Dóttir og barnsfaðir Þóru telja friðhelgi einkalífs hafa verið vanvirt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2022 22:41 Jón Baldvin Hannibalsson, er fyrrverandi ráðherra og sendiherra Íslands. vísir/vilhelm Dóttir og barnsfaðir Þóru Hreinsdóttur harma að friðhelgi einkalífs látinnar konu hafi verið rofið og vanvirt. Telja þau fullvíst að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð, eins og þau feðgin komast að orði. Stundin fjallaði á dögunum um dagbókarfærslur Þóru, þá fimmtán ára, um samskipti hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra en þáverandi kennara við Hagaskóla, sem var tvisvar sinnum eldri. Þóra, sem var myndlistarkona, lést árið 2016 þá 61 árs gömul. Stundin fékk dagbókarfærslurnar afhentar frá Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru. „Ég sá ekki ástæðu til að fela þessi gögn frá unglingsárum móður minnar,“ sagði Valgerður á Facebook þegar hún deildi umfjöllun Stundarinnar. Þóra gekk í Hagaskóla þar sem Jón Baldvin var kennari.Reykjavíkurborg Þóra gekk í Hagaskóla og lýsir meðal annars í dagbókarfærslunum kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin. Í bréfi sem hann sendi Þóru segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. Ingibjörgu Sólrúnu nóg boðið Umfjöllunin vakti mikla athygli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, sagði í Facebook-færslu um málið að Jón Baldvin hefði hagað sér eins og rándýr sem velji bráð sína af kostgæfni. Þar sagðist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. Þorsteinn Eggertsson, einn fremsti textahöfundur landsins, er barnsfaðir Þóru heitinnar. Hann, dóttir hans Soffía og eiginkona hans, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir sjá hlutina öðrum augum en Valgerður, dóttir Þorsteins og systir Soffíu. Þau segja dagbókarfærslurnar hafa verið einkamál Þóru. „Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“,“ segir í yfirlýsingunni. Vitni sex árum eftir andlát „Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja.“ Minnt er á að dagbókarfærslurnar séu meira en hálfrar aldar gamlar. „Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975-1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur.“ Jóhanna Fjóla og Þorsteinn eru ósátt við að dagbókarfærslur Þóru hafi verið gerðar opinberar.Facebook Þau hjónin, Þorsteinn og Jóhanna Fjóla, hafi nýlega fengið vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, hafi verið eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafi hafnað því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. „Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi.“ 9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Stundin fjallaði á dögunum um dagbókarfærslur Þóru, þá fimmtán ára, um samskipti hennar við Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra en þáverandi kennara við Hagaskóla, sem var tvisvar sinnum eldri. Þóra, sem var myndlistarkona, lést árið 2016 þá 61 árs gömul. Stundin fékk dagbókarfærslurnar afhentar frá Valgerði Þorsteinsdóttur, dóttur Þóru. „Ég sá ekki ástæðu til að fela þessi gögn frá unglingsárum móður minnar,“ sagði Valgerður á Facebook þegar hún deildi umfjöllun Stundarinnar. Þóra gekk í Hagaskóla þar sem Jón Baldvin var kennari.Reykjavíkurborg Þóra gekk í Hagaskóla og lýsir meðal annars í dagbókarfærslunum kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin. Í bréfi sem hann sendi Þóru segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar. Ingibjörgu Sólrúnu nóg boðið Umfjöllunin vakti mikla athygli. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, sagði í Facebook-færslu um málið að Jón Baldvin hefði hagað sér eins og rándýr sem velji bráð sína af kostgæfni. Þar sagðist hún hafa lesið allar þær 23 sögur sem safnað hefur verið þar sem sagt er frá meintum kynferðisbrotum og áreiti Jóns Baldvins. Hún hafi tekið þar eftir mynstri sem gangi eins og rauður þráður í gegnum atfeli Jóns. Þorsteinn Eggertsson, einn fremsti textahöfundur landsins, er barnsfaðir Þóru heitinnar. Hann, dóttir hans Soffía og eiginkona hans, Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir sjá hlutina öðrum augum en Valgerður, dóttir Þorsteins og systir Soffíu. Þau segja dagbókarfærslurnar hafa verið einkamál Þóru. „Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“,“ segir í yfirlýsingunni. Vitni sex árum eftir andlát „Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja.“ Minnt er á að dagbókarfærslurnar séu meira en hálfrar aldar gamlar. „Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975-1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur.“ Jóhanna Fjóla og Þorsteinn eru ósátt við að dagbókarfærslur Þóru hafi verið gerðar opinberar.Facebook Þau hjónin, Þorsteinn og Jóhanna Fjóla, hafi nýlega fengið vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, hafi verið eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafi hafnað því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. „Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi.“ 9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir
9. okt.2022 YFIRLÝSING Af gefnu tilefni Þann 30. sept. s.l. birti Stundin – prent-og vefmiðill – átta blaðsíðna myndskreytta grein, sem byggði á túlkun blaðamannsins á meira en hálfrar aldar dagbókarfærslum Þóru Hreinsdóttur sem voru hennar einkamál. Við undirrituð álítum að tilgangur blaðamannsins sé að reyna að sýna fram á, að samskipti Þóru og þáverandi kennara hennar, Jóns Baldvins, hafi verið af „kynferðislegum toga“. Síðan hafa ýmsir talið við hæfi að blanda sér í málið, þeirra á meðal t.d. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að tilefnislausu og á sérlega meiðandi hátt. Halda mætti af umfjöllun blaðsins, að ætlunin sé að hafa áhrif á væntanleg málaferli gegn Jóni Baldvini. Þar með yrði Þóra, sem lést fyrir sex árum síðan, orðin að vitni í sakamáli, án hennar vitundar og vilja. Dagbókarfærslurnar eru meira en hálfrar aldar gamlar. Allan þann tíma, til hinsta dags 2016, gætti Þóra þeirra eins og sjálaldurs augna sinna. Þorsteinn Eggertsson, barnsfaðir hennar og sambýlismaður sem bjó með henni frá 1975 -1983, hafði ekki hugmynd um þessar dagbækur. Þorsteinn og eiginkona hans Jóhönna Fjóla fengu nýlega vitneskju um að á meðan Þóra var enn á lífi, var eftir því leitað við hana, að fá dagbækur hennar til birtingar. Hún hafnaði því. Þau hjónin og Soffía dóttir hans og Þóru telja af þeirri ástæðu og reyndar ýmsum öðrum, vita með vissu, að Þóra hefði ekki viljað taka þátt í fjölmiðlaherferð af þessu tagi, sem meðal annars á nú að snúast um einkamál hennar. Við undirrituð hörmum það, að friðhelgi einkalífs Þóru Hreinsdóttur hefur verið rofin og vanvirt með þessum hætti. Við beinum því til fjölmiðla og svokallaðra álitsgjafa að virða friðhelgi einkalífs hinnar látnu konu. Einnig að láta ógert að leiða hana fram sem vitni í sakamáli, sem henni er óviðkomandi. Þorstseinn Eggertsson Soffía Þorsteinsdóttir Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira