Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 15:59 Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti Ferðafélags Íslands í september. Verulegur ágreiningur var á milli hennar og stjórnar hvernig taka átti á kvörtunum vegna áreitni og ofbeldis. Fullyrti hún að fararstjórum hafi verið leyft að starfa áfram á vegum FÍ þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Kristinn Ingvarsson Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. Anna Dóra sagði af sér sem forseti Ferðafélags Íslands í skugga deilna á milli hennar og stjórnar félagsins í síðasta mánuði. Sakaði hún stjórnina um að taka ekki rétt á málum sem varðaði kynferðislega áreitni eða ofbeldi sem komið hefðu upp á undanförnum árum. Lýsti hún einnig erfiðleikum í samskiptum við Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra, og að henni hafi reynst erfitt að fá svör frá honum um rekstur Ferðafélagsins. Á móti sakaði Sigrún Valbergsdóttir, sem tók við sem forseti FÍ, Önnu Dóru um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hún hafi viljað skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Í bréfi sem Sigrún skrifaði félögum í Ferðafélaginu í kjölfar afsagnar Önnu Dóru sagði hún að stjórnin hefði lagt fram tillögu um að Anna Dóra héldi sig til hlés um tíma á meðan fundin væri lausn á samskiptavandanum og að fengin yrði utanaðkomandi ráðgjafi til þess að aðstoða við það. Anna Dóra hafi hafnað þeim tillögum. Það sem kom ekki fram í lýsingu Sigrúnar á tillögum stjórnarinnar var að Anna Dóra átti hvorki að vera í daglegum samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólk á skrifstofu samkvæmt þeim. Í afriti af tillögunni sem Vísir er með kemur fram að fyrirkomulagið átti hvorki að vera gert opinbert né tilkynnt utan stjórnar og framkvæmdastjóra á nokkurn hátt. „Þarna átti ég bara að þegja“ Anna Dóra segir Vísi að þau Ólöf Kristín Sívertsen og Pétur Magnússon, stjórnarmenn hjá Ferðafélaginu, hafi mætt með tillöguna til hennar í vinnuna 5. júní. Þar hefðu þau lýst fyrir henni að hversu viðkvæmur Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri, væri og mikið að gera hjá honum. Því mætti hún ekki vera í sambandi við hann eða spyrja hann frekari spurninga um rekstur félagsins. „Svo drógu þau upp þetta blað og ætluðust til þess að ég skrifaði undir það á staðnum,“ segir Anna Dóra. Tillagan gerði ráð fyrir að Anna Dóra héldi sig til hlés og væri ekki í samband við stjórnendur eða starfsfólk Ferðafélagsins frá 1. júní til 31. september. Hún ætti að beina öllum erindum og fyrirspurnum sem hún fengi sem forseti til framkvæmdastjóra eða varaforseta til afgreiðslu. Í undantekningartilvikum, sem fulltrúar stjórnar ætluðu að leggja mat á hver væru, mætti forseti þó sinna ákveðnum verkum eða málum. Anna Dóra segist ekki hafa ekki viljað skrifa undir tillögunar að óathuguðu máli og skildu þau Ólöf og Pétur því bréfið eftir og sendu þær síðan í tölvupósti. „Ég fékk enga skýringu á því af hverju ég mætti ekki heldur tala við neinn af öðru starfsfólki eða neinn úr stjórninni.“ Skrifstofa Ferðafélags Íslands í Mörkinni. Anna Dóra átti ekki að hafa samband við starfsfólk þar samkvæmt tillögu sem stjórn félagsins lagði fram við hana í júní.Vísir/Egill Segir öllum spurningum svarað á félagsfundi í kvöld Anna Dóra skrifaði aldrei undir tillögurnar. Hún segir að í þeim hafi falist að hún ætti að bera ábyrgð á öllu sem forseti félagsins án þess að vera inni í rekstri þess. „Maður á aldrei að bera ábyrgð á einhverju sem maður veit ekki hvað er. Ég átti bara að halda mig til hlés. Ég átti ekki að koma nálægt neinu þarna. Ég kallaði þetta bara þöggunarbréf eða þöggunarsamning. Þarna átti ég bara að þegja,“ segir Anna Dóra. Ólöf Kristín sagðist ekki vilja tjá sig þegar Vísir bar undir hana hvers vegna stjórnin hafi lagt til að Anna Dóra mætti ekki ræða við framkvæmdastjóra, stjórn eða starfsfólk á skrifstofu Ferðafélagsins. Öllum spurningum yrði svarað á félagsfundi sem fer fram í kvöld. Ekki náðist í Pétur Magnússon við vinnslu fréttarinnar. Vantrauststillaga á stjórn Ferðafélagsins hefur verið boðuð fyrir félagsfundinn í kvöld. Kristín I. Pálsdóttir, félagi í FÍ, sakar stjórnina og framkvæmdastjóra um að taka kvartanir um ofbeldi og áreitni ekki alvarlega. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi,“ sagði í erindi sem Kristín sendi stjórn Ferðafélagsins. Hér fyrir neðan má lesa tillögu stjórnar Ferðafélags Íslands um að forsetinn drægi sig í hlé. Fundargerd_AD_OKS_PM_01juni2022PDF114KBSækja skjal Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Tengdar fréttir Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. 27. september 2022 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Anna Dóra sagði af sér sem forseti Ferðafélags Íslands í skugga deilna á milli hennar og stjórnar félagsins í síðasta mánuði. Sakaði hún stjórnina um að taka ekki rétt á málum sem varðaði kynferðislega áreitni eða ofbeldi sem komið hefðu upp á undanförnum árum. Lýsti hún einnig erfiðleikum í samskiptum við Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra, og að henni hafi reynst erfitt að fá svör frá honum um rekstur Ferðafélagsins. Á móti sakaði Sigrún Valbergsdóttir, sem tók við sem forseti FÍ, Önnu Dóru um ólýðræðisleg vinnubrögð og að hún hafi viljað skipta um framkvæmdastjóra án samráðs við stjórnina. Í bréfi sem Sigrún skrifaði félögum í Ferðafélaginu í kjölfar afsagnar Önnu Dóru sagði hún að stjórnin hefði lagt fram tillögu um að Anna Dóra héldi sig til hlés um tíma á meðan fundin væri lausn á samskiptavandanum og að fengin yrði utanaðkomandi ráðgjafi til þess að aðstoða við það. Anna Dóra hafi hafnað þeim tillögum. Það sem kom ekki fram í lýsingu Sigrúnar á tillögum stjórnarinnar var að Anna Dóra átti hvorki að vera í daglegum samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólk á skrifstofu samkvæmt þeim. Í afriti af tillögunni sem Vísir er með kemur fram að fyrirkomulagið átti hvorki að vera gert opinbert né tilkynnt utan stjórnar og framkvæmdastjóra á nokkurn hátt. „Þarna átti ég bara að þegja“ Anna Dóra segir Vísi að þau Ólöf Kristín Sívertsen og Pétur Magnússon, stjórnarmenn hjá Ferðafélaginu, hafi mætt með tillöguna til hennar í vinnuna 5. júní. Þar hefðu þau lýst fyrir henni að hversu viðkvæmur Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri, væri og mikið að gera hjá honum. Því mætti hún ekki vera í sambandi við hann eða spyrja hann frekari spurninga um rekstur félagsins. „Svo drógu þau upp þetta blað og ætluðust til þess að ég skrifaði undir það á staðnum,“ segir Anna Dóra. Tillagan gerði ráð fyrir að Anna Dóra héldi sig til hlés og væri ekki í samband við stjórnendur eða starfsfólk Ferðafélagsins frá 1. júní til 31. september. Hún ætti að beina öllum erindum og fyrirspurnum sem hún fengi sem forseti til framkvæmdastjóra eða varaforseta til afgreiðslu. Í undantekningartilvikum, sem fulltrúar stjórnar ætluðu að leggja mat á hver væru, mætti forseti þó sinna ákveðnum verkum eða málum. Anna Dóra segist ekki hafa ekki viljað skrifa undir tillögunar að óathuguðu máli og skildu þau Ólöf og Pétur því bréfið eftir og sendu þær síðan í tölvupósti. „Ég fékk enga skýringu á því af hverju ég mætti ekki heldur tala við neinn af öðru starfsfólki eða neinn úr stjórninni.“ Skrifstofa Ferðafélags Íslands í Mörkinni. Anna Dóra átti ekki að hafa samband við starfsfólk þar samkvæmt tillögu sem stjórn félagsins lagði fram við hana í júní.Vísir/Egill Segir öllum spurningum svarað á félagsfundi í kvöld Anna Dóra skrifaði aldrei undir tillögurnar. Hún segir að í þeim hafi falist að hún ætti að bera ábyrgð á öllu sem forseti félagsins án þess að vera inni í rekstri þess. „Maður á aldrei að bera ábyrgð á einhverju sem maður veit ekki hvað er. Ég átti bara að halda mig til hlés. Ég átti ekki að koma nálægt neinu þarna. Ég kallaði þetta bara þöggunarbréf eða þöggunarsamning. Þarna átti ég bara að þegja,“ segir Anna Dóra. Ólöf Kristín sagðist ekki vilja tjá sig þegar Vísir bar undir hana hvers vegna stjórnin hafi lagt til að Anna Dóra mætti ekki ræða við framkvæmdastjóra, stjórn eða starfsfólk á skrifstofu Ferðafélagsins. Öllum spurningum yrði svarað á félagsfundi sem fer fram í kvöld. Ekki náðist í Pétur Magnússon við vinnslu fréttarinnar. Vantrauststillaga á stjórn Ferðafélagsins hefur verið boðuð fyrir félagsfundinn í kvöld. Kristín I. Pálsdóttir, félagi í FÍ, sakar stjórnina og framkvæmdastjóra um að taka kvartanir um ofbeldi og áreitni ekki alvarlega. „Undanfarna daga hef ég verið í sambandi við fjölda kvenna sem hafa sögur að segja sem tengjast Ferðafélaginu og auðheyrt er að þolendur hafa ekkert traust til félagsins til að leysa slík mál á farsælan hátt. Mér hafa t.d. borist upplýsingar um að atvik er varða einn fararstjóra félagsins skipti jafnvel tugum á vettvangi félagsins. Fjöldi erinda hefur borist mér varðandi sama aðila í störfum hans á öðrum vettvangi,“ sagði í erindi sem Kristín sendi stjórn Ferðafélagsins. Hér fyrir neðan má lesa tillögu stjórnar Ferðafélags Íslands um að forsetinn drægi sig í hlé. Fundargerd_AD_OKS_PM_01juni2022PDF114KBSækja skjal
Ólga innan Ferðafélags Íslands Ferðamennska á Íslandi Félagasamtök Tengdar fréttir Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51 Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29 Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. 27. september 2022 19:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37
Segir málin mikið fleiri en hún hafi haft grun um Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands, segir að mál sem tengist kynferðislegri áreitni innan félagsins séu mikið fleiri en hana hafi haft grun um. 22. október 2022 09:51
Segir FÍ hafa leyft fararstjórum að starfa þrátt fyrir ásakanir um áreitni Fyrrverandi forseti Ferðafélags Íslands segir að stjórn þess hafi leyft fararstjórum að starfa áfram þrátt fyrir ásakanir um áreitni. Ekki hafi verið tekið á öllum málum sem tengdust kynferðislegri áreitni eða ofbeldi innan félagsins í samræmi við reglur, þvert á yfirlýsingar nýs forseta. 29. september 2022 10:29
Tugir segja sig úr Ferðafélaginu á „ákaflega sorglegum degi“ Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar alfarið ásökunum fráfarandi forseta félagsins, sem sakar stjórnina meðal annars um að hafa þaggað niður kynferðisofbeldismál. Varaforseti segir vantraustsyfirlýsingu gegn forsetanum hafa verið í undirbúningi. 61 hefur sagt sig úr Ferðafélaginu vegna málsins í dag. 27. september 2022 19:31