Fyrrverandi leikmaður Anorthosis hissa á því að þeir hafi rústað Haukum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2022 15:01 Tímabilið hefur verið erfitt hjá Haukum. vísir/hulda margrét Fyrrverandi leikmaður Anorthosis á Kýpur var undrandi á því hversu auðveldlega liðið vann Hauka í Evrópubikarnum í handbolta karla. Haukar féllu úr leik fyrir Anorthosis eftir tólf marka samanlagt tap, 62-50. Sigurður Finnbogi Sæmundsson þekkir Anorthosis betur en sennilega allir Íslendingar enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili. Hann segir að sigur Kýpverjanna á Haukum hafi ekki komið sér mikið á óvart. Stærð sigursins hafi hins vegar gert það. „Það kom mér á óvart hversu mikið rúst þetta var og smá á óvart að þeir hafi unnið. En það var ekkert sjokkerandi að þeir hafi klárað Haukana, sérstaklega miðað við hvernig þeir hafa byrjað tímabilið,“ sagði Sigurður í Handkastinu. Hann viðurkennir að hafa hjálpað Kýpverjunum aðeins með undirbúninginn fyrir leikina gegn Haukum. Aðeins átta lið eru í efstu deild á Kýpur og að sögn Sigurðar er hún ekki sterk. Helmingur liðanna skelfileg „Handbolti er ekki mjög stór en nokkrir góðir leikmenn hafa komið úr þessari deild. En hún er ekkert góð,“ sagði Sigurður. „Fjögur lið þarna eru skelfileg. Þau væru léleg í 2. deild á Íslandi. Svo eru tvö þokkaleg lið sem væru kannski í Grill 66 deildinni. Parnathos væri að rokka milli Olís- og Grill-deildarinnar og svo er Anorthosis er langlangbesta liðið. Þeir myndu fara í úrslitakeppnina í Olís-deildinni.“ Sigurður segir að bestu leikmenn Anorthosis séu flestir útlendingar og í hópi liðsins séu sterkir leikmenn frá Balkanskaganum. Að sögn Sigurðar voru Anorthosis-menn áhyggjufullir þegar þeir drógust gegn Haukum. „Þeir voru mjög stressaðir þegar þeir fréttu að þeir fengju Hauka. En eftir fyrri leikinn voru þeir alveg kokhraustir og héldu að þeir myndu ná þessu í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann fór í meistaranám á Kýpur fyrir tveimur árum. Fyrst lék hann með APOEL en gekk svo í raðir Anorthosis þar sem hann var aðallega í hlutverki varamanns. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigurð hefst 1:09:30. Haukar Olís-deild karla Handbolti Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira
Sigurður Finnbogi Sæmundsson þekkir Anorthosis betur en sennilega allir Íslendingar enda lék hann með liðinu á síðasta tímabili. Hann segir að sigur Kýpverjanna á Haukum hafi ekki komið sér mikið á óvart. Stærð sigursins hafi hins vegar gert það. „Það kom mér á óvart hversu mikið rúst þetta var og smá á óvart að þeir hafi unnið. En það var ekkert sjokkerandi að þeir hafi klárað Haukana, sérstaklega miðað við hvernig þeir hafa byrjað tímabilið,“ sagði Sigurður í Handkastinu. Hann viðurkennir að hafa hjálpað Kýpverjunum aðeins með undirbúninginn fyrir leikina gegn Haukum. Aðeins átta lið eru í efstu deild á Kýpur og að sögn Sigurðar er hún ekki sterk. Helmingur liðanna skelfileg „Handbolti er ekki mjög stór en nokkrir góðir leikmenn hafa komið úr þessari deild. En hún er ekkert góð,“ sagði Sigurður. „Fjögur lið þarna eru skelfileg. Þau væru léleg í 2. deild á Íslandi. Svo eru tvö þokkaleg lið sem væru kannski í Grill 66 deildinni. Parnathos væri að rokka milli Olís- og Grill-deildarinnar og svo er Anorthosis er langlangbesta liðið. Þeir myndu fara í úrslitakeppnina í Olís-deildinni.“ Sigurður segir að bestu leikmenn Anorthosis séu flestir útlendingar og í hópi liðsins séu sterkir leikmenn frá Balkanskaganum. Að sögn Sigurðar voru Anorthosis-menn áhyggjufullir þegar þeir drógust gegn Haukum. „Þeir voru mjög stressaðir þegar þeir fréttu að þeir fengju Hauka. En eftir fyrri leikinn voru þeir alveg kokhraustir og héldu að þeir myndu ná þessu í seinni leiknum,“ sagði Sigurður. Hann fór í meistaranám á Kýpur fyrir tveimur árum. Fyrst lék hann með APOEL en gekk svo í raðir Anorthosis þar sem hann var aðallega í hlutverki varamanns. Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Viðtalið við Sigurð hefst 1:09:30.
Haukar Olís-deild karla Handbolti Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Körfubolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Leik lokið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Fleiri fréttir Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Sjá meira