Háskólinn á Akureyri og heiðursdoktorsnafnbót dr. Ólafs Ragnars Grímssonar — Sterkt samstarf um málefni Norðurslóða Eyjólfur Guðmundsson skrifar 30. september 2022 09:00 Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fræðimaður og fyrrverandi forseti, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í dag. Þótt Ólafur Ragnar sé í dag best þekktur fyrir störf sín sem forseti Íslands og fyrir brautryðjendastarf í tengslum við málefni Norðurslóða ásamt uppbyggingu Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) þá var hann einnig brautryðjandi á sviði félagsvísinda á Íslandi og einn fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsgráðu á því sviði. Háskólinn á Akureyri naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar þegar háskólinn markaði sér sess með áherslu á Norðurslóðir, bæði meðan Ólafur Ragnar var forseti og æ síðan. Þar má meðal annars nefna hvatningu og stuðning við stofnaðild háskólans að Háskóla Norðurslóða (e. University of the Arctic) sem er samstarfsnet yfir 200 háskóla er láta sig málefni Norðurslóða varða. Fræðileg nálgun Ólafs Ragnars á stjórnskipun og stjórnmál í víðum skilningi eru meðal helstu viðfangsefna fræðafólks á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, en eins og áður greinir eru það svið þar sem Ólafur Ragnar hefur látið ríkulega að sér kveða. Það er því mjög við hæfi og mikill heiður fyrir háskólann að veita Ólafi Ragnari heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum. Hringjamiðja Norðurslóða Háskólinn á Akureyri fagnaði 35 árá afmæli sínu þann 5. september síðastliðinn. Vöxtur háskólans í rannsóknum og nemendafjölda hefur farið fram úr allra björtustu vonum þess tíma þegar háskólinn var stofnaður árið 1987. Haraldur Bessason, fyrsti rektor háskólans, var þó með bjartsýnni mönnum í sinni spá um velgengni háskólans í álitsgerð sinni um háskóla á Akureyri — en þar sagði hann m.a.: „Skólinn rís ekki af grunni í öllu veldi sínu á örskotsstund. Brýna nauðsyn ber þó til að velja honum stað af stórhug og framsýni.” Og jafnframt: „Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum...”. Má segja að hvorutveggja hafi raungerst á þessum 35 árum. Þá er hvatning hans til okkar um enn frekari uppbyggingu jafn nauðsynleg í dag og hún var árið 1986 þegar við horfum til uppbyggingar á Sólborgarsvæðinu þar sem unnt verður að tengja enn frekar saman rannsóknir og aðra starfsemi tengdum Norðurslóðum í heildstætt samfélag vísinda með áherslu á samfélagslega þætti hvað varðar búsetu okkar sem á Norðurslóðum búum. Á þessum árum hefur háskólinn markað sér skýran sess sem Háskóli norðursins, með sérhæfðu námsframboði í heimskautarétti og með rannsóknum á samfélögum norðursins, bæði stjórnsýslulega sem og hvað varðar heilbrigði íbúa og atvinnuhætti. Fyrir Ísland í heild sinni hefur Háskólinn á Akureyri skipt verulega miklu máli í að auka aðgengi að háskólanámi í gegnum fjarnám — eða stafræna miðlun náms. Aukin þekking og bætt aðgengi að vísindalegri þekkingu í samvinnu við íbúa norðursins er besta leiðin til að auka og jafna lífsskilyrði á milli borga og ytri svæða norðursins. Og á Íslandi er hægt að skilgreina norðrið sem allar byggðir er standa utan beins áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á suðvesturhorninu. Þannig eru aðstæður og atvinnuhættir frá Snæfellsnesi norður um land, austur fyrir og að Vík mun líkari aðstæðum á Norðurslóðum almennt og nauðsynlegt að takast á við þær áskoranir i í samvinnu við íbúa en ekki fyrir íbúa, eins og suðrinu hættir til. Þetta er kjarninn í orðræðu Hringborðs Norðurslóðanna þar sem allir aðilar hafa aðgengi að umræðu um málefni Norðurslóða, og ekki síst þeir sem þar búa. Íslendingar hafa talað um byggðamál án þess að ná góðri lendingu í byggðastefnu. Norðurslóðamál eru byggðamál — byggðamál eru á fræðasviði félagsvísinda og á endanum snýst þetta allt um á hvaða hátt samfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í sínum málum. Tenging Háskólans á Akureyri við ævistarf Ólafs Ragnars Grímssonar er því sterk og háskólanum því mikill heiður að Ólafur Ragnar hafi þegið tilnefninguna. Málþing í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar Í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri. Málþingið fer fram kl. 10–15 sama dag og þar munu forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf Ragnar um mikilvæga málaflokka þar sem Ólafur Ragnar hefur látið mikið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafi Ragnari verður veitt heiðursdoktorsnafnbót. Á málstofunni má gera ráð fyrir líflegri umræðu um hlutverk háskóla og þar á meðal aukið hlutverk Háskólans á Akureyri til að efla Akureyri enn frekar sem miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi. Einnig verður rætt um hvernig megi efla innlent samráð og samstarf um málefni Norðurslóða þannig að hlutverk hvers sé skýrt í heildarstefnumörkun landsins gagnvart málefnum Norðurslóða og aðgerðum í loftslagsmálum – sem eru grunnstef í helstu verkefnum íbúa Norðurslóða á næstu áratugum. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Akureyri Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fræðimaður og fyrrverandi forseti, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í dag. Þótt Ólafur Ragnar sé í dag best þekktur fyrir störf sín sem forseti Íslands og fyrir brautryðjendastarf í tengslum við málefni Norðurslóða ásamt uppbyggingu Hringborðs Norðurslóða (Arctic Circle) þá var hann einnig brautryðjandi á sviði félagsvísinda á Íslandi og einn fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsgráðu á því sviði. Háskólinn á Akureyri naut stuðnings Ólafs Ragnars Grímssonar þegar háskólinn markaði sér sess með áherslu á Norðurslóðir, bæði meðan Ólafur Ragnar var forseti og æ síðan. Þar má meðal annars nefna hvatningu og stuðning við stofnaðild háskólans að Háskóla Norðurslóða (e. University of the Arctic) sem er samstarfsnet yfir 200 háskóla er láta sig málefni Norðurslóða varða. Fræðileg nálgun Ólafs Ragnars á stjórnskipun og stjórnmál í víðum skilningi eru meðal helstu viðfangsefna fræðafólks á Hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri, en eins og áður greinir eru það svið þar sem Ólafur Ragnar hefur látið ríkulega að sér kveða. Það er því mjög við hæfi og mikill heiður fyrir háskólann að veita Ólafi Ragnari heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum. Hringjamiðja Norðurslóða Háskólinn á Akureyri fagnaði 35 árá afmæli sínu þann 5. september síðastliðinn. Vöxtur háskólans í rannsóknum og nemendafjölda hefur farið fram úr allra björtustu vonum þess tíma þegar háskólinn var stofnaður árið 1987. Haraldur Bessason, fyrsti rektor háskólans, var þó með bjartsýnni mönnum í sinni spá um velgengni háskólans í álitsgerð sinni um háskóla á Akureyri — en þar sagði hann m.a.: „Skólinn rís ekki af grunni í öllu veldi sínu á örskotsstund. Brýna nauðsyn ber þó til að velja honum stað af stórhug og framsýni.” Og jafnframt: „Þó má ætla að ekki þurfi lengi að bíða þess að stúdentar geti stefnt að meistara- og doktorsgráðum...”. Má segja að hvorutveggja hafi raungerst á þessum 35 árum. Þá er hvatning hans til okkar um enn frekari uppbyggingu jafn nauðsynleg í dag og hún var árið 1986 þegar við horfum til uppbyggingar á Sólborgarsvæðinu þar sem unnt verður að tengja enn frekar saman rannsóknir og aðra starfsemi tengdum Norðurslóðum í heildstætt samfélag vísinda með áherslu á samfélagslega þætti hvað varðar búsetu okkar sem á Norðurslóðum búum. Á þessum árum hefur háskólinn markað sér skýran sess sem Háskóli norðursins, með sérhæfðu námsframboði í heimskautarétti og með rannsóknum á samfélögum norðursins, bæði stjórnsýslulega sem og hvað varðar heilbrigði íbúa og atvinnuhætti. Fyrir Ísland í heild sinni hefur Háskólinn á Akureyri skipt verulega miklu máli í að auka aðgengi að háskólanámi í gegnum fjarnám — eða stafræna miðlun náms. Aukin þekking og bætt aðgengi að vísindalegri þekkingu í samvinnu við íbúa norðursins er besta leiðin til að auka og jafna lífsskilyrði á milli borga og ytri svæða norðursins. Og á Íslandi er hægt að skilgreina norðrið sem allar byggðir er standa utan beins áhrifasvæðis höfuðborgarinnar á suðvesturhorninu. Þannig eru aðstæður og atvinnuhættir frá Snæfellsnesi norður um land, austur fyrir og að Vík mun líkari aðstæðum á Norðurslóðum almennt og nauðsynlegt að takast á við þær áskoranir i í samvinnu við íbúa en ekki fyrir íbúa, eins og suðrinu hættir til. Þetta er kjarninn í orðræðu Hringborðs Norðurslóðanna þar sem allir aðilar hafa aðgengi að umræðu um málefni Norðurslóða, og ekki síst þeir sem þar búa. Íslendingar hafa talað um byggðamál án þess að ná góðri lendingu í byggðastefnu. Norðurslóðamál eru byggðamál — byggðamál eru á fræðasviði félagsvísinda og á endanum snýst þetta allt um á hvaða hátt samfélög hafa sjálfsákvörðunarrétt í sínum málum. Tenging Háskólans á Akureyri við ævistarf Ólafs Ragnars Grímssonar er því sterk og háskólanum því mikill heiður að Ólafur Ragnar hafi þegið tilnefninguna. Málþing í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar Í tilefni af veitingu heiðursdoktorsnafnbótarinnar verður haldið málþing undir yfirskriftinni „Háskólar, lýðræði og Norðurslóðir – breytt heimsmynd” við Háskólann á Akureyri. Málþingið fer fram kl. 10–15 sama dag og þar munu forseti Íslands, dr. Guðni Th. Jóhannesson, og aðrir fræðimenn fjalla um og eiga orðastað við Ólaf Ragnar um mikilvæga málaflokka þar sem Ólafur Ragnar hefur látið mikið að sér kveða. Í framhaldi af málþinginu fer fram formleg athöfn þar sem Ólafi Ragnari verður veitt heiðursdoktorsnafnbót. Á málstofunni má gera ráð fyrir líflegri umræðu um hlutverk háskóla og þar á meðal aukið hlutverk Háskólans á Akureyri til að efla Akureyri enn frekar sem miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi. Einnig verður rætt um hvernig megi efla innlent samráð og samstarf um málefni Norðurslóða þannig að hlutverk hvers sé skýrt í heildarstefnumörkun landsins gagnvart málefnum Norðurslóða og aðgerðum í loftslagsmálum – sem eru grunnstef í helstu verkefnum íbúa Norðurslóða á næstu áratugum. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar