Ef við hefðum ekki átt nál værum við öll nakin út í móa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2022 20:05 Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi og Margrét Tryggvadóttir, hugmyndasmiður sýningarinnar (t.h.) eru alsælar með sýninguna í Goðalandi í Fljótshlíð, sem opnaði um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Margt verður til í kvenna höndum“ er yfirskrift á sýningu, sem konur í Kvenfélaginu Einingu í Hvolhreppi eru með í félagsheimilinu Goðalandi í Fljótshlíð. Saumnálin spilar þar stærsta hlutverkið. Sýningin, sem er öll hin glæsilegasta sýnir handverk kvenna, sem unnin hafa verið með nál í gegnum árin en tilgangurinn er að sýna hvað saumnálin, þessi litli hlutur hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Margrét Tryggvadóttir, kvenfélagskona átti hugmyndina að sýningunni. „Þegar við fórum að byrja á þessari sýningu þá áttuðum við okkur á því hvað nálin hefur haft mikil áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar. Því hvar værum við ef við hefðum ekki átt nál, við værum öll nakin einhvers staðar út í móa,“ segir Margrét og hlær. Hvers konar verk eru aðallega á þessari sýningu? „Það er bara allt á milli himins og jarðar, allt frá skóm og upp í hatt og svo dúkar, myndir, sænguver og refilsaumur, bara nefndu það, bætir Margrét við. Mjög mikið af fallegum hlutum eru á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er mjög fjölbreytt og flott sýning og virkilega vel sett upp og mikil vinna hjá kvenfélagskonum, sem liggur hér að baki að setja svona upp. Það er ekki nóg að fá hugmynd, það þarf að framkvæma hana,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi. Gestir sem mættu á opnun sýningarinnar voru beðnir að koma í þjóðbúningum og urðu nokkrir við þeirri áskorun. „Nú er eiginlega bara mottó hjá okkur á næsta þorrablóti þá eiga allir að vera í heimasaumuðu,“ segir Margrét Tryggvadóttir ákveðinn í bragði. Hópar geta pantað að fá að koma á sýninguna hjá Margrét í gegnum netfangið hennar, sem er [email protected]Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélagið? „Það mætti ganga betur, ég held að þær fatti ekki bara af hverju þær eru að missa,“ segir formaður Einingar. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Handverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Sýningin, sem er öll hin glæsilegasta sýnir handverk kvenna, sem unnin hafa verið með nál í gegnum árin en tilgangurinn er að sýna hvað saumnálin, þessi litli hlutur hefur haft mikil áhrif á líf okkar allra. Margrét Tryggvadóttir, kvenfélagskona átti hugmyndina að sýningunni. „Þegar við fórum að byrja á þessari sýningu þá áttuðum við okkur á því hvað nálin hefur haft mikil áhrif á líf fólks í gegnum aldirnar. Því hvar værum við ef við hefðum ekki átt nál, við værum öll nakin einhvers staðar út í móa,“ segir Margrét og hlær. Hvers konar verk eru aðallega á þessari sýningu? „Það er bara allt á milli himins og jarðar, allt frá skóm og upp í hatt og svo dúkar, myndir, sænguver og refilsaumur, bara nefndu það, bætir Margrét við. Mjög mikið af fallegum hlutum eru á sýningunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er mjög fjölbreytt og flott sýning og virkilega vel sett upp og mikil vinna hjá kvenfélagskonum, sem liggur hér að baki að setja svona upp. Það er ekki nóg að fá hugmynd, það þarf að framkvæma hana,“ segir Margrét Guðjónsdóttir, formaður Kvenfélagsins Einingar í Hvolhreppi. Gestir sem mættu á opnun sýningarinnar voru beðnir að koma í þjóðbúningum og urðu nokkrir við þeirri áskorun. „Nú er eiginlega bara mottó hjá okkur á næsta þorrablóti þá eiga allir að vera í heimasaumuðu,“ segir Margrét Tryggvadóttir ákveðinn í bragði. Hópar geta pantað að fá að koma á sýninguna hjá Margrét í gegnum netfangið hennar, sem er [email protected]Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélagið? „Það mætti ganga betur, ég held að þær fatti ekki bara af hverju þær eru að missa,“ segir formaður Einingar. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn. Sýningin verður opinn um helgar til 9. október og svo geta hópar pantað að koma í heimsókn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Handverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira