„Enginn tími til að renna á rassinn núna” Árni Gísli Magnússon skrifar 26. september 2022 20:30 Kristján Guðmundsson að athuga hvort einhver af hans leikmönnum sé að renna á rassinn. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan sigraði Þór/KA örugglega, 0-4, í Boganum á Akureyri í lokaleik 17. umferðar Bestu deildar kvenna. Með sigrinum fór Stjarnan upp í 2. sæti og er því með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina hvað varðar Evrópusæti. Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok en sagði þó að Evrópusætið væri langt frá því að vera tryggt. „Þór/KA á fyrsta skotið að marki í leiknum og ég er yfirleitt ekki sáttur með það þegar andstæðingurinn á fyrsta skot að marki en svo fannst mér bara leikmennirnir okkar vera alveg frábærar og skora úr fyrstu hornspyrnunni og einhvernveginn líta aldrei til baka og mér fannst þær spila gríðarlega vel, sérstaklega náttúrulega fyrri hálfleikinn.” Leikurinn fór fram í Boganum sökum óveðursins í gær en Þórsvöllur var illa á sig kominn eftir það. Stjörnunni virtist líða miklu betur en heimakonum á gervigrasinu strax frá byrjun. „Ég held að það hafi verið fyrst og fremst hvernig við spiluðum með boltann, þ.e.a.s. sóknarleikurinn okkar, hann var hraður og fínn og ég held að það hafi verið lykilinn að þessu að þegar við unnum boltann og vorum með hann þá var mikil hreyfing á liðinu og auðvelt að finna leikmenn til að senda á og sóknirnar okkar góðar. Ég held að það hafi verið svona lykillinn að þessu og þegar lið eru svona sterk með boltann þá fylgir varnarleikurinn eftir.” Stjarnan er í Evrópusæti sem stendur en lokaumferðin er eftir þar sem allt getur gerst. „Það er enginn tími til að renna á rassinn núna, það er alveg á hreinu, og miðað við hvernig leikmenn komu að þessum leik í dag þá hef ég fulla trú á því að þær komi inn í leikinn á laugardaginn með sama hugarfar og spili góðan leik svipað og í dag. En það er nýr mótherji sem er alveg jafn sterkur og Þór/KA og við þurfum bara að vera tilbúnar.” Audrey Rose Baldwin stóð á milli stanganna hjá Stjörnunni í dag en hún spilaði með HK í Lengjudeildinni í sumar. Hún fékk tímabundin félagaskipti yfir til Stjörnunnar fyrr í dag. En hvernig stendur á því að hún var í markinu? „Þetta kom til vegna þess að Chanté [Sandiford] fékk höfuðhögg sem hefur spilað leikina fyrir okkur og akkúrat er staðan þannig núna hjá okkur að við erum ekki með annan markmann af ýmsum ástæðum og óskuðum eftir neyðarláni, eða ég veit ekki hvað það er kallað, og við fengum það sem betur fer.” „Ég á alveg von á því að Audrey spili á laugardaginn. Ég held að Chanté megi ekkert spila næstu dagana. Það verður að fara varlega með þessu meiðsli þannig það er mjög líklegt,” sagði Kristján að lokum aðspurður hvort Audrey muni standa á milli stanganna í lokaleiknum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur í leikslok en sagði þó að Evrópusætið væri langt frá því að vera tryggt. „Þór/KA á fyrsta skotið að marki í leiknum og ég er yfirleitt ekki sáttur með það þegar andstæðingurinn á fyrsta skot að marki en svo fannst mér bara leikmennirnir okkar vera alveg frábærar og skora úr fyrstu hornspyrnunni og einhvernveginn líta aldrei til baka og mér fannst þær spila gríðarlega vel, sérstaklega náttúrulega fyrri hálfleikinn.” Leikurinn fór fram í Boganum sökum óveðursins í gær en Þórsvöllur var illa á sig kominn eftir það. Stjörnunni virtist líða miklu betur en heimakonum á gervigrasinu strax frá byrjun. „Ég held að það hafi verið fyrst og fremst hvernig við spiluðum með boltann, þ.e.a.s. sóknarleikurinn okkar, hann var hraður og fínn og ég held að það hafi verið lykilinn að þessu að þegar við unnum boltann og vorum með hann þá var mikil hreyfing á liðinu og auðvelt að finna leikmenn til að senda á og sóknirnar okkar góðar. Ég held að það hafi verið svona lykillinn að þessu og þegar lið eru svona sterk með boltann þá fylgir varnarleikurinn eftir.” Stjarnan er í Evrópusæti sem stendur en lokaumferðin er eftir þar sem allt getur gerst. „Það er enginn tími til að renna á rassinn núna, það er alveg á hreinu, og miðað við hvernig leikmenn komu að þessum leik í dag þá hef ég fulla trú á því að þær komi inn í leikinn á laugardaginn með sama hugarfar og spili góðan leik svipað og í dag. En það er nýr mótherji sem er alveg jafn sterkur og Þór/KA og við þurfum bara að vera tilbúnar.” Audrey Rose Baldwin stóð á milli stanganna hjá Stjörnunni í dag en hún spilaði með HK í Lengjudeildinni í sumar. Hún fékk tímabundin félagaskipti yfir til Stjörnunnar fyrr í dag. En hvernig stendur á því að hún var í markinu? „Þetta kom til vegna þess að Chanté [Sandiford] fékk höfuðhögg sem hefur spilað leikina fyrir okkur og akkúrat er staðan þannig núna hjá okkur að við erum ekki með annan markmann af ýmsum ástæðum og óskuðum eftir neyðarláni, eða ég veit ekki hvað það er kallað, og við fengum það sem betur fer.” „Ég á alveg von á því að Audrey spili á laugardaginn. Ég held að Chanté megi ekkert spila næstu dagana. Það verður að fara varlega með þessu meiðsli þannig það er mjög líklegt,” sagði Kristján að lokum aðspurður hvort Audrey muni standa á milli stanganna í lokaleiknum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20 Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Leik lokið: Þór/KA - Stjarnan 0-4 | Garðbæingar upp í 2. sætið eftir stórsigur Einn leikur fór fram í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan sótti Þór/KA heim á Akureyri og unnu gestirnir úr Garðabæ sannfærandi 4-0 stórsigur. Sigurinn lyftir þeim upp í 2. sæti deildarinnar. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 26. september 2022 19:20