Max Verstappen og Viaplay í frekara samstarf Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. október 2022 07:01 F1 Grand Prix of Singapore - Previews SINGAPORE, SINGAPORE - SEPTEMBER 29: Max Verstappen of the Netherlands and Oracle Red Bull Racing walks in the Paddock during previews ahead of the F1 Grand Prix of Singapore at Marina Bay Street Circuit on September 29, 2022 in Singapore, Singapore. (Photo by Mark Thompson/Getty Images,) Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, og Viaplay hafa útvíkkað samstarf sitt. Max mun ber merki Viaplay á keppnishjálminum sínum frá og með Singapúrkappakstrinum sem fram fór í gær og á derhúfunni sinni frá upphafi næsta keppnistímabils. Verstappen er kominn með aðra höndina á heimsmeistaratitil ökumanna annað árið í röð. Hann missti af tækifæri til að tryggja sér titilinn um helgina en fær annað tækifæri í næstu keppni í Japan. Hjálmur Verstappen með merki Viaplay. Verstappen mun einnig taka ríkari þátt í gerð efnis sem aðeins verður aðgengilegt áskrifendum Viaplay. Kemur það í kjölfar Viaplay-heimildarþáttanna „Verstappen – Lion Unleashed“ og „Master of the Track“, sem komu út á þessu ári og hlutu góðar viðtökur. Meðfylgjandi er úr fréttatilkynningu frá Viaplay: Max Verstappen mun búa til nýtt efni fyrir áskrifendur Viaplay sem frumsýnd verður milli þess sem yfirstandandi keppnistímabilinu lýkur í nóvember og en áður en keppnistímabilið 2023 hefst. Enn fremur hefur hlutverk Verstappen sem sendiherra Viaplay verið útvíkkað. Eins og sagt var frá í janúar nær það til markaða þar sem Viaplay hefur sýningarréttinn á Formúlu 1, en það mun nú ná til allra svæða Viaplay, þar á meðal svæða þar sem Viaplay Select er í boði. „Ég er hæstánægður með aukið samstarf við Viaplay. Samvinnan hefur verið mjög ánægjuleg til þessa og ég hlakka til að búa til meira hágæðaefni í sameiningu, fyrir alla aðdáendur Formúlu 1. Eins og við vitum er streymið nýja leiðin í útsendingum og mér finnst Viaplay standa sig virkilega vel í að móta þessa framtíð,“ segir Max Verstappen. Akstursíþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent
Verstappen er kominn með aðra höndina á heimsmeistaratitil ökumanna annað árið í röð. Hann missti af tækifæri til að tryggja sér titilinn um helgina en fær annað tækifæri í næstu keppni í Japan. Hjálmur Verstappen með merki Viaplay. Verstappen mun einnig taka ríkari þátt í gerð efnis sem aðeins verður aðgengilegt áskrifendum Viaplay. Kemur það í kjölfar Viaplay-heimildarþáttanna „Verstappen – Lion Unleashed“ og „Master of the Track“, sem komu út á þessu ári og hlutu góðar viðtökur. Meðfylgjandi er úr fréttatilkynningu frá Viaplay: Max Verstappen mun búa til nýtt efni fyrir áskrifendur Viaplay sem frumsýnd verður milli þess sem yfirstandandi keppnistímabilinu lýkur í nóvember og en áður en keppnistímabilið 2023 hefst. Enn fremur hefur hlutverk Verstappen sem sendiherra Viaplay verið útvíkkað. Eins og sagt var frá í janúar nær það til markaða þar sem Viaplay hefur sýningarréttinn á Formúlu 1, en það mun nú ná til allra svæða Viaplay, þar á meðal svæða þar sem Viaplay Select er í boði. „Ég er hæstánægður með aukið samstarf við Viaplay. Samvinnan hefur verið mjög ánægjuleg til þessa og ég hlakka til að búa til meira hágæðaefni í sameiningu, fyrir alla aðdáendur Formúlu 1. Eins og við vitum er streymið nýja leiðin í útsendingum og mér finnst Viaplay standa sig virkilega vel í að móta þessa framtíð,“ segir Max Verstappen.
Akstursíþróttir Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent