„Trúverðuleiki embættisins með hana í stafni er enginn“ Ólafur Björn Sverrisson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2022 22:06 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er harðorður í garð lögreglu og telur trúverðugleika embættis ríkislögreglustjóra engan á meðan Sigríður Björk gegnir því embætti. Byssusmiður segir föður hennar standa að ólöglegri byssueign- og sölu. vísir/samsett Hæstaréttarlögmaður gagnrýnir harðlega vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds í tengslum við meint vopnalagabrot föður ríkislögreglustjóra. Hann telur að Sigríður Björk Guðjónsdóttir hljóti að íhuga stöðu sína vegna málsins. Byssusmiðurinn Agnar Guðjónsson hefur lýst undrun sinni á því að enginn innan lögreglu hafi viljað snerta á máli þar sem grunur var um að Guðjón Valdimarsson hafi selt ólöglega og hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl á netinu. Fjallað var um meint brot Guðjóns, föður ríkislögreglustjóra, fyrst í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður var harðorður í garð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við hann hefst þegar um 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: „Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á lögregla, þegar hún fær vitneskju um refsiverða háttsemi, þegar í stað að hefja rannsókn á þeirri meintu refsiverðu háttsemi. Það er augljóst af þessum dómi Landsréttar og héraðsdómi að upplýsingar um meinta refsiverða háttsemi föður ríkislögreglustjóra komu fram við skýrslutökur af manninum 10. júli 2018,“ segir Vilhjálmur. Þá þegar hafi því átt að hefja rannsókn á þeim þætti málsins. „Það væri maður sem héldi úti vopnasölusíðu, sem héti vopnasali.net, sem væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.“ „Heldur er ekki að sjá að athygli annarra stofnana, svo sem ríkissaksóknara, héraðssaksóknara eða ríkislögreglustjóra hafi verið vakin á þessu meinta hegningalagabroti.“ Vilhjálmur var þá spurður út í þýðingu málsins fyrir Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. „Ég tel að þetta hafi auðvitað mikla þýðingu fyrir hana og ríkislögreglustjóri hlýtur að liggja undir feldi núna og íhuga stöðu sína,“ segir Vilhjálmur og bætir við að trúverðugleiki embættis ríkislögreglustjóra sé enginn með hana í stafni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Byssusmiðurinn Agnar Guðjónsson hefur lýst undrun sinni á því að enginn innan lögreglu hafi viljað snerta á máli þar sem grunur var um að Guðjón Valdimarsson hafi selt ólöglega og hálfsjálfvirka riffla í stórum stíl á netinu. Fjallað var um meint brot Guðjóns, föður ríkislögreglustjóra, fyrst í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður var harðorður í garð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við hann hefst þegar um 3 mínútur eru liðnar af fréttinni: „Samkvæmt lögum um meðferð sakamála á lögregla, þegar hún fær vitneskju um refsiverða háttsemi, þegar í stað að hefja rannsókn á þeirri meintu refsiverðu háttsemi. Það er augljóst af þessum dómi Landsréttar og héraðsdómi að upplýsingar um meinta refsiverða háttsemi föður ríkislögreglustjóra komu fram við skýrslutökur af manninum 10. júli 2018,“ segir Vilhjálmur. Þá þegar hafi því átt að hefja rannsókn á þeim þætti málsins. „Það væri maður sem héldi úti vopnasölusíðu, sem héti vopnasali.net, sem væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Það hefur hins vegar ekki verið gert.“ „Heldur er ekki að sjá að athygli annarra stofnana, svo sem ríkissaksóknara, héraðssaksóknara eða ríkislögreglustjóra hafi verið vakin á þessu meinta hegningalagabroti.“ Vilhjálmur var þá spurður út í þýðingu málsins fyrir Sigríði Björk Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra. „Ég tel að þetta hafi auðvitað mikla þýðingu fyrir hana og ríkislögreglustjóri hlýtur að liggja undir feldi núna og íhuga stöðu sína,“ segir Vilhjálmur og bætir við að trúverðugleiki embættis ríkislögreglustjóra sé enginn með hana í stafni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Stöð 2/Einar
Lögreglumál Skotvopn Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira