Arsenal ekki í vandræðum með Alfons og félaga 6. október 2022 21:00 Alfons Sampsted og Bukayo Saka í kröppum dansi. Vincent Mignott/DeFodi Images via Getty Images Arsenal vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Alfons Sampsted og félögum hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt í Evrópudeild UEFA í kvöld. Það var Edward Nketiah sem kom heimamönnum í Arsenal í forystu með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá Kieran Tierney áður en Rob Holding tvöfaldaði forystu liðsins fjórum mínútum síðar. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn voru enn sterkari aðilinn í síðari hálfleik og það var að lokum Fabio Vieira sem gulltryggði 3-0 sigur Arsenal með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Arsenal er því á toppi A-riðils eftir sigurinn með sex stig eftir tvo leiki, tveimur stigum meira en Alfons og félagar sem hafa leikið einum leik meira. 💪 Big team performance😍 COME ON ARSENAL!🔴 3-0 🟡 (FT) pic.twitter.com/OCjGTgOU2G— Arsenal (@Arsenal) October 6, 2022 Evrópudeild UEFA
Arsenal vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Alfons Sampsted og félögum hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt í Evrópudeild UEFA í kvöld. Það var Edward Nketiah sem kom heimamönnum í Arsenal í forystu með marki á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá Kieran Tierney áður en Rob Holding tvöfaldaði forystu liðsins fjórum mínútum síðar. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og staðan því 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Heimamenn voru enn sterkari aðilinn í síðari hálfleik og það var að lokum Fabio Vieira sem gulltryggði 3-0 sigur Arsenal með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Arsenal er því á toppi A-riðils eftir sigurinn með sex stig eftir tvo leiki, tveimur stigum meira en Alfons og félagar sem hafa leikið einum leik meira. 💪 Big team performance😍 COME ON ARSENAL!🔴 3-0 🟡 (FT) pic.twitter.com/OCjGTgOU2G— Arsenal (@Arsenal) October 6, 2022
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti