Rússar hafa lagt skóla- og heilbrigðiskerfi Úkraínu í rúst Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2022 19:20 Kvenleiðtogar frá um hundrað löndum sækja Leiðtogaþing kvenna í Hörpu í dag og á morgun. Stöð 2/Dúi Viðhorf almennings í helstu iðnríkjum heims til kvenleiðtoga hefur versnað ef eitthvað er á undanförnum árum, að sögn ráðgjafa þings kvenleiðtoga í Reykjavík. Þingkona frá Úkraínu segir Rússa hafa sprengt hundruð skóla og heilbrigðisstofnana í loft upp. Þetta er í fimmta sinn sem heimsþing kvenleiðtoga er haldið í Hörpu í Reykjavík. Það verður að segjast eins og er andrúmsloftið á þinginu er allt annað en flestum ráðstefnum í Hörpu. Þar eru sófar, stólar, blóm og aðar skreytingar. Allt útlit hannað af Dögg Thomsen. Mjög afslappandi andrúmsloft. Það sama á við um þingsalinn þar sem frummælendur um öll helstu málefni töluðu til þinggesta á sviði í miðjum sal Silfurbergs. Á þinginu er snert á flestum meginmálum mannkynsins. Ísland kemur best út þegar spurt er um almennt viðhorf fólks til kvenleiðtoga.Grafík/Sara Christy Tanner fyrrverandi ritstjóri frétta hjá CBS í Bandaríkjunum rekur nú eigið ráðgjafafyrirtæki fyrir fjölmiðla og hefur verið samstarfsaðili heimsþingsins frá upphafi. Christy Tanner fjölmiðlaráðgjafi hefur verið samstarfsaðili kvenleiðtogaþingsins frá upphafi og sat um tíma í stjórn þess.Stöð 2/Dúi Hún segir að fyrir hvert þing væri farið yfir alþjóðlega könnun Kantar Public á viðhorfi almennings til kvenleiðtoga á mörgum sviðum samfélagsins og komi Ísland yfirleitt vel út úr þeim könnunum. Þrátt fyrir það telja aðeins 33 prósent kvenna á Íslandi að jafnrétti kynjanna hafi verið náð en 66 prósent karla. „Niðurstöðurnar á fyrsta árinu voru að jafnaði ekki góðar þótt Ísland væri númer eitt varðandi jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga. Á undanförnum fimm árum höfum við ekki séð neinar breytingar og það er virkilega svekkjandi,“ segir Tanner. Þótt Ísland teljist hafa náð langt í jafnrétti kynjanna telja aðeins 33 prósent kvenna a´Íslandi að jafnrétti hafi að fullu verið náð. Hins vegar telja 66 prósent íslenskra karla að jafnrétti hafi verið náð.Grafík/Sara Leiðtogaþingið í Hörpu sé því mjög mikilvægur vettvangur til að deila reynslu, hugmyndum og til að efla konur í leiðtogastöðum. „Ég held að það sé mikilvægt að við gefum okkur tíma og rými til að ræða sum þeirra mála sem hafa áhrif á okkur allar sem kvenleiðtoga, ekki bara á milli atvinnugreina, stjórnsýslu, viðskipta, akademíunnar og fjölmiðla, heldur einnig á milli landa. Eitt af því dásamlega við þennan vettvang er að við fáum hnattræna heildarsýn,“ segir Tanner. Tetyana Tsyba þingkona frá Úkraínu segir umheiminn sennilega eiga erfitt með að ímynda sér afleiðingar hryðjuverkastríðs Rússa gegn Úkraínu.Stöð 2/Dúi En um fimm hundruð konur frá um 100 löndum sækja þingið. Þeirra á meðal eru tvær þingkonur frá Úkraínu. Önnur þeirra er Tetyana Tsyba úr flokki Úkraínuforseta og hefur hún unnið náið með honum. Hún segir mikilvægt að umheimurinn skilji umfang hryðjuverkastríðs Rússa. „Það er alveg hræðilegt fyrir konur, börn og karla, fyrir alla. Ef satt skal segja er það hræðilegt fyrir allan heiminn. En kannski skilur umheimurinn það ekki eins og við," segir Tsyba. Þannig væri öll kennsla og heilbrigðisþjónusta í landinu í raun í rúst. Staðan versni dag frá degi með skorti á rafmagni og vatni eftir árásir Rússa. „Það eru mikil vandamál hvað varðar heilbrigðisþjónustu því sjúkrahúsin okkar hafa verið sprengd. Um það bil 900 spítalar hafa verið sprengdir og um það bil 3.000 skólar og leikskólar hafa verið sprengdir," segir Tetyana Tsyba. Jafnréttismál Harpa Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Þetta er í fimmta sinn sem heimsþing kvenleiðtoga er haldið í Hörpu í Reykjavík. Það verður að segjast eins og er andrúmsloftið á þinginu er allt annað en flestum ráðstefnum í Hörpu. Þar eru sófar, stólar, blóm og aðar skreytingar. Allt útlit hannað af Dögg Thomsen. Mjög afslappandi andrúmsloft. Það sama á við um þingsalinn þar sem frummælendur um öll helstu málefni töluðu til þinggesta á sviði í miðjum sal Silfurbergs. Á þinginu er snert á flestum meginmálum mannkynsins. Ísland kemur best út þegar spurt er um almennt viðhorf fólks til kvenleiðtoga.Grafík/Sara Christy Tanner fyrrverandi ritstjóri frétta hjá CBS í Bandaríkjunum rekur nú eigið ráðgjafafyrirtæki fyrir fjölmiðla og hefur verið samstarfsaðili heimsþingsins frá upphafi. Christy Tanner fjölmiðlaráðgjafi hefur verið samstarfsaðili kvenleiðtogaþingsins frá upphafi og sat um tíma í stjórn þess.Stöð 2/Dúi Hún segir að fyrir hvert þing væri farið yfir alþjóðlega könnun Kantar Public á viðhorfi almennings til kvenleiðtoga á mörgum sviðum samfélagsins og komi Ísland yfirleitt vel út úr þeim könnunum. Þrátt fyrir það telja aðeins 33 prósent kvenna á Íslandi að jafnrétti kynjanna hafi verið náð en 66 prósent karla. „Niðurstöðurnar á fyrsta árinu voru að jafnaði ekki góðar þótt Ísland væri númer eitt varðandi jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga. Á undanförnum fimm árum höfum við ekki séð neinar breytingar og það er virkilega svekkjandi,“ segir Tanner. Þótt Ísland teljist hafa náð langt í jafnrétti kynjanna telja aðeins 33 prósent kvenna a´Íslandi að jafnrétti hafi að fullu verið náð. Hins vegar telja 66 prósent íslenskra karla að jafnrétti hafi verið náð.Grafík/Sara Leiðtogaþingið í Hörpu sé því mjög mikilvægur vettvangur til að deila reynslu, hugmyndum og til að efla konur í leiðtogastöðum. „Ég held að það sé mikilvægt að við gefum okkur tíma og rými til að ræða sum þeirra mála sem hafa áhrif á okkur allar sem kvenleiðtoga, ekki bara á milli atvinnugreina, stjórnsýslu, viðskipta, akademíunnar og fjölmiðla, heldur einnig á milli landa. Eitt af því dásamlega við þennan vettvang er að við fáum hnattræna heildarsýn,“ segir Tanner. Tetyana Tsyba þingkona frá Úkraínu segir umheiminn sennilega eiga erfitt með að ímynda sér afleiðingar hryðjuverkastríðs Rússa gegn Úkraínu.Stöð 2/Dúi En um fimm hundruð konur frá um 100 löndum sækja þingið. Þeirra á meðal eru tvær þingkonur frá Úkraínu. Önnur þeirra er Tetyana Tsyba úr flokki Úkraínuforseta og hefur hún unnið náið með honum. Hún segir mikilvægt að umheimurinn skilji umfang hryðjuverkastríðs Rússa. „Það er alveg hræðilegt fyrir konur, börn og karla, fyrir alla. Ef satt skal segja er það hræðilegt fyrir allan heiminn. En kannski skilur umheimurinn það ekki eins og við," segir Tsyba. Þannig væri öll kennsla og heilbrigðisþjónusta í landinu í raun í rúst. Staðan versni dag frá degi með skorti á rafmagni og vatni eftir árásir Rússa. „Það eru mikil vandamál hvað varðar heilbrigðisþjónustu því sjúkrahúsin okkar hafa verið sprengd. Um það bil 900 spítalar hafa verið sprengdir og um það bil 3.000 skólar og leikskólar hafa verið sprengdir," segir Tetyana Tsyba.
Jafnréttismál Harpa Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29 Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14 Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Sjá meira
Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8. nóvember 2022 07:29
Vill að heimurinn þvingi Pútín til raunverulegra viðræðna Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, tók í gærkvöldi harða afstöðu varðandi mögulegar viðræður við Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði að viðræður myndu ekki eiga sér stað nema Rússar létu af tilkalli til landsvæðis Úkraínu og hét hann því að Úkraínumenn myndu ekki hætta að berjast gegn innrás Rússa ef bakhjarlar ríkisins létu af stuðningi þeirra. 8. nóvember 2022 16:14
Kokkur Pútíns viðurkenndi afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin viðurkenndi í morgun að hafa afskipti af kosningunum í Bandaríkjunum og sagðist ætla að halda því áfram. Þetta er í fyrsta sinn sem auðjöfurinn viðurkennir þetta opinberlega en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir afskipti sín og er eftirlýstur þar. 7. nóvember 2022 14:07
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ein herdeild sögð hafa misst þrjú hundruð menn á fjórum dögum Rússneskir landgönguliðar neituðu nýverið að sækja fram og gagnrýndu yfirmenn sína harðlega eftir að þeir misstu þrjú hundruð menn á nokkrum dögum. Mennirnir féllu eða særðust í umfangsmikilli árás á Úkraínumenn í og við Pavlivka í suðaustanverðri Úkraínu. 7. nóvember 2022 11:45