Er hægt að ræða stór mál út frá staðreyndum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 8. október 2022 16:03 Eftir viðtal við mig fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar i gær var skrifuð frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Vill senda flóttafólk til Rúanda”. Næsta skref kom svo í dag með viðtali við Píratann Magnús Davíð Norðdhal. Hann var reyndar bara kynntur sem „lögmaður” eins og um einhvers konar sérfræðing væri að ræða fremur en aktívista. Magnús svaraði í engu því sem ég hafði sagt í viðtalinu en splæsti nokkrum margnýttum stimplum á það sem hann taldi vera áform mín og skoðanir (hafandi greinilega ekki hlustað á fréttina sem hann var að bregðast við). Um þetta er margt að segja: 1.Þetta er lýsandi fyrir umræðuna um þennan mikilvæga málaflokk sem stjórnvöld hafa nú misst öll tök á, þ.e. málefni hælisleitenda. Fyrir vikið erum við í verri stöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda. 2.Í viðtalinu benti ég einu sinni sem oftar á að Íslendingar ættu að læra af stefnu danskra krata í hælisleitendamálum en tók þó fram að það snerist ekki sérstaklega um að senda fólk til Rúanda. Dönsk stjórnvöld leggja þó áherslu á að koma upp móttökustöðum utan landsins svo að „Danmörk sé ekki notuð sem söluvara glæpagengja” eins og forsætisráðherra Dana orðaði það. 3.Bæði dönsk og bresk stjórnvöld hafa m.a. litið til Rúanda fyrir hugsanlega móttökustöð. Stjórnvöldum þar í landi var ekki skemmt þegar tækifærissinnaðir stjórnmálamenn á Vesturlöndum tóku að draga upp þá mynd af landinu að það hlyti að vera hræðileg „mannvonska” að ætla einhverjum að dveljast í Rúanda. Í raun felast í því miklir fordómar. Landið er nú eitt hið öruggasta og þróaðasta í Afríku. Þar er hæsta hlutfall kvenna á þingi í heiminum (61,3%) og plastpokar eru bannaðir í landinu (sem er líklega frumforsenda þess að teljast þróað ríki að mati margra íslenskra þingmanna). 4.Markmiðið Dana er ekki að senda sem flesta flóttamenn til Rúanda. Markmiðið er að það séu móttökustöðvar annars staðar en í Danmörku svo fólk selji sig ekki glæpagengjum til að komast í hættuför þar sem Danmörk er áfangastaðurinn. Danir, eins og við, munu áfram bjóða fólki til landsins. Þeir vilja þó ná stjórn á landamærunum og ekki vera söluvara glæpagengja sem hafa aleiguna af fólki og setja það í hættu. 5.Um flóttamenn frá Úkraínu gilda sérreglur bæði í Danmörku og á Íslandi (þeir eru raunverulegir flóttamenn í samræmi við það sem lagt var upp með í flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna). Eins og ég og fleiri bentum á strax eftir upphaf stríðsins gerir stjórnleysi Íslands í málaflokknum okkur erfiðara fyrir að aðstoða það fólk eins og nú hefur komið á daginn. 6.Umsóknir hælisleitenda á Íslandi (að frátöldum Úkraínumönnum sem boðið var til landsins) eru nú líklega orðnar u.þ.b. tífalt fleiri en í Danmörku og Noregi. Fyrir nokkru var hlutfallið orðið sexfalt og svo skömmu síðar áttfalt. Það er afleiðing sérreglna á Íslandi og þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér (eins og ráðherrar hafa loks viðurkennt). 7.Mette Fredriksen forsætisráðherra Dana og leiðtogi jafnaðarmanna er ekki hægri öfgamaður. Það að reyna að tengja hana og hvern þann sem tekur undir stefnu hennar við „hægri öfga” er óheiðarleg pólitík af verstu sort. Málefni förufólks verða eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um fyrirsjáanlega framtíð. Það þarf því að nálgast það út frá skynsemishyggju og staðreyndum. Aðeins þannig er hægt að hjálpa sem flestum þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda. Það að reyna að koma í veg fyrir vitræna umræðu með tilraunum til að þagga niður í þeim sem eru ósammála með fáránlegum pólitískum stimplum skilar bara þeirri óstjórn sem nú blasir við. Höfundur er formaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hælisleitendur Tengdar fréttir Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43 Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44 Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35 Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Eftir viðtal við mig fyrir hádegisfréttir Bylgjunnar i gær var skrifuð frétt á Vísi undir fyrirsögninni „Vill senda flóttafólk til Rúanda”. Næsta skref kom svo í dag með viðtali við Píratann Magnús Davíð Norðdhal. Hann var reyndar bara kynntur sem „lögmaður” eins og um einhvers konar sérfræðing væri að ræða fremur en aktívista. Magnús svaraði í engu því sem ég hafði sagt í viðtalinu en splæsti nokkrum margnýttum stimplum á það sem hann taldi vera áform mín og skoðanir (hafandi greinilega ekki hlustað á fréttina sem hann var að bregðast við). Um þetta er margt að segja: 1.Þetta er lýsandi fyrir umræðuna um þennan mikilvæga málaflokk sem stjórnvöld hafa nú misst öll tök á, þ.e. málefni hælisleitenda. Fyrir vikið erum við í verri stöðu til að hjálpa þeim sem þurfa mest á hjálp að halda. 2.Í viðtalinu benti ég einu sinni sem oftar á að Íslendingar ættu að læra af stefnu danskra krata í hælisleitendamálum en tók þó fram að það snerist ekki sérstaklega um að senda fólk til Rúanda. Dönsk stjórnvöld leggja þó áherslu á að koma upp móttökustöðum utan landsins svo að „Danmörk sé ekki notuð sem söluvara glæpagengja” eins og forsætisráðherra Dana orðaði það. 3.Bæði dönsk og bresk stjórnvöld hafa m.a. litið til Rúanda fyrir hugsanlega móttökustöð. Stjórnvöldum þar í landi var ekki skemmt þegar tækifærissinnaðir stjórnmálamenn á Vesturlöndum tóku að draga upp þá mynd af landinu að það hlyti að vera hræðileg „mannvonska” að ætla einhverjum að dveljast í Rúanda. Í raun felast í því miklir fordómar. Landið er nú eitt hið öruggasta og þróaðasta í Afríku. Þar er hæsta hlutfall kvenna á þingi í heiminum (61,3%) og plastpokar eru bannaðir í landinu (sem er líklega frumforsenda þess að teljast þróað ríki að mati margra íslenskra þingmanna). 4.Markmiðið Dana er ekki að senda sem flesta flóttamenn til Rúanda. Markmiðið er að það séu móttökustöðvar annars staðar en í Danmörku svo fólk selji sig ekki glæpagengjum til að komast í hættuför þar sem Danmörk er áfangastaðurinn. Danir, eins og við, munu áfram bjóða fólki til landsins. Þeir vilja þó ná stjórn á landamærunum og ekki vera söluvara glæpagengja sem hafa aleiguna af fólki og setja það í hættu. 5.Um flóttamenn frá Úkraínu gilda sérreglur bæði í Danmörku og á Íslandi (þeir eru raunverulegir flóttamenn í samræmi við það sem lagt var upp með í flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna). Eins og ég og fleiri bentum á strax eftir upphaf stríðsins gerir stjórnleysi Íslands í málaflokknum okkur erfiðara fyrir að aðstoða það fólk eins og nú hefur komið á daginn. 6.Umsóknir hælisleitenda á Íslandi (að frátöldum Úkraínumönnum sem boðið var til landsins) eru nú líklega orðnar u.þ.b. tífalt fleiri en í Danmörku og Noregi. Fyrir nokkru var hlutfallið orðið sexfalt og svo skömmu síðar áttfalt. Það er afleiðing sérreglna á Íslandi og þeirra skilaboða sem íslensk stjórnvöld senda frá sér (eins og ráðherrar hafa loks viðurkennt). 7.Mette Fredriksen forsætisráðherra Dana og leiðtogi jafnaðarmanna er ekki hægri öfgamaður. Það að reyna að tengja hana og hvern þann sem tekur undir stefnu hennar við „hægri öfga” er óheiðarleg pólitík af verstu sort. Málefni förufólks verða eitt stærsta viðfangsefni stjórnmálanna um fyrirsjáanlega framtíð. Það þarf því að nálgast það út frá skynsemishyggju og staðreyndum. Aðeins þannig er hægt að hjálpa sem flestum þeirra sem þurfa mest á hjálp að halda. Það að reyna að koma í veg fyrir vitræna umræðu með tilraunum til að þagga niður í þeim sem eru ósammála með fáránlegum pólitískum stimplum skilar bara þeirri óstjórn sem nú blasir við. Höfundur er formaður Miðflokksins
Hugmyndir Sigmundar ógeðslegar og beri vott af hægriöfgahyggju Lögmaður segir hugmyndir formanns Miðflokksins um að senda flóttafólk frá Íslandi til Rúanda ógeðslegar og bera keim af hægriöfgahyggju. Nálgast þurfi útlendingamál á jákvæðari nótum. 8. október 2022 11:43
Vill senda flóttafólk til Rúanda Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 5. október 2022 13:44
Vill losna við „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar, segir nauðsynlegt að fjarlægja „íslenskar sérreglur“ í útlendingalögum til að lögin verði áþekkari lögum Norðurlandanna. 6. október 2022 14:35
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar