Aðstæður fjölskyldunnar tímabundið þolanlegar vegna aðstoðar Íslendinga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. nóvember 2022 00:00 Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur og ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Sröð 2 Lögfræðingur sem þekkir vel til máls hins írakska Hussein Hussein og fjölskyldu hans segist ekki hafa fundið staðfestingar á staðhæfingum dómsmálaráðherra. Hann sé vongóður um að fjölskyldan geti snúið aftur til Íslands. Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Þá sérstaklega stöðu þeirra í Grikklandi, möguleika á að snúa aftur til Íslands og umræðuna sem skapast hefur í kringum málið. Hann segir umræðu síðustu daga ekki vera til framdráttar. „Mér finnst umræðan ekki til framdráttar þegar alþingismenn eða jafnvel ráðherra dómsmála koma fram með staðhæfingar sem ég hef hið minnsta ekki fundið staðfestingu fyrir í almennum heimildum, eða jafnvel í niðurstöðum Útlendingastofnunar og kærunefndar.“ Albert segir stofnanir sem hafi rannsakað aðbúnað flóttafólks í Grikklandi hafa komist að því að það hafi ekki aðgang að húsnæði, eigi erfitt með að fá vinnu og lifi á jaðri samfélagsins. „Hins vegar er það bara mat þessara stofnanna að það sé í lagi að senda fólk í þær aðstæður,“ segir Albert. Búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi Aðspurður hver staða fjölskyldunnar séu, hvar þau séu og hvernig þau hafi það segir Albert aðstæðurnar þolanlegar vegna hjálpar fólks frá Íslandi. „Aðstæðurnar eru svona þolanlegar eins og stendur vegna þess að þau hafa fengið aðstoð frá fólki á Íslandi til þess að framfleyta sér og vera í skjóli. Þegar þau komu til Grikklands þá fengu þau aðeins staðfestingu á því að dvalarleyfi þeirra væru útrunnin, þau fengu enga aðra aðstoð. Þau hafa reynt að leita sér læknisaðstoðar, sérstaklega fyrir Hussein Hussein sem er fatlaður, en verið vísað frá spítölum einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þau skilríki og þau gögn til þess að fá þá þjónustu,“ segir Albert. Þegar hann er spurður hvort þær aðstæður lagist svarar hann því neitandi. Flestir sem fái alþjóðlega vernd í Grikklandi hrökklist fljótt þaðan. „Einfaldlega vegna þess að þeir búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi“ Hann segir þau sem sjái um mál fjölskyldunnar leyfa sér að vera vongóð varðandi það hvort þau geti komið aftur til Íslands. „Það eru það margir annmarkar sem eru á niðurstöðum og rökstuðningi bæði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Annmarkar sem meðal annars réttindagæslumaður fatlaðra hefur bent á og Þroskahjálp þannig að við leyfum okkur það að vera bara mjög vongóð um það að þau fái aftur að koma til Íslands.“ Þegar því er velt upp hvort kennarar við Fjölbrautaskóla Ármúla gætu fengið ósk sína uppfyllta og fengið systurnar tvær aftur í skólann á vorönn segir Albert hana geta ræst. „Ef allt gengur hratt og vel fyrir sig.“ Horfa má á viðtalið við Albert í spilaranum hér að ofan. Það hefst á 01:57. Írak Grikkland Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira
Albert Björn Lúðvígsson, lögfræðingur ræddi í kvöldfréttum við Erlu Björgu Gunnarsdóttur, fréttamann um mál Hussein fjölskyldunnar. Þá sérstaklega stöðu þeirra í Grikklandi, möguleika á að snúa aftur til Íslands og umræðuna sem skapast hefur í kringum málið. Hann segir umræðu síðustu daga ekki vera til framdráttar. „Mér finnst umræðan ekki til framdráttar þegar alþingismenn eða jafnvel ráðherra dómsmála koma fram með staðhæfingar sem ég hef hið minnsta ekki fundið staðfestingu fyrir í almennum heimildum, eða jafnvel í niðurstöðum Útlendingastofnunar og kærunefndar.“ Albert segir stofnanir sem hafi rannsakað aðbúnað flóttafólks í Grikklandi hafa komist að því að það hafi ekki aðgang að húsnæði, eigi erfitt með að fá vinnu og lifi á jaðri samfélagsins. „Hins vegar er það bara mat þessara stofnanna að það sé í lagi að senda fólk í þær aðstæður,“ segir Albert. Búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi Aðspurður hver staða fjölskyldunnar séu, hvar þau séu og hvernig þau hafi það segir Albert aðstæðurnar þolanlegar vegna hjálpar fólks frá Íslandi. „Aðstæðurnar eru svona þolanlegar eins og stendur vegna þess að þau hafa fengið aðstoð frá fólki á Íslandi til þess að framfleyta sér og vera í skjóli. Þegar þau komu til Grikklands þá fengu þau aðeins staðfestingu á því að dvalarleyfi þeirra væru útrunnin, þau fengu enga aðra aðstoð. Þau hafa reynt að leita sér læknisaðstoðar, sérstaklega fyrir Hussein Hussein sem er fatlaður, en verið vísað frá spítölum einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þau skilríki og þau gögn til þess að fá þá þjónustu,“ segir Albert. Þegar hann er spurður hvort þær aðstæður lagist svarar hann því neitandi. Flestir sem fái alþjóðlega vernd í Grikklandi hrökklist fljótt þaðan. „Einfaldlega vegna þess að þeir búa ekki við mannsæmandi aðstæður þar í landi“ Hann segir þau sem sjái um mál fjölskyldunnar leyfa sér að vera vongóð varðandi það hvort þau geti komið aftur til Íslands. „Það eru það margir annmarkar sem eru á niðurstöðum og rökstuðningi bæði Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála. Annmarkar sem meðal annars réttindagæslumaður fatlaðra hefur bent á og Þroskahjálp þannig að við leyfum okkur það að vera bara mjög vongóð um það að þau fái aftur að koma til Íslands.“ Þegar því er velt upp hvort kennarar við Fjölbrautaskóla Ármúla gætu fengið ósk sína uppfyllta og fengið systurnar tvær aftur í skólann á vorönn segir Albert hana geta ræst. „Ef allt gengur hratt og vel fyrir sig.“ Horfa má á viðtalið við Albert í spilaranum hér að ofan. Það hefst á 01:57.
Írak Grikkland Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Sjá meira