„Ekki hægt að vera úti í garði því þig langar bara að æla yfir lyktinni“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. október 2022 20:18 Jökull Bergmann segir lyktina, þegar hún sé sem verst, þess eðlis að ekki sé hægt að opna glugga í grennd við fiskiþurrkunarstöð Samherja á Dalvík. Vísir/samsett Þegar hún er sem verst er lyktinni frá fiskþurrkun Samherja á Dalvík lýst þannig að ekki sé hægt að opna glugga fyrir fiskifýlu. Ekki sé um hefðbundna peningalykt að ræða heldur lykt þar sem ætla mætti að fiskurinn sé úldinn. Þrátt fyrir ítrekaðar kvartanir bæjarbúa virðist það ekki í áætlunum Samherja að gera neitt í málinu. „Þú verður að athuga það að ég vann sjálfur við að þrífa beinagrindur af dauðum dýrum, þannig ég er öllu vanur þegar það kemur að vondri lykt,“ segir Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður sem er búsettur á Dalvík. Hann hefur ítrekað kvartað yfir lyktinni. Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður.vísir „Þetta er aðallega bara hvimleitt og lítið sem hefur gerst í því og lítið gengið að eiga við Samherja eða Heilbrigðiseftirlitið,“ segir Jökull í samtali við fréttastofu. Í byrjun októbermánaðar samþykkti Byggðarráð Dalvíkurbyggðar að taka saman drög að svarbréfi við kvörtun sem barst vegna ólyktarinnar. Verður það unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Eins og að geyma fisk undir sófa Þá lá næst við að spyrja hvort um óþarfa væl sé að ræða, er ekki bara um hefðbundna fiskilykt að ræða í sjávarþorpi? „Þetta er ekki svona peningalykt eins og hún er kölluð, þar sem bræðslur eru og annað slíkt,“ svarar Jökull. „Þetta er í rauninni bara úldin fiskifýla, eins og þú myndir drepa fisk og geyma hann undir sófanum heima hjá þér í hálfan mánuð. Þannig getur þú ímyndað þér lyktina.“ Lyktin sé þó misslæm eftir því hversu ferskur fiskurinn er. „En það kemur reglulega upp að það sé algjörlega ólíft. Ekki hægt að hengja föt upp á snúru. Á sumrin er ekki hægt að vera úti í garði og grilla því þig langar bara að æla yfir lyktinni,“ segir Jökull. Samherji ríki í ríkinu Jökull segir fátt um svör hjá Samherja þegar kvartað hefur verið yfir lyktinni. Öllum hans erindum, á ýmsa starfsmenn, hefur ekki verið svarað. „Þú veist hvernig þetta er með Samherja, þetta er ríki í ríkinu.“ Hann segir marga bæjarbúa þó ekki kvarta mikið enda sé um helmingur íbúa sem hafi sitt lífsviðurværi af sjávarútvegsrisanum. Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. „Manni finnst þetta vera svo mikill óþarfi, það er aðallega það sem fer í taugarnar á manni. Vitandi það að þetta fyrirtæki hefur algjörlega bolmagn til að flytja þessa starfsemi eitthvert þar sem þetta truflar engan. Þó það kosti eitthvað þá er alveg nóg til.“ Slík aðgerð myndi leysa öll þessi vandamál, segir Jökull, en ítrekar að erfitt reynist oft að eiga í samskiptum við stórfyrirtækið. „Maður fær það alveg á tilfinninguna með Samherja að ef það er ekki þeirra hugmynd eða algjörlega á þeirra forsendum, þá sé ekki séns að hluturinn sé gerður. Smá svona bully-stemning, en það getur bara verið ímyndunarveiki. Ætli þetta sé ekki bara svo lítið mál í þeirra huga að þeir séu ekkert að spá í þetta. Þeir hafa eflaust þarfari hnöppum að hneppa.“ Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Þú verður að athuga það að ég vann sjálfur við að þrífa beinagrindur af dauðum dýrum, þannig ég er öllu vanur þegar það kemur að vondri lykt,“ segir Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður sem er búsettur á Dalvík. Hann hefur ítrekað kvartað yfir lyktinni. Jökull Bergmann, fjallaleiðsögumaður.vísir „Þetta er aðallega bara hvimleitt og lítið sem hefur gerst í því og lítið gengið að eiga við Samherja eða Heilbrigðiseftirlitið,“ segir Jökull í samtali við fréttastofu. Í byrjun októbermánaðar samþykkti Byggðarráð Dalvíkurbyggðar að taka saman drög að svarbréfi við kvörtun sem barst vegna ólyktarinnar. Verður það unnið í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Eins og að geyma fisk undir sófa Þá lá næst við að spyrja hvort um óþarfa væl sé að ræða, er ekki bara um hefðbundna fiskilykt að ræða í sjávarþorpi? „Þetta er ekki svona peningalykt eins og hún er kölluð, þar sem bræðslur eru og annað slíkt,“ svarar Jökull. „Þetta er í rauninni bara úldin fiskifýla, eins og þú myndir drepa fisk og geyma hann undir sófanum heima hjá þér í hálfan mánuð. Þannig getur þú ímyndað þér lyktina.“ Lyktin sé þó misslæm eftir því hversu ferskur fiskurinn er. „En það kemur reglulega upp að það sé algjörlega ólíft. Ekki hægt að hengja föt upp á snúru. Á sumrin er ekki hægt að vera úti í garði og grilla því þig langar bara að æla yfir lyktinni,“ segir Jökull. Samherji ríki í ríkinu Jökull segir fátt um svör hjá Samherja þegar kvartað hefur verið yfir lyktinni. Öllum hans erindum, á ýmsa starfsmenn, hefur ekki verið svarað. „Þú veist hvernig þetta er með Samherja, þetta er ríki í ríkinu.“ Hann segir marga bæjarbúa þó ekki kvarta mikið enda sé um helmingur íbúa sem hafi sitt lífsviðurværi af sjávarútvegsrisanum. Höfðstöðvar Samherja á Dalvík að Ránarbraut. „Manni finnst þetta vera svo mikill óþarfi, það er aðallega það sem fer í taugarnar á manni. Vitandi það að þetta fyrirtæki hefur algjörlega bolmagn til að flytja þessa starfsemi eitthvert þar sem þetta truflar engan. Þó það kosti eitthvað þá er alveg nóg til.“ Slík aðgerð myndi leysa öll þessi vandamál, segir Jökull, en ítrekar að erfitt reynist oft að eiga í samskiptum við stórfyrirtækið. „Maður fær það alveg á tilfinninguna með Samherja að ef það er ekki þeirra hugmynd eða algjörlega á þeirra forsendum, þá sé ekki séns að hluturinn sé gerður. Smá svona bully-stemning, en það getur bara verið ímyndunarveiki. Ætli þetta sé ekki bara svo lítið mál í þeirra huga að þeir séu ekkert að spá í þetta. Þeir hafa eflaust þarfari hnöppum að hneppa.“
Dalvíkurbyggð Sjávarútvegur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira