Vígamenn tengdir al-Qaeda tóku Afrin í Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2022 14:51 Vígamenn Hayat Tahrir al-Sham, öfgahópi sem myndaður var af meðlimum al-Qaeda í Sýrlandi á æfingu í sumar. Getty/Anas Alkharboutl Vígamenn öfgahópsins Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, hafa tekið yfir stjórn borgarinnar Afrin í samnefndu héraði í Sýrlandi. HTS er afsprengi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Sýrlandi en vígamennirnir náðu tökum á borginni eftir harða bardaga við meðlimi öfgahópsins Al-Jabha Al-Shamiyyah. HTS hefur hingað til verið ráðandi í Idlib-héraði Sýrlands, sem liggur nærri Afrin. Afrin var lengi undir stjórn sýrlenska Kúrda og þótti vera vin friðar í óöldinni í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin þar hófst árið 2011. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið síðan þá, svo vitað sé, og um helmingur sýrlensku þjóðarinnar hefur þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Það breyttist þó árið 2018 þegar öfgahópar, studdir af Tyrkjum, réðust á héraðið með stuðningi tyrkneska hersins. Íslendingurinn Haukur Hilmarsson, sem barðist með Kúrdum, féll þá í Afrin-héraði en talið var að það hefði gerst í loftárás tyrkneska hersins. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn AFP fréttaveitan sagði frá því í gær að bardagar hefðu átt sér stað í Afrin á undanförnum dögum. Margir öfgahópar berjast um yfirráð á svæðinu og ríkir þar mikil óreiða. Í morgun bárust svo fregnir af því að vígamenn HTS hefðu náð tökum á Afrin-borg og hefðu flutt þangað mikinn liðsauka Héraðsmiðillinn Kurdistan24.net sagði svo einnig frá því að HTS hefði tekið Afrin-borg og vísaði meðal annars í samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem vakta átökin í Sýrlandi. Not to mention this ex-Regime T-72[A/M1?] reinforcing the advancing HTS forces. Note the use of low loaders to transfer heavy armour, not ruining tracks, roads and using fuel to drive the vehicles directly.pic.twitter.com/fVuo2893rD— C O s (@CalibreObscura) October 13, 2022 Þetta ku vera í fyrsta sinn sem vígamenn HTS koma til borgarinnar frá því Tyrkir og sveitir þeirra réðust á héraðið. Áðurnefndur héraðsmiðill segir að átökin hafi byrjað á því að aðgerðasinni sem gekk undir nafninu Abu Ghannoum og ólétt kona hans voru myrt í úthverfi Aleppo-borgar. Eftir morðið hafi vígamenn nokkurra öfgahópa sem Tyrkir styðja byrjað að berjast sín á milli. Þessir hópar hafa lengi deilt sín á milli og hafa sömuleiðis lengi verið sakaðir um mannréttindabrot gegn fólki á yfirráðasvæðum þeirra. Sýrland Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
HTS hefur hingað til verið ráðandi í Idlib-héraði Sýrlands, sem liggur nærri Afrin. Afrin var lengi undir stjórn sýrlenska Kúrda og þótti vera vin friðar í óöldinni í Sýrlandi frá því borgarastyrjöldin þar hófst árið 2011. Nærri því hálf milljón manna hafa dáið síðan þá, svo vitað sé, og um helmingur sýrlensku þjóðarinnar hefur þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Það breyttist þó árið 2018 þegar öfgahópar, studdir af Tyrkjum, réðust á héraðið með stuðningi tyrkneska hersins. Íslendingurinn Haukur Hilmarsson, sem barðist með Kúrdum, féll þá í Afrin-héraði en talið var að það hefði gerst í loftárás tyrkneska hersins. Sjá einnig: Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn AFP fréttaveitan sagði frá því í gær að bardagar hefðu átt sér stað í Afrin á undanförnum dögum. Margir öfgahópar berjast um yfirráð á svæðinu og ríkir þar mikil óreiða. Í morgun bárust svo fregnir af því að vígamenn HTS hefðu náð tökum á Afrin-borg og hefðu flutt þangað mikinn liðsauka Héraðsmiðillinn Kurdistan24.net sagði svo einnig frá því að HTS hefði tekið Afrin-borg og vísaði meðal annars í samtökin Syrian Observatory for Human Rights, sem vakta átökin í Sýrlandi. Not to mention this ex-Regime T-72[A/M1?] reinforcing the advancing HTS forces. Note the use of low loaders to transfer heavy armour, not ruining tracks, roads and using fuel to drive the vehicles directly.pic.twitter.com/fVuo2893rD— C O s (@CalibreObscura) October 13, 2022 Þetta ku vera í fyrsta sinn sem vígamenn HTS koma til borgarinnar frá því Tyrkir og sveitir þeirra réðust á héraðið. Áðurnefndur héraðsmiðill segir að átökin hafi byrjað á því að aðgerðasinni sem gekk undir nafninu Abu Ghannoum og ólétt kona hans voru myrt í úthverfi Aleppo-borgar. Eftir morðið hafi vígamenn nokkurra öfgahópa sem Tyrkir styðja byrjað að berjast sín á milli. Þessir hópar hafa lengi deilt sín á milli og hafa sömuleiðis lengi verið sakaðir um mannréttindabrot gegn fólki á yfirráðasvæðum þeirra.
Sýrland Tyrkland Hernaður Tengdar fréttir Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45 Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51 Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20 Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgast Þeir menn sem fara fremst í fylkingu í innrás Tyrkja í norðaustururhluta Sýrlands eru að mestu Sýrlendingar sem eru þjálfaðir og fjármagnaðir af Tyrklandi. 15. október 2019 10:45
Bað Erdogan um að koma vel fram við Kúrda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, bað Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að ráðast ekki á sýrlenska Kúrda eftir að bandarískir hermenn fara frá Sýrlandi. 14. janúar 2019 20:51
Ætla sér að ráðast á Kúrda hvort sem bandarískir hermenn eru fyrir eða ekki Utanríkisráðherra Tyrklands sagði Tyrki staðráðna í að ráðast gegn YPG, vopnuðum sveitum sýrlenskra Kúrda, og þeir myndu ekki biðja nokkurn aðila um leyfi. 10. janúar 2019 11:20
Tyrkir hafa hertekið Afrin-borg Hersveitir Tyrkja hafa hertekið borgina Afrin í Sýrlandi, segir Erdogan Tyrkalandsforseti. 18. mars 2018 09:48