Vildi vera eins og Ronaldo: „Hann var bestur, þó hann hafi verið feitur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2022 16:31 Pierre-Emerick Aubameyang vildi vera eins og Ronaldo. Samsett/Getty Pierre-Emerick Aubameyang segist hafa drukkið í sig kunnáttu heimsklassa framherja í AC Milan þegar hann var þar á mála sem ungur leikmaður. Mest leit hann upp til Brasilíumannsins Ronaldo, sem var kominn af léttasta skeiði þegar hann samdi við félagið. Aubameyang samdi við AC Milan þegar hann var 18 ára gamall, árið 2007 en náði þó aldrei að spila fyrir félagið áður en hann fór frá því til Saint-Etienne í Frakklandi árið 2011. Hann gerði afar vel hjá franska liðinu og fór þaðan til Dortmund árið 2013 og hefur síðan leikið með Arsenal og Barcelona áður en hann samdi við Chelsea á Englandi í sumar. Á fyrsta ári Aubameyangs hjá AC Milan festi liðið kaup á brasilíska framherjanum Ronaldo frá Real Madrid, en hann var þá 31 árs gamall en hafði eytt töluverðum tíma á skemmtanalífinu í Madríd, líkt og Fabio Capello greindi frá í síðustu viku. Hann var því ekki í besta standinu, en Aubameyang segir hann þrátt fyrir það hafa staðið upp úr. „Ég man alltaf þegar Carlo Ancelotti [þáverandi þjálfari AC Milan] gagnrýndi Ronaldo fyrir líkamlega standið og Brassinn svaraði: „Hvað viltu að ég geri, hlaupi eða skori mörk?“ Ancelotti svaraði að hann vildi mörkin,“. „Ronaldo skoraði tvö í næsta leik. Það er hluti af karakter framherjans. Þú þarft að vera sterkur andlega. Ég var barn á meðal þessara stjarna og reyndi að læra allt. Sannleikurinn er sá að Ronaldo var bestur, þó hann hafi verið feitur,“ segir Aubameyang. Aubameyang spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Chelsea um helgina er liðið mætti Crystal Palace, sem var jafnframt fyrsti deildarleikur Grahams Potters, nýs stjóra liðsins við stjórnvölin. Aubameyang skoraði í leiknum sem Chelsea vann 2-1. Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
Aubameyang samdi við AC Milan þegar hann var 18 ára gamall, árið 2007 en náði þó aldrei að spila fyrir félagið áður en hann fór frá því til Saint-Etienne í Frakklandi árið 2011. Hann gerði afar vel hjá franska liðinu og fór þaðan til Dortmund árið 2013 og hefur síðan leikið með Arsenal og Barcelona áður en hann samdi við Chelsea á Englandi í sumar. Á fyrsta ári Aubameyangs hjá AC Milan festi liðið kaup á brasilíska framherjanum Ronaldo frá Real Madrid, en hann var þá 31 árs gamall en hafði eytt töluverðum tíma á skemmtanalífinu í Madríd, líkt og Fabio Capello greindi frá í síðustu viku. Hann var því ekki í besta standinu, en Aubameyang segir hann þrátt fyrir það hafa staðið upp úr. „Ég man alltaf þegar Carlo Ancelotti [þáverandi þjálfari AC Milan] gagnrýndi Ronaldo fyrir líkamlega standið og Brassinn svaraði: „Hvað viltu að ég geri, hlaupi eða skori mörk?“ Ancelotti svaraði að hann vildi mörkin,“. „Ronaldo skoraði tvö í næsta leik. Það er hluti af karakter framherjans. Þú þarft að vera sterkur andlega. Ég var barn á meðal þessara stjarna og reyndi að læra allt. Sannleikurinn er sá að Ronaldo var bestur, þó hann hafi verið feitur,“ segir Aubameyang. Aubameyang spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Chelsea um helgina er liðið mætti Crystal Palace, sem var jafnframt fyrsti deildarleikur Grahams Potters, nýs stjóra liðsins við stjórnvölin. Aubameyang skoraði í leiknum sem Chelsea vann 2-1.
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira