„Mig langar næstum að gubba yfir þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. október 2022 13:03 Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir að það yrði mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum. Formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir það vera ömurlegt að fordómafullum boðskap sé haldið að börnum í Vottum Jéhóva. Umdeilt kennslumyndband sé hreint út sagt ógeðslegt. Hún segir það mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum en finnst ástæða til að fylgjast með þróuninni hjá Norðmönnum í þessum efnum. Kennslumyndband Votta Jehóva um samkynja hjónabönd hefur farið sem eldur í sinu um netheima sætt harðri gagnrýni. „Fyrst langar mig nú að segja að þetta myndband sem ég er búin að sjá frá Vottum Jéhóva er ógeðslegt. Manni langar næstum að gubba yfir þetta. Þetta er viðbjóðslegt og mér finnst ömurlegt að svona boðskapur sé hafður í heiðri og honum haldið að börnum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um hvernig endurskoðun á lögum um sóknargjöld miðaði. Lilja Torfadóttir, fyrrverandi sóknarbarn, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hópur fyrrverandi Votta, krefðist þess að ríkið svipti trúfélagið sóknargjöldum en hún var gerð brottræk úr söfnuðinum fyrir að vera samkynhneigð. „Við höfum haft fréttir af því að í Noregi hafi Vottar Jehóva verið sviptir sóknargjöldum sínum og ég hef kallað eftir upplýsingum um það hverju það sætir. Ég hef rætt þetta við nokkra norska þingmenn sem kannast ekki við málið þannig að þetta hefur ekki verið nein umræða á pólitískum vettvangi heldur skilst mér að þetta sé á vettvangi embættismanna.“ Málið snúist um hvort Vottar uppfylli skilyrði laga um trúfélög. „Mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum það sem þarna er en ég segi samt sem áður að við búum við trúfrelsi og sóknargjöldin eru þannig að hver og einn ræður hvert þau fara eftir því í hvaða sókn hann er skráður og trúfrelsi er auðvitað grunnurinn í okkar stjórnarskrá og ofboðslega mikilvægt þannig að það að ganga freklega inn í það er auðvitað ofboðslega mikið inngrip eins og ég hef áður sagt. En mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum hvað er að gerast í Noregi, mér skilst að því máli hafi verið áfrýjað og sé í einhverjum farvegi þar þannig að ég fylgist bara spennt með hvað gerist þar.“ Börn og uppeldi Hinsegin Trúmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25 Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Kennslumyndband Votta Jehóva um samkynja hjónabönd hefur farið sem eldur í sinu um netheima sætt harðri gagnrýni. „Fyrst langar mig nú að segja að þetta myndband sem ég er búin að sjá frá Vottum Jéhóva er ógeðslegt. Manni langar næstum að gubba yfir þetta. Þetta er viðbjóðslegt og mér finnst ömurlegt að svona boðskapur sé hafður í heiðri og honum haldið að börnum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um hvernig endurskoðun á lögum um sóknargjöld miðaði. Lilja Torfadóttir, fyrrverandi sóknarbarn, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hópur fyrrverandi Votta, krefðist þess að ríkið svipti trúfélagið sóknargjöldum en hún var gerð brottræk úr söfnuðinum fyrir að vera samkynhneigð. „Við höfum haft fréttir af því að í Noregi hafi Vottar Jehóva verið sviptir sóknargjöldum sínum og ég hef kallað eftir upplýsingum um það hverju það sætir. Ég hef rætt þetta við nokkra norska þingmenn sem kannast ekki við málið þannig að þetta hefur ekki verið nein umræða á pólitískum vettvangi heldur skilst mér að þetta sé á vettvangi embættismanna.“ Málið snúist um hvort Vottar uppfylli skilyrði laga um trúfélög. „Mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum það sem þarna er en ég segi samt sem áður að við búum við trúfrelsi og sóknargjöldin eru þannig að hver og einn ræður hvert þau fara eftir því í hvaða sókn hann er skráður og trúfrelsi er auðvitað grunnurinn í okkar stjórnarskrá og ofboðslega mikilvægt þannig að það að ganga freklega inn í það er auðvitað ofboðslega mikið inngrip eins og ég hef áður sagt. En mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum hvað er að gerast í Noregi, mér skilst að því máli hafi verið áfrýjað og sé í einhverjum farvegi þar þannig að ég fylgist bara spennt með hvað gerist þar.“
Börn og uppeldi Hinsegin Trúmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25 Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25
Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45