Kópavogur verði Menningarborg Evrópu: „Hefur alla burði til að standa undir þessari nafnbót“ Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2022 13:39 Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ, reynir nú að afla því fylgis innan stjórnar bæjarins að Kópavogur sæki um að verða Menningarborg Evrópu. Vísir/Vilhelm/Kópavogsbær „Ég er bjartsýn og veit og trúi að Kópavogur hefur alla burði til að standa undir þessari nafnbót.“ Þetta segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ, sem sent hefur beiðni til bæjarráðs Kópavogsbæjar um að sækja formlega um nafnbótina Menningarborg Evrópu 2028 til framkvæmdastjórnar ESB. Beiðni Soffíu var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Kópavogsbæjar fyrr í vikunni og var erindinu frestað til næsta fundar. Soffía segir að miklar umræður hafi verið í bæjarráði um beiðnina, bæjarfulltrúar áhugasamir og að þeir vilji að afla sé frekari gagna áður en ákvörðunin er tekin. „Þannig að það er jákvætt að beiðnin hafi ekki strax verið slegin af borðinu. Það ber sömuleiðis vott um góða stjórnsýslu að hafa óskað eftir frekari gögnum sem við erum nú að taka saman,“ segir Soffía. Salurinn og Gerðarsafn eru í hópi fimm menningarstofnana Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Hún segir að skila þurfi inn umsókn fyrir 11. nóvember. „Við fengum þetta upp í hendurnar með mjög skömmum fyrirvara, en það þarf í raun að hafa hraðar hendur.“ Fullfær að taka við svona verkefni Soffía segir að það fylgi því mikill hróður að hljóta þessa nafnbót og að Kópavogur sé sveitarfélag sem geti vel staðið undir henni. „Við erum með fimm menningarhús – Gerðarsafn, Salurinn, bókasafn, náttúrufræðistofu og svo héraðsskjalasafnið. Þetta eru með stærri menningarstofnunum á landinu. Kópavogsbær er með sterka menningarinnviði og svona vegferð myndi leiða til enn frekari styrkingar þeirra. Við erum fullfær um að taka við svona verkefni, enda með öflugan hóp starfsfólks til að standa undir þessu. Ég er að minnsta kosti full bjartsýni og hef alla trú á að Kópavogur geti þetta og að bæjarráð verði mér sammála í því,“ segir Soffía. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Ætlað að auka gagnkvæm kynni íbúa Evrópu Birt var tilkynning á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í lok ágúst þar sem sagði að Íslandi gæfist að þessu sinni tækifæri til að taka þátt í verkefni Evrópusambandsins sem gengur undir nafninu Menningarborgir Evrópu 2028. Markmið þess væri að auka gagnkvæm kynni íbúa Evrópu, draga fram sameiginleg einkenni álfunnar en leggja jafnframt áherslu á fjölbreytileika landanna og menningarlega sérstöðu einstakra borga og bæja. Þó svo að orðið borgir komi fram í titlinum, þá eru engin stærðarmörk varðandi það hvaða borgir eða bæir geti sótt um. „Hugmyndin að Menningarborg Evrópu er runnin undan rifjum grísku söng- og leikkonunnar Melinu Mercouri sem var menningarmálaráðherra Grikklands snemma á níunda áratug síðustu aldar. Aþena, höfuðborg Grikklands, varð fyrst borga Evrópu til að hljóta útnefningu. Þá var Reykjavík meðal níu Menningarborga Evrópu árið 2000,“ segir í tilkynningunni, en Soffía kom einmitt að verkefninu árið 2000 þegar Reykjavík var ein af Menningarborgum Evrópu. Kópavogur Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Beiðni Soffíu var tekin fyrir á fundi bæjarráðs Kópavogsbæjar fyrr í vikunni og var erindinu frestað til næsta fundar. Soffía segir að miklar umræður hafi verið í bæjarráði um beiðnina, bæjarfulltrúar áhugasamir og að þeir vilji að afla sé frekari gagna áður en ákvörðunin er tekin. „Þannig að það er jákvætt að beiðnin hafi ekki strax verið slegin af borðinu. Það ber sömuleiðis vott um góða stjórnsýslu að hafa óskað eftir frekari gögnum sem við erum nú að taka saman,“ segir Soffía. Salurinn og Gerðarsafn eru í hópi fimm menningarstofnana Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Hún segir að skila þurfi inn umsókn fyrir 11. nóvember. „Við fengum þetta upp í hendurnar með mjög skömmum fyrirvara, en það þarf í raun að hafa hraðar hendur.“ Fullfær að taka við svona verkefni Soffía segir að það fylgi því mikill hróður að hljóta þessa nafnbót og að Kópavogur sé sveitarfélag sem geti vel staðið undir henni. „Við erum með fimm menningarhús – Gerðarsafn, Salurinn, bókasafn, náttúrufræðistofu og svo héraðsskjalasafnið. Þetta eru með stærri menningarstofnunum á landinu. Kópavogsbær er með sterka menningarinnviði og svona vegferð myndi leiða til enn frekari styrkingar þeirra. Við erum fullfær um að taka við svona verkefni, enda með öflugan hóp starfsfólks til að standa undir þessu. Ég er að minnsta kosti full bjartsýni og hef alla trú á að Kópavogur geti þetta og að bæjarráð verði mér sammála í því,“ segir Soffía. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogsbæjar.Vísir/Vilhelm Ætlað að auka gagnkvæm kynni íbúa Evrópu Birt var tilkynning á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga í lok ágúst þar sem sagði að Íslandi gæfist að þessu sinni tækifæri til að taka þátt í verkefni Evrópusambandsins sem gengur undir nafninu Menningarborgir Evrópu 2028. Markmið þess væri að auka gagnkvæm kynni íbúa Evrópu, draga fram sameiginleg einkenni álfunnar en leggja jafnframt áherslu á fjölbreytileika landanna og menningarlega sérstöðu einstakra borga og bæja. Þó svo að orðið borgir komi fram í titlinum, þá eru engin stærðarmörk varðandi það hvaða borgir eða bæir geti sótt um. „Hugmyndin að Menningarborg Evrópu er runnin undan rifjum grísku söng- og leikkonunnar Melinu Mercouri sem var menningarmálaráðherra Grikklands snemma á níunda áratug síðustu aldar. Aþena, höfuðborg Grikklands, varð fyrst borga Evrópu til að hljóta útnefningu. Þá var Reykjavík meðal níu Menningarborga Evrópu árið 2000,“ segir í tilkynningunni, en Soffía kom einmitt að verkefninu árið 2000 þegar Reykjavík var ein af Menningarborgum Evrópu.
Kópavogur Menning Mest lesið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira