Ef lög Vatnajökulsþjóðgarðs væru byggingareglugerðir Ágústa Ágústsdóttir skrifar 5. október 2022 13:01 Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær. Húsið hans Jóns er teiknað af viðurkenndum fagaðilum, sem síðar byggingafulltrúi samþykkir eftir að sýnt hefur verið fram á að farið sé eftir settum lögum og reglugerðum. Á byggingarstigi bera hinir ýmsu iðnmeistarar ábyrgð á framkvæmdinni eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum er húsið tilbúið og lóðin klár. Nú hugsar Jón sér gott til glóðarinnar. Hinum megin lóðarmarkanna er ansi álitlegt land í eigu nágranna hans, Gunnars. Jón sér fyrir sér að stækka lóðina sína svo hann hafi yfir meiru landrými að ráða. Og uppsetning laganna er slík að nú verður eftirleikurinn auðveldari. Jón fer og ræðir við nágranna sinn sem ákveður að selja honum ákveðið landsvæði fyrir ákveðna upphæð og fyrirfram gefin loforð. Samkvæmt gildandi lögum þá á Gunnar að kynna þessa áætlun fyrir öðrum hagsmunaaðilum þar sem landið er samnýtt að hluta, en ákveður hins vegar að hringja aðeins í fáa útvalda. Þeim gefur hann loforð um áframhaldandi samráð og tilkynnir að þetta sé allt algjörlega að hans eigin frumkvæði, en gloprar því út úr sér síðar að hann hafi tekið jákvætt í hugmynd Jóns um stækkun er Jón leitaði til hans fyrst. Að lokum er íbúum tilkynnt að búið sé að taka ákvörðun um söluna og að Jón muni taka landið undir sig. Þeim sé þó velkomið að skila inn áliti sínu þó svo það breyti engu um niðurstöðuna sjálfa. Mikil óánægja grípur um sig meðal íbúa. En það breytir engu því nú getur Jón beitt fyrir sig 1. grein laga sem segir að honum sé heimilt að taka undir sig aðliggjandi lönd en slíkt sé eingöngu háð samþykki landeiganda. Jón þarf því eingöngu að fara eftir 20. grein laga þegar hann stofnar upphaflegu lóðina sína og byggir húsið sitt, en eftir það getur hann vísað í 1. grein. Skrifað er undir afhendingu landsins í skjóli myrkurs, fjarri allra augum. Nú spýtir Jón í lófana. Hluti landsins er plægt undir skógrækt, hús rísa af ýmsum stærðum og gerðum. Nýtni landsins sem og útliti þess er breytt sem hefur áhrif yfir á nærliggjandi lönd og lóðir í eigu annara. En það er allt í lagi því samkvæmt lögum þá fer söfnun allra grunngagna um nauðsyn stækkunarinnar og möguleg áhrif framkvæmda á umhverfið fram eftir á, sem og samráð við fagaðila og hagsmunaaðila. Og þegar Jón er spurður út í hvers vegna ekki sé farið eftir 20. grein laga, er svar hans einfalt: “Þetta hefur bara alltaf verið gert svona. Og með því að fara í alla greiningavinnu eftir á munum við finna út hvort allt þetta hafi verið nauðsynlegt.” Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að ef íbúar og hagaðilar ætla að kæra þetta ferli þá segja lögin að bæði dómari og kviðdómendur séu einn og sami maðurinn. Jón sjálfur ! Myndu menn telja þetta eðlileg vinnubrögð ? Eða eru þau í lagi af því að hægt er beita fyrir sig orðinu náttúruvernd í einu og öllu þegar þjóðgarðar eru annars vegar ? Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur bendi ég á ítarlegri grein mína hér að neðan um aðferðir stjórnvalda við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á austurafrétti Bárðardals árið 2021. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Vatnajökulsþjóðgarður Miðflokkurinn Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Jón hefur fest kaup á lóð og er að byggja sér hús. Lóðin var stofnuð og skipulögð eftir settum lögum og reglum sem við skulum kalla 20. grein laga. Þessi ákveðnu lög tilgreina einnig mörk lóðarinnar. Búið er að leita samþykkis hagsmunaaðila og öllum gefist kostur á að gera athugasemdir. Búið er að meta vistfræðilegt þol lóðar og við það miðað að hún sé sjálfbær. Húsið hans Jóns er teiknað af viðurkenndum fagaðilum, sem síðar byggingafulltrúi samþykkir eftir að sýnt hefur verið fram á að farið sé eftir settum lögum og reglugerðum. Á byggingarstigi bera hinir ýmsu iðnmeistarar ábyrgð á framkvæmdinni eins og lög gera ráð fyrir. Að lokum er húsið tilbúið og lóðin klár. Nú hugsar Jón sér gott til glóðarinnar. Hinum megin lóðarmarkanna er ansi álitlegt land í eigu nágranna hans, Gunnars. Jón sér fyrir sér að stækka lóðina sína svo hann hafi yfir meiru landrými að ráða. Og uppsetning laganna er slík að nú verður eftirleikurinn auðveldari. Jón fer og ræðir við nágranna sinn sem ákveður að selja honum ákveðið landsvæði fyrir ákveðna upphæð og fyrirfram gefin loforð. Samkvæmt gildandi lögum þá á Gunnar að kynna þessa áætlun fyrir öðrum hagsmunaaðilum þar sem landið er samnýtt að hluta, en ákveður hins vegar að hringja aðeins í fáa útvalda. Þeim gefur hann loforð um áframhaldandi samráð og tilkynnir að þetta sé allt algjörlega að hans eigin frumkvæði, en gloprar því út úr sér síðar að hann hafi tekið jákvætt í hugmynd Jóns um stækkun er Jón leitaði til hans fyrst. Að lokum er íbúum tilkynnt að búið sé að taka ákvörðun um söluna og að Jón muni taka landið undir sig. Þeim sé þó velkomið að skila inn áliti sínu þó svo það breyti engu um niðurstöðuna sjálfa. Mikil óánægja grípur um sig meðal íbúa. En það breytir engu því nú getur Jón beitt fyrir sig 1. grein laga sem segir að honum sé heimilt að taka undir sig aðliggjandi lönd en slíkt sé eingöngu háð samþykki landeiganda. Jón þarf því eingöngu að fara eftir 20. grein laga þegar hann stofnar upphaflegu lóðina sína og byggir húsið sitt, en eftir það getur hann vísað í 1. grein. Skrifað er undir afhendingu landsins í skjóli myrkurs, fjarri allra augum. Nú spýtir Jón í lófana. Hluti landsins er plægt undir skógrækt, hús rísa af ýmsum stærðum og gerðum. Nýtni landsins sem og útliti þess er breytt sem hefur áhrif yfir á nærliggjandi lönd og lóðir í eigu annara. En það er allt í lagi því samkvæmt lögum þá fer söfnun allra grunngagna um nauðsyn stækkunarinnar og möguleg áhrif framkvæmda á umhverfið fram eftir á, sem og samráð við fagaðila og hagsmunaaðila. Og þegar Jón er spurður út í hvers vegna ekki sé farið eftir 20. grein laga, er svar hans einfalt: “Þetta hefur bara alltaf verið gert svona. Og með því að fara í alla greiningavinnu eftir á munum við finna út hvort allt þetta hafi verið nauðsynlegt.” Og rúsínan í pylsuendanum er auðvitað sú að ef íbúar og hagaðilar ætla að kæra þetta ferli þá segja lögin að bæði dómari og kviðdómendur séu einn og sami maðurinn. Jón sjálfur ! Myndu menn telja þetta eðlileg vinnubrögð ? Eða eru þau í lagi af því að hægt er beita fyrir sig orðinu náttúruvernd í einu og öllu þegar þjóðgarðar eru annars vegar ? Fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur bendi ég á ítarlegri grein mína hér að neðan um aðferðir stjórnvalda við stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs á austurafrétti Bárðardals árið 2021. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar