Sterka amman áfram sú sterkasta í heimi: Elsa varði HM-titilinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 08:31 Elsa Pálsdóttir með öll verðlaunin sem hún vann á heimsmeistaramótinu og svo auðvitað Íslands spjaldið líka. Fésbókin Elsa Pálsdóttir varði heimsmeistaratitilinn sinn á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem stendur þessa dagan yfir í St. Johns í Kanada. Þessi 62 ára leikskólakennari úr Garðinum hafði titil að verja og gerði það með glæsibrag. Síðustu ár hafa verið frábær hjá henni þar sem hún hefur safnað að sér fjölda Íslandsmeistaratitlum, heimsmeistaratitlum og Evrópumeistaratitlum. Það bættist enn frekar í hópinn um helgina. Nú var komið að því hjá Elsu að verja heimsmeistaratitilinn sem hún vann í í Halmstad í Svíþjóð í september í fyrra. Hún keppti í 76 kílóa flokki í kraftlyftingum öldunga sextíu ára og eldri en hún vann þar þrenn gullverðlaun og eitt silfur á HM í St. Johns. Elsa fékk silfur í bekkpressu en fékk gullverðlaun í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu. Elsa lyfti alls 357,5 kílóum og vann öruggan sigur en sú næsta á eftir henni lyfti alls 322,5 kílóum í samanlögðu. Elsa lyfti 132,5 kílóum í hnébeygju, 62,5 kílóum í bekkpressu og 160,0 kílóum í réttstöðulyftu. Það er ekki nóg með að Elsa hafi varið heimsmeistaratitla sína frá 2021 heldur lyfti hún 2,5 kílóum meira samanlagt en hún gerði fyrir ári síðan. Munaði þar um það að hún bætti sig í bekkpressunni og sló þar Íslandsmet sitt. Í öðru sæti í samanlögðu var hin bandaríska Barbara Beaudin sem er einu ári yngri en Elsa. Þriðja varð síðan heimakonan Pamela King frá Kanada. King var sú eina sem fékk gull eins og Elsa því hún vann bekkpressuna. Elsa gerði tilraun til að bæta heimsmet sitt í hnébeygjunni í síðustu tilrauninni en það tókst ekki. Kraftlyftingar Suðurnesjabær Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira
Þessi 62 ára leikskólakennari úr Garðinum hafði titil að verja og gerði það með glæsibrag. Síðustu ár hafa verið frábær hjá henni þar sem hún hefur safnað að sér fjölda Íslandsmeistaratitlum, heimsmeistaratitlum og Evrópumeistaratitlum. Það bættist enn frekar í hópinn um helgina. Nú var komið að því hjá Elsu að verja heimsmeistaratitilinn sem hún vann í í Halmstad í Svíþjóð í september í fyrra. Hún keppti í 76 kílóa flokki í kraftlyftingum öldunga sextíu ára og eldri en hún vann þar þrenn gullverðlaun og eitt silfur á HM í St. Johns. Elsa fékk silfur í bekkpressu en fékk gullverðlaun í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu. Elsa lyfti alls 357,5 kílóum og vann öruggan sigur en sú næsta á eftir henni lyfti alls 322,5 kílóum í samanlögðu. Elsa lyfti 132,5 kílóum í hnébeygju, 62,5 kílóum í bekkpressu og 160,0 kílóum í réttstöðulyftu. Það er ekki nóg með að Elsa hafi varið heimsmeistaratitla sína frá 2021 heldur lyfti hún 2,5 kílóum meira samanlagt en hún gerði fyrir ári síðan. Munaði þar um það að hún bætti sig í bekkpressunni og sló þar Íslandsmet sitt. Í öðru sæti í samanlögðu var hin bandaríska Barbara Beaudin sem er einu ári yngri en Elsa. Þriðja varð síðan heimakonan Pamela King frá Kanada. King var sú eina sem fékk gull eins og Elsa því hún vann bekkpressuna. Elsa gerði tilraun til að bæta heimsmet sitt í hnébeygjunni í síðustu tilrauninni en það tókst ekki.
Kraftlyftingar Suðurnesjabær Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira