Bandarískur flugmaður sem vann í Kína handtekinn í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2022 11:54 Bandaríkjamaðurinn flaug Harrier-þotum í landgönguliði Bandaríkjanna og kenndi öðrum flugmönnum. Getty/Francesco Militello Mirto Bandarískur maður sem var flugmaður í landgönguliði Bandaríkjanna var nýverið handtekinn í Ástralíu og stendur til að framselja hann í Bandaríkjunum. Kínverjar eru sagðir hafa leitað til vestrænna flugmanna varðandi þjálfun í Kína. Daniel Edmund Duggan (54) var handtekinn á föstudaginn en í frétt Reuters segir að dómsskjöl bendi til þess að hann verði mögulega framseldur til Bandaríkjanna eftir að yfirvöld þar báðu um að hann yrði handtekinn. Fyrir hvað er ekki ljóst og framsalsbeiðni hefur ekki verið lögð fram. Ástæða þess að handtakan hefur vakið athygli er að yfirvöld í Bretlandi vöruðu nýverið við því að fyrrverandi flugmenn breska flughersins væru að vinna fyrir kínverska herinn og hjálpa til við þjálfun kínverskra flugmanna og við mótun áætlana fyrir átök gegn vestræna flugmenn. Yfirvöld í Ástralíu eru einnig að rannsaka hvort fyrrverandi flugmenn flughers ríkisins hafa einnig verið að vinna í Kína. Duggan flaug orrustuþotum í bandaríska landgönguliðinu og þjálfaði aðra flugmenn. Samkvæmt heimildum Reuters er Duggan eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna vinnu hans í Kína. Hann flutti til Ástralíu eftir að hafa starfað í bandaríska flughernum í áratug. Þar stofnaði hann fyrirtæki sem heitir Top Gun Tasmania og réði hann orrustuflugmenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi til að fljúga með ferðamenn í hraðfleygum þotum. Hann flutti svo til Kína árið 2014 og seldi Top Gun Tasmania í kjölfarið. Reuters vísar í LinkedIn-prófíl Duggans og segir að þar komi fram að hann hafi unnið fyrir ráðgjafafyrirtæki í Kína sem hann stofnaði sjálfur. Ástralía Bandaríkin Kína Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Bandaríkjamenn hafa sakað þrettán kínverska ríkisborgara um njósnir og ólögleg afskipti. Dómsmálaráðherra greindi frá meintum tilraunum Kínverja á blaðamannafundi í dag. 24. október 2022 23:28 Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25 Vilja dæla vopnum til Taívans Ráðamenn í Bandaríkjunum vilja koma fyrir miklum birgðum af vopnum í Taívan ef ske kynni að Kínverjar reyndu að gera innrás þar. Markmiðið er að gera eyríkinu kleift að verjast innrás þrátt fyrir að Kínverjar einangri Taívan um langt skeið. 5. október 2022 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Daniel Edmund Duggan (54) var handtekinn á föstudaginn en í frétt Reuters segir að dómsskjöl bendi til þess að hann verði mögulega framseldur til Bandaríkjanna eftir að yfirvöld þar báðu um að hann yrði handtekinn. Fyrir hvað er ekki ljóst og framsalsbeiðni hefur ekki verið lögð fram. Ástæða þess að handtakan hefur vakið athygli er að yfirvöld í Bretlandi vöruðu nýverið við því að fyrrverandi flugmenn breska flughersins væru að vinna fyrir kínverska herinn og hjálpa til við þjálfun kínverskra flugmanna og við mótun áætlana fyrir átök gegn vestræna flugmenn. Yfirvöld í Ástralíu eru einnig að rannsaka hvort fyrrverandi flugmenn flughers ríkisins hafa einnig verið að vinna í Kína. Duggan flaug orrustuþotum í bandaríska landgönguliðinu og þjálfaði aðra flugmenn. Samkvæmt heimildum Reuters er Duggan eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna vinnu hans í Kína. Hann flutti til Ástralíu eftir að hafa starfað í bandaríska flughernum í áratug. Þar stofnaði hann fyrirtæki sem heitir Top Gun Tasmania og réði hann orrustuflugmenn frá Bandaríkjunum og Bretlandi til að fljúga með ferðamenn í hraðfleygum þotum. Hann flutti svo til Kína árið 2014 og seldi Top Gun Tasmania í kjölfarið. Reuters vísar í LinkedIn-prófíl Duggans og segir að þar komi fram að hann hafi unnið fyrir ráðgjafafyrirtæki í Kína sem hann stofnaði sjálfur.
Ástralía Bandaríkin Kína Hernaður Tengdar fréttir Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Bandaríkjamenn hafa sakað þrettán kínverska ríkisborgara um njósnir og ólögleg afskipti. Dómsmálaráðherra greindi frá meintum tilraunum Kínverja á blaðamannafundi í dag. 24. október 2022 23:28 Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25 Vilja dæla vopnum til Taívans Ráðamenn í Bandaríkjunum vilja koma fyrir miklum birgðum af vopnum í Taívan ef ske kynni að Kínverjar reyndu að gera innrás þar. Markmiðið er að gera eyríkinu kleift að verjast innrás þrátt fyrir að Kínverjar einangri Taívan um langt skeið. 5. október 2022 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bandaríkjamenn saka Kínverja um njósnir Bandaríkjamenn hafa sakað þrettán kínverska ríkisborgara um njósnir og ólögleg afskipti. Dómsmálaráðherra greindi frá meintum tilraunum Kínverja á blaðamannafundi í dag. 24. október 2022 23:28
Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um ákveðna einstaklinga Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn. 21. október 2022 12:25
Vilja dæla vopnum til Taívans Ráðamenn í Bandaríkjunum vilja koma fyrir miklum birgðum af vopnum í Taívan ef ske kynni að Kínverjar reyndu að gera innrás þar. Markmiðið er að gera eyríkinu kleift að verjast innrás þrátt fyrir að Kínverjar einangri Taívan um langt skeið. 5. október 2022 17:09