastúdíói var komið fyrir í hesthúsinu þar sem 17 hestar á búinu voru myndaðir í bak og fyrir og verða þær myndir notaðar í blaðinu á nokkrum blaðsíðum, sem kynning á íslenska hestinum. „Þetta eru mjög listrænar myndir, við skulum bara segja það. Það eru miklir litir, ekkert endilega allar í fókus, þetta eru svona allt öðruvísi hestamyndir en maður hefur séð áður að minnsta kosti,“ segir Katrín og hlær. Hestarnir stóðu sig einstaklega vel í myndatökunni.Aðsend “Þetta fær mikla dreifingu því það eru um 150 milljón manns, sem eru áskrifendur af þessu blaði á netinu og einhver milljón eintaka, sem eru prentuð líka. Þetta er góð kynning fyrir íslenska hestinn, mér finnst það alveg frábært,“ segir Katrín. En af hverju er íslenski hesturinn svona vinsæll í útlöndum? „Ég er búin að finna þessar vinsældir bara hérna í sumar hjá okkur, en við erum búin að fá rosalega mikið af hópum til okkar frá Bandaríkjunum á hestasýningar og þá er svolítið gaman að geta bætt þessu við kynninguna, sagt þeim frá þessu, að kíkja í þetta blað þegar það kemur út,“ segir Katrín stolt af íslenska hestinum og þeirri athygli, sem hann er að fá í New York Times og víðar. Hér er Stormur á forsíðunni en myndir af fullt af öðrum hestum frá Skeiðvöllum eru svo inn í blaðinu.Aðsend Rangárþing ytra Hestar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Davíð Jónsson og Katrín Ólína Sigurðardóttir eiga hestabúgarðinn Skeiðvelli í Rangárþingi ytra þar sem þau eru með um hundrað hross. Þau þjónusta mikið ferðamenn, sem koma í ferðir í hestaleigunni hjá þeim og eru Bandaríkjamenn þar áberandi. Nýlega voru ljósmyndarar frá New York Times á Skeiðvöllum í tvo daga til að mynda hestana og hesturinn Stormur frá Hamrahóli er á forsíðu blaðsins. „Já, hann er bara algjör stjarna, stór og fallegur,“ segir Katrín og bætir við. „Ég var ekki alveg að trúa þessu fyrst en svo þegar það var búið að ráða True Nord líka í verkefnið þá sá ég að það var fúlasta alvara á bak við þetta og við bara tókum þátt í þessu.“ Ljósmyndastúdíói var komið fyrir í hesthúsinu þar sem 17 hestar á búinu voru myndaðir í bak og fyrir og verða þær myndir notaðar í blaðinu á nokkrum blaðsíðum, sem kynning á íslenska hestinum. „Þetta eru mjög listrænar myndir, við skulum bara segja það. Það eru miklir litir, ekkert endilega allar í fókus, þetta eru svona allt öðruvísi hestamyndir en maður hefur séð áður að minnsta kosti,“ segir Katrín og hlær. Hestarnir stóðu sig einstaklega vel í myndatökunni.Aðsend “Þetta fær mikla dreifingu því það eru um 150 milljón manns, sem eru áskrifendur af þessu blaði á netinu og einhver milljón eintaka, sem eru prentuð líka. Þetta er góð kynning fyrir íslenska hestinn, mér finnst það alveg frábært,“ segir Katrín. En af hverju er íslenski hesturinn svona vinsæll í útlöndum? „Ég er búin að finna þessar vinsældir bara hérna í sumar hjá okkur, en við erum búin að fá rosalega mikið af hópum til okkar frá Bandaríkjunum á hestasýningar og þá er svolítið gaman að geta bætt þessu við kynninguna, sagt þeim frá þessu, að kíkja í þetta blað þegar það kemur út,“ segir Katrín stolt af íslenska hestinum og þeirri athygli, sem hann er að fá í New York Times og víðar. Hér er Stormur á forsíðunni en myndir af fullt af öðrum hestum frá Skeiðvöllum eru svo inn í blaðinu.Aðsend
Rangárþing ytra Hestar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira