Segir fólk þurfa að eiga það við sína samvisku ef það segir sig úr F.Í. Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. október 2022 12:43 Sigrún Valbergsdóttir, varaforseti Ferðafélags Íslands. Vísir/Egill Komi upp fleiri áreitnismál hjá Ferðafélagi Íslands verður þeim vísað til utanaðkomandi aðila til meðferðar að sögn forseta félagsins. Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélagsins var á fjölmennum félagsfundi í gærkvöldi vísað frá og tekin ákvörðun um að svara ekki hvert öðru í gegnum fjölmiðla. Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín Pálsdóttir hyggst segja sig úr félaginu eftir að vantrauststillögu hennar var vísað frá á félagsfundi í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu sagðist hún hafa orðið þess áskynja að núverandi stjórn tæki áreitnis-og ofbeldismál ekki alvarlega. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur,“ sagði Kristín í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Áhyggjur Kristínar voru bornar undir Sigrúnu Valbergsdóttur, forseta Ferðafélagsins. „Þessi tiltekni félagsmaður hefur í höndum líka gögn frá fráfarandi forseta sem sagði í viðtali í Stundinni 15. nóvember í fyrra að öll þau áreitnismál sem komið hefðu komið til umfjöllunar hefðu verið meðhöndluð samkvæmt verklagsreglum félagsins og væru afgreidd,“ segir Sigrún og bætir við að þannig hefði fráfarandi forseta orðið tvísaga. Sigrún segist vera afar ánægð með félagsfundinn sem fram fór í gærkvöldi. „Það voru yfir þrjú hundruð félagar í Ferðafélagi Íslands sem komu á fundinn og við höfum valið það að svara ekki í fjölmiðlum og vera ekki í fjölmiðlaslag eftir að stjórn og framkvæmdastjóri urðu fyrir miklum ávirðingum og við vildum segja okkar félagsmönnum frá því hvernig málin væru vaxin og hvað hefði orðið til þess að ekki náðist samstarf á milli fyrrverandi forseta og stjórnar og framkvæmdastjóra og það var bara mjög ánægjulegt hversu margir félagsmenn komu og vildu heyra þetta frá okkar hlið og þetta var náttúrulega bara opinn félagsfundur og öllum frjálst að tjá sig og mjög einörð afstaða og stuðningur sem stjórn og framkvæmdastjóri fengu á þessum fundi. Það var yfir 90% stuðningur.“ En er ekkert sem stjórn hefði mátt gera öðruvísi? Því nú liggur ljóst fyrir að fjöldi fólks og þá sérstaklega kvenna er ósáttur með farveg mála. „Stjórn getur alltaf gert betur og samfélagið getur líka alltaf gert betur og stjórn ferðafélagsins undir forystu fyrrverandi forseta sat saman í nokkrar vikur og uppfærði ferla og viðbragðsáætlanir og það var alger samstaða um það. Það hafa engin mál komið upp síðan þetta var ákveðið. Engu að síður er okkur ljóst að jafnvel þessir ferlar og þessi viðbragðsáætlun er nú þegar úrelt og hún verður uppfærð og komi upp fleiri mál þá verður þeim vísað til utanaðkomandi aðila til meðferðar.“ Sigrún segir að það hafi ekki verið ofbeldis- og áreitnismál sem hafi ollið samstarfserfiðleikum fyrrverandi forseta og stjórnarmanna. „Það var bara stjórnunarstíll og hún náði ekki saman við okkur, fyrir utan það að vilja og ætla frá upphafi að koma framkvæmdastjóranum frá.“ En hún er nú ekki ein til frásagnar um þessi áreitnismál þannig að það er alveg ljóst að þarna hefur eitthvað verið í ólagi? „En sko 15. nóvember lýsir hún því yfir að þessi mál hafi verið afgreidd samkvæmt ferlum. Eftir það vinnur stjórnin að uppfærslu ferlanna en það koma engin ný mál upp eftir það en síðan segir hún að við höfum ekki viljað vinna að þessum málum. Þetta náttúrulega stenst enga skoðun.“ Sigrún segist ekki vita þess að fólk hafi sagt sig úr félaginu eftir fundinn. „Fundinum lauk undir miðnætti og við höfum ekki séð það. Fólk verður bara að eiga það við sína samvisku.“ Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Tengdar fréttir Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Mikil ólga hefur ríkt innan Ferðafélagsins frá því að Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrrverandi forseti félagsins, steig fram og sagði af sér eftir að hafa lent upp á kant við aðra stjórnarmenn. Þeim ber ekki saman um hversu stórt vandamál áreitni- og ofbeldismál séu innan félagsins. Kristín Pálsdóttir hyggst segja sig úr félaginu eftir að vantrauststillögu hennar var vísað frá á félagsfundi í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu sagðist hún hafa orðið þess áskynja að núverandi stjórn tæki áreitnis-og ofbeldismál ekki alvarlega. „Mér fannst þau gera lítið úr málum að segja það til dæmis að það hefur ekki verið nein nauðgun en áreitni getur haft mikil áhrif á þolendur,“ sagði Kristín í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær. Áhyggjur Kristínar voru bornar undir Sigrúnu Valbergsdóttur, forseta Ferðafélagsins. „Þessi tiltekni félagsmaður hefur í höndum líka gögn frá fráfarandi forseta sem sagði í viðtali í Stundinni 15. nóvember í fyrra að öll þau áreitnismál sem komið hefðu komið til umfjöllunar hefðu verið meðhöndluð samkvæmt verklagsreglum félagsins og væru afgreidd,“ segir Sigrún og bætir við að þannig hefði fráfarandi forseta orðið tvísaga. Sigrún segist vera afar ánægð með félagsfundinn sem fram fór í gærkvöldi. „Það voru yfir þrjú hundruð félagar í Ferðafélagi Íslands sem komu á fundinn og við höfum valið það að svara ekki í fjölmiðlum og vera ekki í fjölmiðlaslag eftir að stjórn og framkvæmdastjóri urðu fyrir miklum ávirðingum og við vildum segja okkar félagsmönnum frá því hvernig málin væru vaxin og hvað hefði orðið til þess að ekki náðist samstarf á milli fyrrverandi forseta og stjórnar og framkvæmdastjóra og það var bara mjög ánægjulegt hversu margir félagsmenn komu og vildu heyra þetta frá okkar hlið og þetta var náttúrulega bara opinn félagsfundur og öllum frjálst að tjá sig og mjög einörð afstaða og stuðningur sem stjórn og framkvæmdastjóri fengu á þessum fundi. Það var yfir 90% stuðningur.“ En er ekkert sem stjórn hefði mátt gera öðruvísi? Því nú liggur ljóst fyrir að fjöldi fólks og þá sérstaklega kvenna er ósáttur með farveg mála. „Stjórn getur alltaf gert betur og samfélagið getur líka alltaf gert betur og stjórn ferðafélagsins undir forystu fyrrverandi forseta sat saman í nokkrar vikur og uppfærði ferla og viðbragðsáætlanir og það var alger samstaða um það. Það hafa engin mál komið upp síðan þetta var ákveðið. Engu að síður er okkur ljóst að jafnvel þessir ferlar og þessi viðbragðsáætlun er nú þegar úrelt og hún verður uppfærð og komi upp fleiri mál þá verður þeim vísað til utanaðkomandi aðila til meðferðar.“ Sigrún segir að það hafi ekki verið ofbeldis- og áreitnismál sem hafi ollið samstarfserfiðleikum fyrrverandi forseta og stjórnarmanna. „Það var bara stjórnunarstíll og hún náði ekki saman við okkur, fyrir utan það að vilja og ætla frá upphafi að koma framkvæmdastjóranum frá.“ En hún er nú ekki ein til frásagnar um þessi áreitnismál þannig að það er alveg ljóst að þarna hefur eitthvað verið í ólagi? „En sko 15. nóvember lýsir hún því yfir að þessi mál hafi verið afgreidd samkvæmt ferlum. Eftir það vinnur stjórnin að uppfærslu ferlanna en það koma engin ný mál upp eftir það en síðan segir hún að við höfum ekki viljað vinna að þessum málum. Þetta náttúrulega stenst enga skoðun.“ Sigrún segist ekki vita þess að fólk hafi sagt sig úr félaginu eftir fundinn. „Fundinum lauk undir miðnætti og við höfum ekki séð það. Fólk verður bara að eiga það við sína samvisku.“
Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Tengdar fréttir Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. 27. október 2022 23:10
Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37