Hagnaður Meta dróst saman um helming Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2022 12:16 AP/Michael Dwyer Virði hlutabréfa Meta, áður Facebook, hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að fyrirtækið birti annað ársfjórðungsuppgjörið í röð þar sem tekjur hafa dregist saman. Félagið er nærri því að falla úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna eftir mjög erfitt rekstrarár. Í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í gær kom meðal annars fram að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á milli ára og var það annar ársfjórðungurinn í röð sem það gerist. Í kjölfarið lækkaði virði hlutabréfa Meta töluvert. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en það er samdráttur um 52 prósent frá sama fjórðungi í fyrra, þegar hagnaðurinn var 9,2 milljarðar. Bloomberg segir að virði Meta hafi dregist saman um heila 520 milljarða dala á einungis einu ári og félagið gæti verið nærri því að detta úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna. Daglegir notendur Facebbok í september voru 1,98 milljarðar og mánaðarlegir notendur 2,96 milljarðar. Daglegir notendur allra miðla Meta í mánuðinum voru 2,93 milljarðar og mánaðarlegir voru 3,71 milljarðar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Meta, segir notendur aldrei hafa verið fleiri. Áhugasamir geta kynnt sér ársfjórðungsuppgjörið nánar hér á vef Meta og má hlusta á uppgjörskynninguna hér. Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Meta standi frammi fyrir ýmsum vandamálum. Þar á meðal sé versnandi efnahagsástand, aukin samkeppni frá öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og breytingar á auglýsingakerfi Apple, sem hefur komið niður á auglýsingatekjum META. Margir í svipuðum sporum Mörg af stærstu tæknifyrirtækjum Bandaríkjanna eiga í sambærilegum vandræðum eftir mikil vaxtarár á tímum Covid. Forsvarsmenn Google opinberuðu til að mynda mikla lækkun í hagnaði og það sama má segja um Microsoft þar sem spáð var ástandið myndi ekki skána á næsta ári. Þá hafa forsvarsmenn Amazon sagt að verið sé að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Í frétt New York Times segir þó að forsvarsmenn flestra fyrirtækja vildu eiga við sambærileg vandamál og stærstu tæknifyrirtækin. Google og Microsoft hafi til að mynda hagnast um 31,5 milljarð dala á þriðja ársfjórðungi þessa árs og búist sé við því að Apple opinberi rúmlega tuttugu milljarða hagnað á morgun. NYT segir að þó fyrirtækin hagnist á tá og fingri, ef svo má segja, sýni samdráttur í tekjum þeirra fram á ákveðin veikleika í hagkerfinu. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafi í raun ekki fundið nýjar tekjuleiðir í fjölmörg ár þrátt fyrir mikla fjárfestingu. Google og Meta hagnist enn mest á auglýsingum og Apple á sölu iPhone-síma. Meta Google Apple Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í ársfjórðungsuppgjöri sem birt var í gær kom meðal annars fram að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á milli ára og var það annar ársfjórðungurinn í röð sem það gerist. Í kjölfarið lækkaði virði hlutabréfa Meta töluvert. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en það er samdráttur um 52 prósent frá sama fjórðungi í fyrra, þegar hagnaðurinn var 9,2 milljarðar. Bloomberg segir að virði Meta hafi dregist saman um heila 520 milljarða dala á einungis einu ári og félagið gæti verið nærri því að detta úr flokki tuttugu verðmætustu félaga Bandaríkjanna. Daglegir notendur Facebbok í september voru 1,98 milljarðar og mánaðarlegir notendur 2,96 milljarðar. Daglegir notendur allra miðla Meta í mánuðinum voru 2,93 milljarðar og mánaðarlegir voru 3,71 milljarðar. Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Meta, segir notendur aldrei hafa verið fleiri. Áhugasamir geta kynnt sér ársfjórðungsuppgjörið nánar hér á vef Meta og má hlusta á uppgjörskynninguna hér. Wall Street Journal segir að forsvarsmenn Meta standi frammi fyrir ýmsum vandamálum. Þar á meðal sé versnandi efnahagsástand, aukin samkeppni frá öðrum samfélagsmiðlum eins og TikTok og breytingar á auglýsingakerfi Apple, sem hefur komið niður á auglýsingatekjum META. Margir í svipuðum sporum Mörg af stærstu tæknifyrirtækjum Bandaríkjanna eiga í sambærilegum vandræðum eftir mikil vaxtarár á tímum Covid. Forsvarsmenn Google opinberuðu til að mynda mikla lækkun í hagnaði og það sama má segja um Microsoft þar sem spáð var ástandið myndi ekki skána á næsta ári. Þá hafa forsvarsmenn Amazon sagt að verið sé að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Í frétt New York Times segir þó að forsvarsmenn flestra fyrirtækja vildu eiga við sambærileg vandamál og stærstu tæknifyrirtækin. Google og Microsoft hafi til að mynda hagnast um 31,5 milljarð dala á þriðja ársfjórðungi þessa árs og búist sé við því að Apple opinberi rúmlega tuttugu milljarða hagnað á morgun. NYT segir að þó fyrirtækin hagnist á tá og fingri, ef svo má segja, sýni samdráttur í tekjum þeirra fram á ákveðin veikleika í hagkerfinu. Forsvarsmenn þessara fyrirtækja hafi í raun ekki fundið nýjar tekjuleiðir í fjölmörg ár þrátt fyrir mikla fjárfestingu. Google og Meta hagnist enn mest á auglýsingum og Apple á sölu iPhone-síma.
Meta Google Apple Samfélagsmiðlar Tækni Bandaríkin Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira