„Skarpan kraft“ þurfti til að veita stungusárin Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2022 18:47 Frá vettvangi á Ólafsfirði. Vísir/Tryggvi Páll Frekari rannsóknir þarf til að sýna fram á hvort maðurinn sem banaði öðrum á Ólafsfirði í byrjun mánaðarins gerði það í sjálfsvörn eða ekki. Hinn látni er talinn hafa átt upptökin og mætt með hnîf á vettvang. Maðurinn sem var handtekinn var nýverið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og þá að mestu á þeim grundvelli að hann er á reynslulausn og er grunaður um fjölda alvarlegra brota á undanförnum mánuðum. Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra gegn manninum. Hann var þann 10. október síðastliðinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eða til 7. nóvember. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem birtur var með úrskurði Landsréttar, kemur fram að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi segir hinn látna hafa veist að sér með hnífi og sært sig í andliti og læri. Við átök þeirra fékk hinn látni einnig stungusár og meðal annars tvö sár á vinstri síðu, sem talin eru hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að á þessu stigi málsins verði engu slegið föstu um það hvort hinn látni hafi hlotið stungusárin af slysni í átökunum eða hvort refsileysisástæður kunni að eiga við. Frekari tæknilegar rannsóknir þurfi að fara fram til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Hins vegar er maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna endurtekinna og alvarlega brota. Grunaður um alvarleg brot Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var sleppt úr fangelsi á reynslulausn þann 15. mars síðastliðinn. Síðan þá er hann sagður hafa komið sex sinnum við sögu lögreglu út af nokkurskonar meintum brotum. Þar á meðal er innflutningur fíkniefna, eignaspjöll, þjófnaður, húsbrot, rán, frelsissvipting og líkamsárás. Sjá einnig: Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Verjandi mannsins hefur gefið þær skýringar að hann hafi verið að verjast árás hins látna og að hnífurinn hljóti að hafa hafnað í honum í átökunum. Mögulega þegar maðurinn hrinti hinum látna eða reyndi að bera höndina fyrir sig þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Verjandinn segir einnig að áverkar á hinum látna komi ekki heim og saman við það að maðurinn hafi haldið á hnífnum. Hann sé örvhentur og myndi því ekki stinga þann látna í vinstri síðuna. „Áverkarnir samræmist hins vegar því að hann hafi ýtt hendi hins látna frá sér með vinstri hendi, sér til varnar, eftir að hafa hlotið stungu í lærið og þá hafi hægri hönd hins látna snúist með hnífinn í átt að vinstri síðu hins látna og hann hlotið stungu við það,“ er haft eftir verjandanum í úrskurðinum. Skýringar sagðar ófullnægjandi Í málsatvika hluta úrskurðarins segir það ekki fullnægjandi skýringar á því hvernig hinn látni hafi særst svo alvarlega eins og hann gerði. Kona sem var í íbúðinni styður þann framburð að hinn látni hafi byrjað átökin en í úrskurðinum segir að rannsóknargögn bendi til þess að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi hafi á einhverjum tímapunkti náð yfirhöndum í átökunum og stjórn á hnífnum. Í kjölfarið hafi hann stungið hinn látna tvisvar svo hann lést. „Saga X [mannsins] um að hann hafi náð hnífnum af A [hinum látna] með því að ná hendi hans undir hægri hendi sína og þá hafi A fallið niður. Þetta að mínu mati stenst ekki nánari skoðun,“ segir í gæsluvarðhaldskröfunni, samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Maðurinn sem var handtekinn var nýverið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald og þá að mestu á þeim grundvelli að hann er á reynslulausn og er grunaður um fjölda alvarlegra brota á undanförnum mánuðum. Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra gegn manninum. Hann var þann 10. október síðastliðinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eða til 7. nóvember. Í úrskurði Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem birtur var með úrskurði Landsréttar, kemur fram að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi segir hinn látna hafa veist að sér með hnífi og sært sig í andliti og læri. Við átök þeirra fékk hinn látni einnig stungusár og meðal annars tvö sár á vinstri síðu, sem talin eru hafa dregið hann til dauða. Í læknisvottorði segir að útlit sáranna bendi sterklega til þess að „skarpan kraft“ hafi þurft til að veita þau með hnífi. Í niðurstöðum úrskurðarins segir að á þessu stigi málsins verði engu slegið föstu um það hvort hinn látni hafi hlotið stungusárin af slysni í átökunum eða hvort refsileysisástæður kunni að eiga við. Frekari tæknilegar rannsóknir þurfi að fara fram til að varpa skýrara ljósi á atburðarásina. Hins vegar er maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna endurtekinna og alvarlega brota. Grunaður um alvarleg brot Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var sleppt úr fangelsi á reynslulausn þann 15. mars síðastliðinn. Síðan þá er hann sagður hafa komið sex sinnum við sögu lögreglu út af nokkurskonar meintum brotum. Þar á meðal er innflutningur fíkniefna, eignaspjöll, þjófnaður, húsbrot, rán, frelsissvipting og líkamsárás. Sjá einnig: Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Verjandi mannsins hefur gefið þær skýringar að hann hafi verið að verjast árás hins látna og að hnífurinn hljóti að hafa hafnað í honum í átökunum. Mögulega þegar maðurinn hrinti hinum látna eða reyndi að bera höndina fyrir sig þegar hinn látni stakk hann í andlitið. Verjandinn segir einnig að áverkar á hinum látna komi ekki heim og saman við það að maðurinn hafi haldið á hnífnum. Hann sé örvhentur og myndi því ekki stinga þann látna í vinstri síðuna. „Áverkarnir samræmist hins vegar því að hann hafi ýtt hendi hins látna frá sér með vinstri hendi, sér til varnar, eftir að hafa hlotið stungu í lærið og þá hafi hægri hönd hins látna snúist með hnífinn í átt að vinstri síðu hins látna og hann hlotið stungu við það,“ er haft eftir verjandanum í úrskurðinum. Skýringar sagðar ófullnægjandi Í málsatvika hluta úrskurðarins segir það ekki fullnægjandi skýringar á því hvernig hinn látni hafi særst svo alvarlega eins og hann gerði. Kona sem var í íbúðinni styður þann framburð að hinn látni hafi byrjað átökin en í úrskurðinum segir að rannsóknargögn bendi til þess að maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi hafi á einhverjum tímapunkti náð yfirhöndum í átökunum og stjórn á hnífnum. Í kjölfarið hafi hann stungið hinn látna tvisvar svo hann lést. „Saga X [mannsins] um að hann hafi náð hnífnum af A [hinum látna] með því að ná hendi hans undir hægri hendi sína og þá hafi A fallið niður. Þetta að mínu mati stenst ekki nánari skoðun,“ segir í gæsluvarðhaldskröfunni, samkvæmt úrskurði héraðsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Tengdar fréttir Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03 Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38 Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fjögurra vikna gæsluvarðhald í Ólafsfjarðarmálinu Einn þeirra sem handtekinn var á Ólafsfirði í síðustu viku vegna gruns um aðild að manndrápi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 11. október 2022 11:03
Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10. október 2022 19:38
Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10. október 2022 12:18