Setjum samdrátt samfélagslosunar í forgang Jóna Bjarnadóttir skrifar 20. október 2022 11:01 Eftirspurn eftir grænni orku hefur aldrei verið meiri og mikið er rætt um að það vanti meiri græna orku hér á landi. En fyrir hvað vantar okkur orkuna? Stærsta uppspretta losunar á heimsvísu er notkun jarðefnaeldsneytis (bensín, olía, gas og kol). Eitthvað sem veldur ekki losun gróðurhúsalofttegunda þarf að koma í staðinn fyrir þetta eldsneyti í samgöngum og iðnaði. Lykillinn að lausninni er þannig að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega græna orku. Að skipta úr olíu og bensíni krefst meiri orkuvinnslu á Íslandi. Ef aðeins er litið á þau orkuskipti sem skila samdrætti í samfélagslosun þá blasir við að orkuvinnslan okkar þarf að aukast um 40% fram til ársins 2040, eða 8 TWst. Samfélagslosun á okkar ábyrgð Í París fyrir 7 árum sammæltust ríki heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í loftslagsmálum. Sett var sameiginleg framtíðarsýn um að halda hækkun hitastigs innan við 1,5°C. Í kjölfarið settu ríki og ríkjasambönd sér markmið um samdrátt í losun til 2030. Íslensk stjórnvöld hafa í samfloti með öðrum löndum i Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Þessi markmið skiptast í þrjá flokka og er eingöngu einn þeirra á beina ábyrgð Íslands, svo kölluð samfélagslosun. Þetta er sú losun sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka. Ef losað er meira þá þarf að borga. Það er því mikilvægt að forgangsraða fjármunum í aðgerðir sem draga úr samfélagslosun svo ekki þurfi að greiða tugi milljarða króna, verði losun umfram þær heimildir sem við höfum. Þá er ótalinn sá álitshnekkir sem við verðum fyrir ef við sýnum ekki metnað til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Samfélagslosun er sú losun verður vegna notkunar á hinum ýmsu vörum og þjónustu hér á landi og framleiðslu, annarri en stóriðju. Verkefnið er að draga saman þessa losun um 1,3 milljónir tonna fyrir 2030 úr þeim geirum sem falla undir samfélagslosunina. Má þar nefna ferðaþjónustu, sjávarútveg, landbúnað, byggingariðnaðinn, vinnslu raforku með jarðvarma, sorp og endurvinnslu. Stóriðjan, millilandaflug og millilandasiglingar falla ekki undir markmið samfélagslosunar (á beina ábyrgð Íslands) heldur viðskiptakerfi með losunarheimildir. Það kerfi er helsta stjórntæki Evrópusambandsins til að ná fram samdrætti í losun í geirum sem ganga þvert á landamæri. Hér eru ekki sett sértæk markmið fyrir einstök ríki heldur er unnið að sameiginlegu markmiði um samdrátt fyrir álfuna alla. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis falla ekki heldur undir samfélagslosun heldur eru mótvægisaðgerðir sem binda kolefni úr andrúmslofti ásamt því að geta bætt landgæði, vistgerðir og stutt við líffræðilegan fjölbreytileika. Þessar aðgerðir falla undir markmið um að nettó losun aukist ekki vegna landnotkunar. Þarna er okkur að ganga vel, nettó losun hefur dregist saman, en sá samdráttur telur hins vegar ekki í skuldbindingum landsins. Grípum til aðgerða sem telja Verkefnið sem liggur fyrir okkur hvar sem við stöndum í atvinnulífinu er að grípa til aðgerða sem styðja við skuldbindingar stjórnvalda. Verkefnið er stórt og snertir okkur öll. Við þurfum að draga úr losun. En hvert eigum við að beina sjónum okkar þegar við veljum til hvaða aðgerða skuli grípa?Við þurfum skýran fókus á raunhæfar aðgerðir sem skila árangri. Þar tróna orkuskipti í samgöngum innanlands efst á blaði. Þau verða ekki að veruleika nema með aukinni öflun grænnar orku. Samhliða aukinni orkuöflun þarf að hlúa að nýsköpun og þróun grænna lausna sem stuðla að bættri orkunýtni og auðlindanotkun hvort heldur sem horft ef til framleiðsluferla eða neysluvenja. Draga þarf úr auðlindasóun almennt og virkja hringrásarhagkerfið. En það er ekki nóg fyrir orkuskiptin sem eru framundan. Það skiptir mestu máli að vinna markvisst að orkuskiptum innanlands. Þar leika t.d. ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og byggingaiðnaðurinn lykilhlutverk við að breyta neyslumynstri og búa til eftirspurn. Orkuframleiðendur þurfa að tryggja orku til verksins. Það þarf að afla nýrrar grænnar orku samhliða því að vinna að bættri nýtingu flutningskerfis og fyrirliggjandi aflstöðva. Styðjum við skuldbindingar Íslands Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að styðja við skuldbindingar Íslands. Það gerum við með samdrætti í losun frá okkar eigin starfsemi, með stuðningi við þróun lausna til orkuskipta og með öflun grænnar orku til orkuskipta innanlands. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja heldur vinna einbeitt að því að þjóðin nái að standa við skuldbindingar sínar. Þannig verða Íslendingar hluti af lausn þess neyðarástands sem ríkir i heiminum öllum vegna loftslagsbreytinga Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Loftslagsmál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Sjá meira
Eftirspurn eftir grænni orku hefur aldrei verið meiri og mikið er rætt um að það vanti meiri græna orku hér á landi. En fyrir hvað vantar okkur orkuna? Stærsta uppspretta losunar á heimsvísu er notkun jarðefnaeldsneytis (bensín, olía, gas og kol). Eitthvað sem veldur ekki losun gróðurhúsalofttegunda þarf að koma í staðinn fyrir þetta eldsneyti í samgöngum og iðnaði. Lykillinn að lausninni er þannig að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir endurnýjanlega græna orku. Að skipta úr olíu og bensíni krefst meiri orkuvinnslu á Íslandi. Ef aðeins er litið á þau orkuskipti sem skila samdrætti í samfélagslosun þá blasir við að orkuvinnslan okkar þarf að aukast um 40% fram til ársins 2040, eða 8 TWst. Samfélagslosun á okkar ábyrgð Í París fyrir 7 árum sammæltust ríki heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir í loftslagsmálum. Sett var sameiginleg framtíðarsýn um að halda hækkun hitastigs innan við 1,5°C. Í kjölfarið settu ríki og ríkjasambönd sér markmið um samdrátt í losun til 2030. Íslensk stjórnvöld hafa í samfloti með öðrum löndum i Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Þessi markmið skiptast í þrjá flokka og er eingöngu einn þeirra á beina ábyrgð Íslands, svo kölluð samfélagslosun. Þetta er sú losun sem ríkið hefur skuldbundið sig til að minnka. Ef losað er meira þá þarf að borga. Það er því mikilvægt að forgangsraða fjármunum í aðgerðir sem draga úr samfélagslosun svo ekki þurfi að greiða tugi milljarða króna, verði losun umfram þær heimildir sem við höfum. Þá er ótalinn sá álitshnekkir sem við verðum fyrir ef við sýnum ekki metnað til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Samfélagslosun er sú losun verður vegna notkunar á hinum ýmsu vörum og þjónustu hér á landi og framleiðslu, annarri en stóriðju. Verkefnið er að draga saman þessa losun um 1,3 milljónir tonna fyrir 2030 úr þeim geirum sem falla undir samfélagslosunina. Má þar nefna ferðaþjónustu, sjávarútveg, landbúnað, byggingariðnaðinn, vinnslu raforku með jarðvarma, sorp og endurvinnslu. Stóriðjan, millilandaflug og millilandasiglingar falla ekki undir markmið samfélagslosunar (á beina ábyrgð Íslands) heldur viðskiptakerfi með losunarheimildir. Það kerfi er helsta stjórntæki Evrópusambandsins til að ná fram samdrætti í losun í geirum sem ganga þvert á landamæri. Hér eru ekki sett sértæk markmið fyrir einstök ríki heldur er unnið að sameiginlegu markmiði um samdrátt fyrir álfuna alla. Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis falla ekki heldur undir samfélagslosun heldur eru mótvægisaðgerðir sem binda kolefni úr andrúmslofti ásamt því að geta bætt landgæði, vistgerðir og stutt við líffræðilegan fjölbreytileika. Þessar aðgerðir falla undir markmið um að nettó losun aukist ekki vegna landnotkunar. Þarna er okkur að ganga vel, nettó losun hefur dregist saman, en sá samdráttur telur hins vegar ekki í skuldbindingum landsins. Grípum til aðgerða sem telja Verkefnið sem liggur fyrir okkur hvar sem við stöndum í atvinnulífinu er að grípa til aðgerða sem styðja við skuldbindingar stjórnvalda. Verkefnið er stórt og snertir okkur öll. Við þurfum að draga úr losun. En hvert eigum við að beina sjónum okkar þegar við veljum til hvaða aðgerða skuli grípa?Við þurfum skýran fókus á raunhæfar aðgerðir sem skila árangri. Þar tróna orkuskipti í samgöngum innanlands efst á blaði. Þau verða ekki að veruleika nema með aukinni öflun grænnar orku. Samhliða aukinni orkuöflun þarf að hlúa að nýsköpun og þróun grænna lausna sem stuðla að bættri orkunýtni og auðlindanotkun hvort heldur sem horft ef til framleiðsluferla eða neysluvenja. Draga þarf úr auðlindasóun almennt og virkja hringrásarhagkerfið. En það er ekki nóg fyrir orkuskiptin sem eru framundan. Það skiptir mestu máli að vinna markvisst að orkuskiptum innanlands. Þar leika t.d. ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn og byggingaiðnaðurinn lykilhlutverk við að breyta neyslumynstri og búa til eftirspurn. Orkuframleiðendur þurfa að tryggja orku til verksins. Það þarf að afla nýrrar grænnar orku samhliða því að vinna að bættri nýtingu flutningskerfis og fyrirliggjandi aflstöðva. Styðjum við skuldbindingar Íslands Við hjá Landsvirkjun vinnum markvisst að því að styðja við skuldbindingar Íslands. Það gerum við með samdrætti í losun frá okkar eigin starfsemi, með stuðningi við þróun lausna til orkuskipta og með öflun grænnar orku til orkuskipta innanlands. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar svo sannarlega ekki að láta sitt eftir liggja heldur vinna einbeitt að því að þjóðin nái að standa við skuldbindingar sínar. Þannig verða Íslendingar hluti af lausn þess neyðarástands sem ríkir i heiminum öllum vegna loftslagsbreytinga Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar