Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. október 2022 16:11 Annar karlmaðurinn leiddur fyrir dómara á dögunum. Vísir/Vilhelm Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. Ríkisútvarpið greinir frá því að óskað hafi verið eftir því að geðlæknir meti hversu mikil alvara hafi verið fólgin í skilaboðum sem karlmennirnir sendu sín á milli. Þar ræddu þeir reglulega um að vilja gera fólki mein. Núverandi og fyrrverandi þingmenn Pírata bar á góma í slíkum skilaboðum mannanna á milli. Sömuleiðis sósíalistarnir Gunnar Smári Egilsson og Sólveig Anna Jónsdóttir. Þá hefur komið fram að mennirnir höfðu á orði að drepa lögreglumenn á fyrirhugaðri árshátíð þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reglulega gerð krafa um geðmat þegar fólk er sakað um brot af þessum toga. Þá er geðlæknir fenginn til að meta marga hluti. Tekin eru viðtöl við mennina, þeir settir í próf og þá verða skilaboð mannanna skoðuð. Reikna má með því að niðurstaða úr greiningu liggir fyrir eftir einhverjar vikur. Þá mun einnig liggja fyrir sakhæfismat. Lögregla lagði í umfangsmiklum aðgerðum sínum, handtökum og húsleitum, fyrir tæpum fjórum viku hald á skotvopn. Karlmennirnir eru taldir hafa framleitt og breytt skotvopnum. Þeir hafi notað þrívíddarprentara til verksins. Mat geðlæknis á alvarleika samskipta mannanna gæti spilað lykilhlutverk í ákvörðun um hvort karlmennirnir verði ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk eða fyrir vopnalagabrot. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru þó lausir úr einangrun sem þeir hafa sætt frá því þeir voru handteknir. Annar hafði rétt losnað úr vikulangri einangrun þegar hann var handtekinn. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn á föstudaginn til Landsréttar. Má reikna með niðurstöðu í Landsrétti á morgun. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá því að óskað hafi verið eftir því að geðlæknir meti hversu mikil alvara hafi verið fólgin í skilaboðum sem karlmennirnir sendu sín á milli. Þar ræddu þeir reglulega um að vilja gera fólki mein. Núverandi og fyrrverandi þingmenn Pírata bar á góma í slíkum skilaboðum mannanna á milli. Sömuleiðis sósíalistarnir Gunnar Smári Egilsson og Sólveig Anna Jónsdóttir. Þá hefur komið fram að mennirnir höfðu á orði að drepa lögreglumenn á fyrirhugaðri árshátíð þeirra. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reglulega gerð krafa um geðmat þegar fólk er sakað um brot af þessum toga. Þá er geðlæknir fenginn til að meta marga hluti. Tekin eru viðtöl við mennina, þeir settir í próf og þá verða skilaboð mannanna skoðuð. Reikna má með því að niðurstaða úr greiningu liggir fyrir eftir einhverjar vikur. Þá mun einnig liggja fyrir sakhæfismat. Lögregla lagði í umfangsmiklum aðgerðum sínum, handtökum og húsleitum, fyrir tæpum fjórum viku hald á skotvopn. Karlmennirnir eru taldir hafa framleitt og breytt skotvopnum. Þeir hafi notað þrívíddarprentara til verksins. Mat geðlæknis á alvarleika samskipta mannanna gæti spilað lykilhlutverk í ákvörðun um hvort karlmennirnir verði ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk eða fyrir vopnalagabrot. Karlmennirnir voru báðir úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru þó lausir úr einangrun sem þeir hafa sætt frá því þeir voru handteknir. Annar hafði rétt losnað úr vikulangri einangrun þegar hann var handtekinn. Verjendur beggja kærðu úrskurðinn á föstudaginn til Landsréttar. Má reikna með niðurstöðu í Landsrétti á morgun.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09
Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59