Ekki nóg að mæta á ráðstefnur heldur þurfi að framkvæma þegar heim er komið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2022 10:53 Finnur Ricart Andrason er ungmennafulltrúi Íslands á ráðstefnunni. Aðsend Ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnunni COP27 segir ekki nóg að Ísland sæki ráðstefnur um málaflokkinn og lofi aðgerðum. Stjórnvöld þurfi að fylgja þeim aðgerðum eftir þegar heim er komið. 30 þúsund eru saman komin í Egyptalandi á loftslagsráðstefnunni Cop27. Ráðstefnan fer fram árlega en að sögn egypskra stjórnvalda skiptir ráðstefna þessa árs höfuðmáli. Nú sé að duga, og grípa til einhverra almennilegra aðgerða, eða drepast. Miklar náttúruhamfarir hafa riðið yfir á árinu. Sumarið var eitthvað það heitasta á síðari tímum, árfarvegir þornuðu upp og gróðureldar kviknuðu. Leiðtogar ríkja taka þátt í ráðstefnunni fram á þriðjudag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sækir ráðherrafundi ráðstefnunnar fyrir Íslands hönd í næstu viku. „Fundurinn í ár snýst fyrst og fremst um að útfæra þær ákvarðanir sem hafa þegar verið teknar. Það verða ekki endilega stórar ákvarðanir teknar um ný markmið eða slíkt,“ segir Finnur Ricart Andrason, ungmennafulltrúi Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála. „Frekar snýst þetta um útfærslu á þeim markmiðum sem hafa þegar verið sett og að auka metnað í þeim aðgerðum sem þegar liggja fyrir. Svo er fjármagn eitt stærsta málið á dagskránni, það þarf að auka fjármagn til muna til að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett. Svo er aðlögun stórt mál á dagskránni og svo er nýtt mál á dagskránni sem kallast Tap og tjón.“ Ísland uppfærði ekki markmið sín Eitt af meginviðfangsefnum fundarins sé að ræða þær afleiðingar loftslagsvárinnar sem ekki er hægt að aðlagast. „Ef við ímyndum okkur til dæmis hækkun sjávarborðs, þá eru einhverjar eyjur í Kyrrahafi sem munu sökkva. Þetta er dæmi um afleiðingu loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þá er fólkið búið að tapa því landi sem það býr á. Það er verið að ræða hvernig er hægt að fá fjármagn til að vega upp á móti þessu tapi og tjóni,“ segir Finnur. Fá lönd hafi uppfært markmið sín frá því í fyrra, þar á meðal Ísland, en ríki voru hvött til að auka við framlag sitt fyrir þennan fund. „Þetta ákall náði ekki mörgum löndum til að uppfæra markmið sín. Ég held að 25 lönd hafi komið með ný markmið af 194. Þannig að það komu einhver ný markmið en það var ekki mikill metnaður í þessum markmiðum,“ segir Finnur. Ekki nóg að mæta á ráðstefnur En hvað þarf Ísland að gera annað en að sækja ráðstefnur sem þessar til að bregðast við loftslagsvánni? „Það er eitt að komast að samkomulagi um hvernig eigi að gera hlutina og annað að gera hlutina í alvörunni. Þessir fundir eru gríðarlega mikilvægir til að ná samstillingu milli ríkja og til þess að það séu sameiginlegur þrýstingur og metnaður á heimsvísu en svo þarf vinnan við það að takast á við loftslagsbreytingar að eiga sér stað þegar heim er komið í hverju landi fyrir sig,“ segir Finnur. „Ísland þarf að taka Parísarsáttmálamarkmiðið um að halda hlýnun innan við 1,5°C aftur heim og útfæra sin markmið og sínar aðgerðir í takt við það. Það er eitthvað sem stjórnvöld hafa ekki gert nógu vel á Íslandi. Við erum langt frá því að ná eigin markmiðum.“ Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
30 þúsund eru saman komin í Egyptalandi á loftslagsráðstefnunni Cop27. Ráðstefnan fer fram árlega en að sögn egypskra stjórnvalda skiptir ráðstefna þessa árs höfuðmáli. Nú sé að duga, og grípa til einhverra almennilegra aðgerða, eða drepast. Miklar náttúruhamfarir hafa riðið yfir á árinu. Sumarið var eitthvað það heitasta á síðari tímum, árfarvegir þornuðu upp og gróðureldar kviknuðu. Leiðtogar ríkja taka þátt í ráðstefnunni fram á þriðjudag. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sækir ráðherrafundi ráðstefnunnar fyrir Íslands hönd í næstu viku. „Fundurinn í ár snýst fyrst og fremst um að útfæra þær ákvarðanir sem hafa þegar verið teknar. Það verða ekki endilega stórar ákvarðanir teknar um ný markmið eða slíkt,“ segir Finnur Ricart Andrason, ungmennafulltrúi Íslands til Sameinuðu þjóðanna á sviði loftslagsmála. „Frekar snýst þetta um útfærslu á þeim markmiðum sem hafa þegar verið sett og að auka metnað í þeim aðgerðum sem þegar liggja fyrir. Svo er fjármagn eitt stærsta málið á dagskránni, það þarf að auka fjármagn til muna til að ná þeim markmiðum sem hafa verið sett. Svo er aðlögun stórt mál á dagskránni og svo er nýtt mál á dagskránni sem kallast Tap og tjón.“ Ísland uppfærði ekki markmið sín Eitt af meginviðfangsefnum fundarins sé að ræða þær afleiðingar loftslagsvárinnar sem ekki er hægt að aðlagast. „Ef við ímyndum okkur til dæmis hækkun sjávarborðs, þá eru einhverjar eyjur í Kyrrahafi sem munu sökkva. Þetta er dæmi um afleiðingu loftslagsbreytinga sem er ekki hægt að aðlagast. Þá er fólkið búið að tapa því landi sem það býr á. Það er verið að ræða hvernig er hægt að fá fjármagn til að vega upp á móti þessu tapi og tjóni,“ segir Finnur. Fá lönd hafi uppfært markmið sín frá því í fyrra, þar á meðal Ísland, en ríki voru hvött til að auka við framlag sitt fyrir þennan fund. „Þetta ákall náði ekki mörgum löndum til að uppfæra markmið sín. Ég held að 25 lönd hafi komið með ný markmið af 194. Þannig að það komu einhver ný markmið en það var ekki mikill metnaður í þessum markmiðum,“ segir Finnur. Ekki nóg að mæta á ráðstefnur En hvað þarf Ísland að gera annað en að sækja ráðstefnur sem þessar til að bregðast við loftslagsvánni? „Það er eitt að komast að samkomulagi um hvernig eigi að gera hlutina og annað að gera hlutina í alvörunni. Þessir fundir eru gríðarlega mikilvægir til að ná samstillingu milli ríkja og til þess að það séu sameiginlegur þrýstingur og metnaður á heimsvísu en svo þarf vinnan við það að takast á við loftslagsbreytingar að eiga sér stað þegar heim er komið í hverju landi fyrir sig,“ segir Finnur. „Ísland þarf að taka Parísarsáttmálamarkmiðið um að halda hlýnun innan við 1,5°C aftur heim og útfæra sin markmið og sínar aðgerðir í takt við það. Það er eitthvað sem stjórnvöld hafa ekki gert nógu vel á Íslandi. Við erum langt frá því að ná eigin markmiðum.“
Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Egyptaland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira