Áhersla á velferð og skólamál í Kópavogi í fjárhagsáætlun 2023 Orri Hlöðversson skrifar 9. nóvember 2022 11:31 Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023. Í þröngri stöðu gerir fjárhagsáætlun Kópvogsbæjar ráð fyrir lítilsháttar afagangi af rekstrarreikningi A- og B-hluta. Á sama tíma og dregið er úr skattheimtu á bæjarbúa er lögð þung áhersla á skóla- og velferðarmál. Áætlunin gerir ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 6 milljarða króna á árinu – mest til grunn- og leikskólamála. Það er ekki einfalt verk að koma fram heildstæðri áætlun í því efnahagsumhverfi sem við búum við um þessar mundir. Vissulega eru forsendur til þess að auka tekjur nokkuð á milli ára, einkum vegna fjölgunar íbúa og hærra atvinnustigs. Það er eins gott því þörfin fyrir aukin framlög til hinna ýmsu málaflokka er afar mikil Á sama tíma eru aðstæður í efnahagslífinu krefjandi með háu vaxtastigi og mikilli verðbólgu sem aftur hefur mikil áhrif á skuldastöðu bæjarins og burði hans til að fjármagna viðhald eigna og nauðsynlegar framkvæmdir. Í þessari stöðu er bara eitt til ráða. Það er að forgangsraða. Í raun má segja að á bakvið þá áætlun sem nú er lögð fram sé ein allsherjar vinnulota forgangsröðunar. Og sú vinna mun halda áfram árið 2023 þegar fylgt verður eftir kröfum um hagræðingu í rekstri bæjarins sem birtast í áætluninni. Hagræðingin hefur í raun bara eitt markmið sem er að draga út rekstrarkostnaði bæjarins. Eða í það minnsta hægja á honum þannig að vöxtur hans verði hægari en vöxtur teknanna. Hagræðingin mun beina sjónum sínum helst að þáttum sem ekki teljast til grunnþjónustu bæjarfélagsins. Í þessu samhengi er líka gott a velta fyrir sér spurningunni til hvers ætlast bæjarbúar af þeim sem bera endanlega ábyrgð á rekstri bæjarins? Hvað er það sem fólk vill að gert sé við þá fjármuni sem til verða í okkar sjóðum í gegnum skatt- og þjónustutekjur eða eftir öðrum leiðum? Í mínum huga stendur vilji almennings til þess að staðinn sé vörður um velferð íbúanna og að hlúð sé að þeim kerfum sem við höfum komið okkur upp í þeim tilgangi. Og það erum við einmitt að leitast við að gera fjárhagsáætluninni. Í þröngri stöðu er áherslan fyrst og fremst á grunn- og leikskólana okkar, velferðarkerfið og íþrótta- og æskulýðsmál. Notendur þeirrar þjónustu sem falla undir ofangreinda málaflokka eru fyrst og fremst börn og þeir sem minna mega sín í okkar samfélagi. Í áætluninni eru líka áherslur sem ætlað er að bæta starfsumhverfi starfsmanna sem starfa við mennta- og velferðarmál. Umhverfis- og skipulagsmál eru fyrirferðarmikil í rekstri sveitarfélags eins og Kópavogs. Viðfangsefnin þar verða sífellt flóknari en í grunninn snúast þau samt um að tryggja mannvænt umhverfi fyrir íbúa þar sem þeir njóta vellíðunar í lífi og starfi. En markmiðið verður líka að skapa svigrúm til uppbyggingar og vaxtar í takti við íbúafjölgun. Að komandi kynslóðir eigi þess kost að setjast að í okkar góða bæjarfélagi á sama hátt og við höfum fengið tækifæri til þess í fortíðinni og í núinu. Stundum rekast sjónarmið harkalega á t.d. þegar ný uppbyggingarverkefni eru sett af stað í eldri hverfum. Okkar verkefni í bæjarstjórn er að leita leiða til lausna, sætta sjónarmið og þoka málum áfram. En gleymum ekki öðru. Bæjarbúar vilja líka að við leysum þessi verkefni með sem minnstum tilkostnaði og með sem lægstum álögum á íbúa. Það er hin hliðin á peningnum. Því er því afar jákvætt að geta kynnt til sögunnar í áætluninni lækkandi álögur á skattgreiðendur í Kópavogi árið 2023 á sama tíma og rekstrarumhverfi bæjarins er jafn krefjandi og raun ber vitni. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 fer því bil beggja. Hún fetar slóðina milli þess að standa vel við bakið á grunnþjónustunni á sama tíma og hún léttir á álögur á skattgreiðendur. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orri Hlöðversson Kópavogur Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Kópavogs hefur nú lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023. Í þröngri stöðu gerir fjárhagsáætlun Kópvogsbæjar ráð fyrir lítilsháttar afagangi af rekstrarreikningi A- og B-hluta. Á sama tíma og dregið er úr skattheimtu á bæjarbúa er lögð þung áhersla á skóla- og velferðarmál. Áætlunin gerir ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 6 milljarða króna á árinu – mest til grunn- og leikskólamála. Það er ekki einfalt verk að koma fram heildstæðri áætlun í því efnahagsumhverfi sem við búum við um þessar mundir. Vissulega eru forsendur til þess að auka tekjur nokkuð á milli ára, einkum vegna fjölgunar íbúa og hærra atvinnustigs. Það er eins gott því þörfin fyrir aukin framlög til hinna ýmsu málaflokka er afar mikil Á sama tíma eru aðstæður í efnahagslífinu krefjandi með háu vaxtastigi og mikilli verðbólgu sem aftur hefur mikil áhrif á skuldastöðu bæjarins og burði hans til að fjármagna viðhald eigna og nauðsynlegar framkvæmdir. Í þessari stöðu er bara eitt til ráða. Það er að forgangsraða. Í raun má segja að á bakvið þá áætlun sem nú er lögð fram sé ein allsherjar vinnulota forgangsröðunar. Og sú vinna mun halda áfram árið 2023 þegar fylgt verður eftir kröfum um hagræðingu í rekstri bæjarins sem birtast í áætluninni. Hagræðingin hefur í raun bara eitt markmið sem er að draga út rekstrarkostnaði bæjarins. Eða í það minnsta hægja á honum þannig að vöxtur hans verði hægari en vöxtur teknanna. Hagræðingin mun beina sjónum sínum helst að þáttum sem ekki teljast til grunnþjónustu bæjarfélagsins. Í þessu samhengi er líka gott a velta fyrir sér spurningunni til hvers ætlast bæjarbúar af þeim sem bera endanlega ábyrgð á rekstri bæjarins? Hvað er það sem fólk vill að gert sé við þá fjármuni sem til verða í okkar sjóðum í gegnum skatt- og þjónustutekjur eða eftir öðrum leiðum? Í mínum huga stendur vilji almennings til þess að staðinn sé vörður um velferð íbúanna og að hlúð sé að þeim kerfum sem við höfum komið okkur upp í þeim tilgangi. Og það erum við einmitt að leitast við að gera fjárhagsáætluninni. Í þröngri stöðu er áherslan fyrst og fremst á grunn- og leikskólana okkar, velferðarkerfið og íþrótta- og æskulýðsmál. Notendur þeirrar þjónustu sem falla undir ofangreinda málaflokka eru fyrst og fremst börn og þeir sem minna mega sín í okkar samfélagi. Í áætluninni eru líka áherslur sem ætlað er að bæta starfsumhverfi starfsmanna sem starfa við mennta- og velferðarmál. Umhverfis- og skipulagsmál eru fyrirferðarmikil í rekstri sveitarfélags eins og Kópavogs. Viðfangsefnin þar verða sífellt flóknari en í grunninn snúast þau samt um að tryggja mannvænt umhverfi fyrir íbúa þar sem þeir njóta vellíðunar í lífi og starfi. En markmiðið verður líka að skapa svigrúm til uppbyggingar og vaxtar í takti við íbúafjölgun. Að komandi kynslóðir eigi þess kost að setjast að í okkar góða bæjarfélagi á sama hátt og við höfum fengið tækifæri til þess í fortíðinni og í núinu. Stundum rekast sjónarmið harkalega á t.d. þegar ný uppbyggingarverkefni eru sett af stað í eldri hverfum. Okkar verkefni í bæjarstjórn er að leita leiða til lausna, sætta sjónarmið og þoka málum áfram. En gleymum ekki öðru. Bæjarbúar vilja líka að við leysum þessi verkefni með sem minnstum tilkostnaði og með sem lægstum álögum á íbúa. Það er hin hliðin á peningnum. Því er því afar jákvætt að geta kynnt til sögunnar í áætluninni lækkandi álögur á skattgreiðendur í Kópavogi árið 2023 á sama tíma og rekstrarumhverfi bæjarins er jafn krefjandi og raun ber vitni. Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2023 fer því bil beggja. Hún fetar slóðina milli þess að standa vel við bakið á grunnþjónustunni á sama tíma og hún léttir á álögur á skattgreiðendur. Höfundur er formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar