Dæmi um að fólk svipti sig lífi í staðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 15. október 2022 12:21 Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, skorar á alþingismenn að ræða dánaraðstoð. Vísir/Getty Stjórnarmaður samtaka um lífsvirðingu segir dæmi um að fólk svipti sig lífi þar sem það fái ekki dánaraðstoð. Hann hvetur alþingismenn til að taka á málinu. Ræðumenn frá fjórum löndum fjölluðu um dánaraðstoð á málþingi sem fram fór í gær. Í gær fór fram málþing um dánaraðstoð í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, stóð fyrir málþinginu en hægt var að sækja þrjár málstofur. Dánaraðstoð og siðfræðin, dánaraðstoð og heilbrigðiskerfið og dánaraðstoð og líknarmeðferð. Ræðumenn voru sex talsins og komu frá fjórum löndum. Hér á Íslandi er dánaraðstoð ekki heimil. Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, segir að á málþinginu hafi öllum hliðum aðstoðarinnar velt fyrir sér, til dæmis hvaða siðfræðilegi grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. „Varðandi siðfræðina þá eru nokkrir að velta fyrir sér hvaða siðfræðilegur grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. Líka rökin gegn því. Við veltum öllu þessu upp. Síðan varðandi heilbrigðiskerfið hvernig læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar koma að þessum málum. Hvernig framkvæmd á dánaraðstoð er þar sem hún er leyfð,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Sex prósent andvíg dánaraðstoð Samkvæmt könnun sem samtökin gerðu styðja 77 prósent landsmanna dánaraðstoð en sex prósent eru andvíg henni. Svipuð könnun var framkvæmd árið 2019 þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar. Þá var einnig gerð sér könnun meðal hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítala. Þar kom fram að 54 prósent lækna og 72 prósent hjúkrunarfræðinga styðja dánaraðstoð. Lítið er í boði fyrir þá sem vilja þiggja dánaraðstoð hér á landi. Bjarni segir marga hafa þurft að leita í aðrar leiðir. „Einstaklingar hafa haft samband við okkur og spurt okkur um hvernig þeir geta komist í dánaraðstoð. Eina sem við getum bent þeim á er að fara til Sviss. Til félagasamtaka sem heita Dignitas,“ segir Bjarni. „Hins vegar höfum við heyrt af því að fólk hafi verið að svelta sig til dauða. Því miður er líka hluti af fólki sem hreinlega ákveður að svipta sig lífi með alls konar aðferðum þótt það komi ekki fram í tölfræðinni.“ Bjarni hvetur alþingismenn til að taka málið upp og spyr hvað Alþingi ætlar að gera í málunum. Þá hvetur hann Íslendinga til að ýta á sína þingmenn vegna málsins. Heilbrigðismál Dánaraðstoð Tengdar fréttir Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Í gær fór fram málþing um dánaraðstoð í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands. Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, stóð fyrir málþinginu en hægt var að sækja þrjár málstofur. Dánaraðstoð og siðfræðin, dánaraðstoð og heilbrigðiskerfið og dánaraðstoð og líknarmeðferð. Ræðumenn voru sex talsins og komu frá fjórum löndum. Hér á Íslandi er dánaraðstoð ekki heimil. Bjarni Jónsson, gjaldkeri Lífsvirðingar, segir að á málþinginu hafi öllum hliðum aðstoðarinnar velt fyrir sér, til dæmis hvaða siðfræðilegi grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. „Varðandi siðfræðina þá eru nokkrir að velta fyrir sér hvaða siðfræðilegur grunnur liggur á baki þess að heimila dánaraðstoð. Líka rökin gegn því. Við veltum öllu þessu upp. Síðan varðandi heilbrigðiskerfið hvernig læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar koma að þessum málum. Hvernig framkvæmd á dánaraðstoð er þar sem hún er leyfð,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Sex prósent andvíg dánaraðstoð Samkvæmt könnun sem samtökin gerðu styðja 77 prósent landsmanna dánaraðstoð en sex prósent eru andvíg henni. Svipuð könnun var framkvæmd árið 2019 þar sem niðurstöðurnar voru svipaðar. Þá var einnig gerð sér könnun meðal hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítala. Þar kom fram að 54 prósent lækna og 72 prósent hjúkrunarfræðinga styðja dánaraðstoð. Lítið er í boði fyrir þá sem vilja þiggja dánaraðstoð hér á landi. Bjarni segir marga hafa þurft að leita í aðrar leiðir. „Einstaklingar hafa haft samband við okkur og spurt okkur um hvernig þeir geta komist í dánaraðstoð. Eina sem við getum bent þeim á er að fara til Sviss. Til félagasamtaka sem heita Dignitas,“ segir Bjarni. „Hins vegar höfum við heyrt af því að fólk hafi verið að svelta sig til dauða. Því miður er líka hluti af fólki sem hreinlega ákveður að svipta sig lífi með alls konar aðferðum þótt það komi ekki fram í tölfræðinni.“ Bjarni hvetur alþingismenn til að taka málið upp og spyr hvað Alþingi ætlar að gera í málunum. Þá hvetur hann Íslendinga til að ýta á sína þingmenn vegna málsins.
Heilbrigðismál Dánaraðstoð Tengdar fréttir Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11 Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Læknafélagið leggst gegn skoðanakönnun um dánaraðstoð Læknafélag Íslands telur umræðu um dánaraðstoð hafa verið einhliða og bjagaða. Félagið geti ekki stutt þingsályktunartillögu um gerð skoðanakönnunar meðal heilbrigðisstarfsfólks um afstöðu þeirra til dánaraðstoðar. 14. apríl 2021 13:11
Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 18. mars 2021 14:04