Eignaskiptayfirlýsingar Sigurður Helgi Guðjónsson skrifar 3. október 2022 11:30 Húseigendafélaginu berast oft fyrirspurnir um gerð og efni eignaskiptayfirlýsinga í eldri húsum þar sem fyri hendi eru gamlir skiptasamamningar sem ekki eru alls kostar réttir né í fullu samræmi við gildandi reglur um eignaskiptayfirlýsingar. Er spurt hvort nauðsyn beri til og skylt að láta gera nýjar eignaskiptayfirlýsingar í slíkum tilvikum. Einnig er spurt um þörf á nýjum eða breyttum eignskiptayfirlýsingum vegna viðbygginga og breytinga á húsi eða einstökum eignarhlutum. Sömuleiðis þegar um er að ræða breytingar vegna yfirfæslu milli eigenda á húsrými, bílskúr, bílastæði eða lóðarhluta. Lagaskylda Samkvæmt lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994 ber að gera eignaskiptayfirlýsingar fyrir öll fjöleignarhús enda liggi ekki fyrir fullnægjandi og glöggur skiptasamningur. Jafnframt eru fyrirmæli í reglugerð nr. 910/2000 um eignaskiptayfirlýsingar o.fl. Fjöleignarhús eru öll hús sem hafa að geyma 2 eða fleiri eignarhluta í eigu fleiri en eins og geta verið íbúðarhús, atvinnuhúsnæði, blandað húsnæði og raðhús og annars konar sambyggð hús. Um er að ræða skriflega gerninga sem gerðir er á grundvelli laga um fjöleignarhús og geyma lýsingu á húsi og lóð, mæla fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra og ákvarða hlutdeild eigenda í sameign. Grundvallargerningur Þannig marka eignaskiptayfirlýsingar grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar. Eignaskiptayfirlýsing er fortaklaus skylda samkvæmt fjöleignarhúsalögunum og enginn eigandi getur skorast undan gerð þeirra. Séu gerðar breytingar á fjöleignarhúsi eða innbyrðis eignatilfærslur sem breyta eða raska eignaskiptayfirlýsingu og eignarhlutföllum skulu eigendur án ástæðulauss dráttar gera nýja eignaskiptayfirlýsingu og láta þinglýsa henni. Starfsleyfi. Þinglýsing Þeir einir mega taka að sér gerð eignaskiptayfirlýsinga sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi félagsmálaráðherra. Það er skilyrði fyrir þinglýsingu eignayfirfærslu í eignarhluta í fjöleignarhúsum að til sé þinglýst eignaskiptayfirlýsing í samræmi við ákvæði laga og eignayfirfærslan sé í samræmi við hana. Breytar forsendur Hafi forsendur breyst eða raskast vegna breytinga á fjöleignarhúsi eða eignarhaldi, skulu eigendur láta gera nauðsynlegar breytingar eða leiðréttingar á eignaskiptayfirlýsingu og þinglýsa þeim. Sé um verulegar breytingar að tefla skal ger nýja eignaskiptayfirlýsingu. Eldri yfirlýsingar og samningar Mat á því hvort eldri fyrirliggjandi skiptagerningar séu fullnægjandi og hvort þörf sé á nýrri eignaskiptayfirlýsingu skal byggt á hagsmunum, þörfum og forsendum eigenda og eðli og tilgangi slíkra gerninga samkvæmt fjöleignarhúsalögum og þeim eignarréttarsjónarmiðum og lagaviðhorfum sem búa að baki þeim. Sé fyrir hendi þinglýstur skiptagerningur, sem tilgreinir a.m.k. séreignir og hlutfallstölur þeirra í sameign og ekki fer augljóslega í bága við ófrávíkjanleg ákvæði fjöleignarhúsalaga og eigendur vilja hafa áfram til grundvallar í skiptum sínum, er ekki þörf á að gera nýja eignaskiptayfirlýsingu meðan ekki kemur fram formleg krafa frá einhverjum eigenda þar að lútandi. Sem sagt ekki er þörf á að gera eignaskiptayfirlýsingu þegar skipting húss liggur ljós fyrir og ekkert sérstakt kallar á hana. Á það t.d. einkum við um minni og einfaldari gerð fjöleignarhúsa, svo sem parhús og ráðhús. Ákvörðun. Lögvarinn krafa Eigendur eiga óskoraðan rétt á að taka þátt í öllum ákvörðunum er varða sameignina og sameiginleg málefni sem snerta hana. Þetta á einnig við þegar tekin er ákvörðun um að láta gera nýja eignaskiptayfirlýsingu fyrir fjöleignarhúss. Taka verður ákvörðun á löglega boðuðum fundi og nægir samþykki einfalds meirihluta eigenda. Sé einhver eigendi ekki hafður með í ráðum getur hann krafist þess að vinna við hana sé stöðvuð og neitað að taka þátt í kostnaði við gerð hennar. Hins vegar verður að leggja á það áherslu að það er brýn lagaskylda að til staðar sé fullnægjandi eignaskiptayfirlýsing. Hver eigandi á sjálfstæðan rétt í því efni og getur að fullnægðum lagskilyrðum knúið á um nýja eignskiptayfirlýsingu í stað ófullnægjandi og rangrar og það jafnvel þótt meirihlutinn dragi lappirnar og vilji una áfram við þá gömlu og götóttu. Undirritun Eignaskiptayfirlýsing skal undirrituð af öllum eigendum ef í henni felst yfirfærsla á eignarrétti, sérstakar kvaðir, afsal réttinda eða sérstakar takmarkanir á eignarráðum. Hafi eignaskiptayfirlýsingin eingöngu að geyma samantekt, skráningu og skiptingu húss í samræmi við þinglýstar heimildir og uppdrætti og útreikning á hlutfallstölum í samræmi við gildandi reglur er ekki krafist samþykkis allra eigenda. Sé um að ræða hús þar sem eignarhlutar eru fleiri en sex nægir að eignaskiptayfirlýsing sé undirrituð af stjórn húsfélagsins en sé um að ræða hús með færri eignarhlutum nægir undirskrift einfalds meirihluta, annað hvort miðað við fjölda eða hlutfallstölur. Kostnaður Það er meginregla að kostnaður við gerð eignaskiptayfirlýsingar skiptist á eigendur eftir hlutfallstölum enda liggi fyrir lögleg ákvörðun á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Frá þessari meginreglu er rétt að víkja þegar nýrrar eða breyttrar eignaskiptayfirlýsingar er eingöngu eða aðallega þörf vegna breyttra forsendna sem varða einstaka eigendur en aðra ekki. Á það t.d. við um eignatilfærslur innan hússins og þegar byggt er við hús eða á lóð þess eða því breytt. Þegar svo stendur á er talið að sá sem á alla eða mestu hagsmunina eigi að bera kostnað eða kostnaðarauka í samræmi við það. Þessi undantekningarregla byggist á eðli máls og sanngirnissjónarmiðum, sbr. 46. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Málefni fjölbýlishúsa Neytendur Sigurður Helgi Guðjónsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Húseigendafélaginu berast oft fyrirspurnir um gerð og efni eignaskiptayfirlýsinga í eldri húsum þar sem fyri hendi eru gamlir skiptasamamningar sem ekki eru alls kostar réttir né í fullu samræmi við gildandi reglur um eignaskiptayfirlýsingar. Er spurt hvort nauðsyn beri til og skylt að láta gera nýjar eignaskiptayfirlýsingar í slíkum tilvikum. Einnig er spurt um þörf á nýjum eða breyttum eignskiptayfirlýsingum vegna viðbygginga og breytinga á húsi eða einstökum eignarhlutum. Sömuleiðis þegar um er að ræða breytingar vegna yfirfæslu milli eigenda á húsrými, bílskúr, bílastæði eða lóðarhluta. Lagaskylda Samkvæmt lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994 ber að gera eignaskiptayfirlýsingar fyrir öll fjöleignarhús enda liggi ekki fyrir fullnægjandi og glöggur skiptasamningur. Jafnframt eru fyrirmæli í reglugerð nr. 910/2000 um eignaskiptayfirlýsingar o.fl. Fjöleignarhús eru öll hús sem hafa að geyma 2 eða fleiri eignarhluta í eigu fleiri en eins og geta verið íbúðarhús, atvinnuhúsnæði, blandað húsnæði og raðhús og annars konar sambyggð hús. Um er að ræða skriflega gerninga sem gerðir er á grundvelli laga um fjöleignarhús og geyma lýsingu á húsi og lóð, mæla fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra og ákvarða hlutdeild eigenda í sameign. Grundvallargerningur Þannig marka eignaskiptayfirlýsingar grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar. Eignaskiptayfirlýsing er fortaklaus skylda samkvæmt fjöleignarhúsalögunum og enginn eigandi getur skorast undan gerð þeirra. Séu gerðar breytingar á fjöleignarhúsi eða innbyrðis eignatilfærslur sem breyta eða raska eignaskiptayfirlýsingu og eignarhlutföllum skulu eigendur án ástæðulauss dráttar gera nýja eignaskiptayfirlýsingu og láta þinglýsa henni. Starfsleyfi. Þinglýsing Þeir einir mega taka að sér gerð eignaskiptayfirlýsinga sem fengið hafa til þess sérstakt leyfi félagsmálaráðherra. Það er skilyrði fyrir þinglýsingu eignayfirfærslu í eignarhluta í fjöleignarhúsum að til sé þinglýst eignaskiptayfirlýsing í samræmi við ákvæði laga og eignayfirfærslan sé í samræmi við hana. Breytar forsendur Hafi forsendur breyst eða raskast vegna breytinga á fjöleignarhúsi eða eignarhaldi, skulu eigendur láta gera nauðsynlegar breytingar eða leiðréttingar á eignaskiptayfirlýsingu og þinglýsa þeim. Sé um verulegar breytingar að tefla skal ger nýja eignaskiptayfirlýsingu. Eldri yfirlýsingar og samningar Mat á því hvort eldri fyrirliggjandi skiptagerningar séu fullnægjandi og hvort þörf sé á nýrri eignaskiptayfirlýsingu skal byggt á hagsmunum, þörfum og forsendum eigenda og eðli og tilgangi slíkra gerninga samkvæmt fjöleignarhúsalögum og þeim eignarréttarsjónarmiðum og lagaviðhorfum sem búa að baki þeim. Sé fyrir hendi þinglýstur skiptagerningur, sem tilgreinir a.m.k. séreignir og hlutfallstölur þeirra í sameign og ekki fer augljóslega í bága við ófrávíkjanleg ákvæði fjöleignarhúsalaga og eigendur vilja hafa áfram til grundvallar í skiptum sínum, er ekki þörf á að gera nýja eignaskiptayfirlýsingu meðan ekki kemur fram formleg krafa frá einhverjum eigenda þar að lútandi. Sem sagt ekki er þörf á að gera eignaskiptayfirlýsingu þegar skipting húss liggur ljós fyrir og ekkert sérstakt kallar á hana. Á það t.d. einkum við um minni og einfaldari gerð fjöleignarhúsa, svo sem parhús og ráðhús. Ákvörðun. Lögvarinn krafa Eigendur eiga óskoraðan rétt á að taka þátt í öllum ákvörðunum er varða sameignina og sameiginleg málefni sem snerta hana. Þetta á einnig við þegar tekin er ákvörðun um að láta gera nýja eignaskiptayfirlýsingu fyrir fjöleignarhúss. Taka verður ákvörðun á löglega boðuðum fundi og nægir samþykki einfalds meirihluta eigenda. Sé einhver eigendi ekki hafður með í ráðum getur hann krafist þess að vinna við hana sé stöðvuð og neitað að taka þátt í kostnaði við gerð hennar. Hins vegar verður að leggja á það áherslu að það er brýn lagaskylda að til staðar sé fullnægjandi eignaskiptayfirlýsing. Hver eigandi á sjálfstæðan rétt í því efni og getur að fullnægðum lagskilyrðum knúið á um nýja eignskiptayfirlýsingu í stað ófullnægjandi og rangrar og það jafnvel þótt meirihlutinn dragi lappirnar og vilji una áfram við þá gömlu og götóttu. Undirritun Eignaskiptayfirlýsing skal undirrituð af öllum eigendum ef í henni felst yfirfærsla á eignarrétti, sérstakar kvaðir, afsal réttinda eða sérstakar takmarkanir á eignarráðum. Hafi eignaskiptayfirlýsingin eingöngu að geyma samantekt, skráningu og skiptingu húss í samræmi við þinglýstar heimildir og uppdrætti og útreikning á hlutfallstölum í samræmi við gildandi reglur er ekki krafist samþykkis allra eigenda. Sé um að ræða hús þar sem eignarhlutar eru fleiri en sex nægir að eignaskiptayfirlýsing sé undirrituð af stjórn húsfélagsins en sé um að ræða hús með færri eignarhlutum nægir undirskrift einfalds meirihluta, annað hvort miðað við fjölda eða hlutfallstölur. Kostnaður Það er meginregla að kostnaður við gerð eignaskiptayfirlýsingar skiptist á eigendur eftir hlutfallstölum enda liggi fyrir lögleg ákvörðun á grundvelli sameiginlegra hagsmuna. Frá þessari meginreglu er rétt að víkja þegar nýrrar eða breyttrar eignaskiptayfirlýsingar er eingöngu eða aðallega þörf vegna breyttra forsendna sem varða einstaka eigendur en aðra ekki. Á það t.d. við um eignatilfærslur innan hússins og þegar byggt er við hús eða á lóð þess eða því breytt. Þegar svo stendur á er talið að sá sem á alla eða mestu hagsmunina eigi að bera kostnað eða kostnaðarauka í samræmi við það. Þessi undantekningarregla byggist á eðli máls og sanngirnissjónarmiðum, sbr. 46. gr. fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994. Höfundur er formaður Húseigendafélagsins.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar