Það er í okkar höndum að skapa framtíðina Nótt Thorberg skrifar 14. nóvember 2022 11:00 Þjóðir heims hittast nú á loftslagsráðstefnu COP27 í Egyptalandi og halda vinnuþing um hvernig við getum tekist á við loftslagsvána. Auk samninganefndar Íslands sækja ráðstefnuna fulltrúar úr atvinnulífinu sem láta sér loftslagsmál varða enda verður atvinnulífið drifkraftur í því að móta og innleiða grænar og sjálfbærar lausnir til framtíðar. Það er alveg ljóst að staðan í loftslagsmálum er grafalvarleg. Við sjáum fréttir af flóðum, fellibyljum, þurrkum og ofsaveðrum sem hafa gríðarlegar afleiðingar um heim allan. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 er markmiðið að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 1,5 gráður. Allt bendir hins vegar til þess að þær aðgerðir sem þjóðir heims hafi gripið til séu ekki nóg og að hlýnun jarðar stefni í allt að 3 gráður verði haldið áfram á sömu braut. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að þjóðir heims grípi til enn frekari aðgerða og á það við um Ísland líka. Við Íslendingar njótum ákveðinna forréttinda þar sem við hitum húsin okkar og fáum rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er þannig forystuþjóð þegar að kemur að sjálfbærni og nýtingu sjálfbærra endurnýjanlegra orkugjafa og því horfa þjóðir heims á okkur sem fyrirmynd og þá sérstöðu sem við höfum upp á að bjóða. Það er einmitt þessi eftirsóknarverða sérstaða Íslands sem ætti að drífa okkur áfram í að leggja allt kapp á loftlagsmálin til framtíðar og hlúa að lífsgæðum okkar og jarðarbúa. Við búum að ómetanlegri reynslu sem við getum miðlað til alþjóðasamfélagsins, byggjum á góðum grunni og með hugrekki og hugsjón að leiðarljósi getum við farið alla leið og gott betur. Nú er einmitt tækifærið að efla enn frekar sérstöðu Íslands í stað þess að eiga þess á hættu að hellast aftur úr með tilheyrandi kostnaði og hliðaráhrifum. Verðum að gefa verulega í Ísland hefur sett sér sjálfstætt landsmarkmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 55% fyrir 2030 miðað við 2005. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest að Ísland verði kolefnishlutlaust 2040 og auk þess hefur ríkisstjórnin sett markmið um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti sama ár. Hins vegar var samdráttur í losun sem er á beinni ábyrgð Íslands árið 2021 eingöngu kominn í 12% en næstu sjö árin ætlum við að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna. Við verðum því að gefa verulega í. Stærsta verkefnið framundan eru orkuskipti í samgöngum á landi, sjó og í flugi. Orkuskiptin eru nauðsynleg til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og með þeim skiptum við öllu innfluttu jarðefnaeldsneyti út fyrir innlenda sjálfbæra orkugjafa. Fáar þjóðir búa við eins mikinn stöðugleika og Íslendingar en tækifærið felst einmitt í því að auka enn orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands með því að taka orkuskipti Íslands alla leið. Nýsköpun, rannsóknir og þróun gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að finna lausnir á loftlagsvandanum. Fjárfestingar nú í grænum lausnum munu skila sér margfalt til framtíðar og það er mikil framsýni og kraftur í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki um allt land eru byrjuð að mæla losun, setja sér markmið, kortleggja og innleiða aðgerðir og fylgja eftir. Þar mun krafturinn aukast á næstu árum og fleiri eiga eftir að bætast við. Áform umhverfis-, orku- og loftlagsmálaráðherra og atvinnulífsins um geiraskipt loftslagsmarkmið að norrænni fyrirmynd til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er jafnframt skref í rétta átt. Þá er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld styðji vel við, leggi fram rétta hvata og ryðji úr vegi hindrunum svo hraða megi innleiðingu nýrra grænna lausna. Við vitum hvert skal stefna. Það er í okkar höndum að skapa nýja framtíð og fjárfesta í henni. Þar þurfum við að vera stórhuga og ganga fram af krafti og aldrei missa sjónar af því að umskiptin verði réttlát og sjálfbær. Með öflugu samtali og samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og samfélags náum við raunverulegum árangri til framtíðar. Nótt Thorberg Forstöðumaður Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Nótt Thorberg Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Þjóðir heims hittast nú á loftslagsráðstefnu COP27 í Egyptalandi og halda vinnuþing um hvernig við getum tekist á við loftslagsvána. Auk samninganefndar Íslands sækja ráðstefnuna fulltrúar úr atvinnulífinu sem láta sér loftslagsmál varða enda verður atvinnulífið drifkraftur í því að móta og innleiða grænar og sjálfbærar lausnir til framtíðar. Það er alveg ljóst að staðan í loftslagsmálum er grafalvarleg. Við sjáum fréttir af flóðum, fellibyljum, þurrkum og ofsaveðrum sem hafa gríðarlegar afleiðingar um heim allan. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 er markmiðið að halda hlýnun jarðar af mannavöldum innan við 1,5 gráður. Allt bendir hins vegar til þess að þær aðgerðir sem þjóðir heims hafi gripið til séu ekki nóg og að hlýnun jarðar stefni í allt að 3 gráður verði haldið áfram á sömu braut. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að þjóðir heims grípi til enn frekari aðgerða og á það við um Ísland líka. Við Íslendingar njótum ákveðinna forréttinda þar sem við hitum húsin okkar og fáum rafmagn frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland er þannig forystuþjóð þegar að kemur að sjálfbærni og nýtingu sjálfbærra endurnýjanlegra orkugjafa og því horfa þjóðir heims á okkur sem fyrirmynd og þá sérstöðu sem við höfum upp á að bjóða. Það er einmitt þessi eftirsóknarverða sérstaða Íslands sem ætti að drífa okkur áfram í að leggja allt kapp á loftlagsmálin til framtíðar og hlúa að lífsgæðum okkar og jarðarbúa. Við búum að ómetanlegri reynslu sem við getum miðlað til alþjóðasamfélagsins, byggjum á góðum grunni og með hugrekki og hugsjón að leiðarljósi getum við farið alla leið og gott betur. Nú er einmitt tækifærið að efla enn frekar sérstöðu Íslands í stað þess að eiga þess á hættu að hellast aftur úr með tilheyrandi kostnaði og hliðaráhrifum. Verðum að gefa verulega í Ísland hefur sett sér sjálfstætt landsmarkmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 55% fyrir 2030 miðað við 2005. Íslensk stjórnvöld hafa lögfest að Ísland verði kolefnishlutlaust 2040 og auk þess hefur ríkisstjórnin sett markmið um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti sama ár. Hins vegar var samdráttur í losun sem er á beinni ábyrgð Íslands árið 2021 eingöngu kominn í 12% en næstu sjö árin ætlum við að draga úr losun sem nemur 1,3 milljónum tonna. Við verðum því að gefa verulega í. Stærsta verkefnið framundan eru orkuskipti í samgöngum á landi, sjó og í flugi. Orkuskiptin eru nauðsynleg til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands og með þeim skiptum við öllu innfluttu jarðefnaeldsneyti út fyrir innlenda sjálfbæra orkugjafa. Fáar þjóðir búa við eins mikinn stöðugleika og Íslendingar en tækifærið felst einmitt í því að auka enn orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands með því að taka orkuskipti Íslands alla leið. Nýsköpun, rannsóknir og þróun gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að finna lausnir á loftlagsvandanum. Fjárfestingar nú í grænum lausnum munu skila sér margfalt til framtíðar og það er mikil framsýni og kraftur í íslensku atvinnulífi. Fyrirtæki um allt land eru byrjuð að mæla losun, setja sér markmið, kortleggja og innleiða aðgerðir og fylgja eftir. Þar mun krafturinn aukast á næstu árum og fleiri eiga eftir að bætast við. Áform umhverfis-, orku- og loftlagsmálaráðherra og atvinnulífsins um geiraskipt loftslagsmarkmið að norrænni fyrirmynd til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er jafnframt skref í rétta átt. Þá er gríðarlega mikilvægt að stjórnvöld styðji vel við, leggi fram rétta hvata og ryðji úr vegi hindrunum svo hraða megi innleiðingu nýrra grænna lausna. Við vitum hvert skal stefna. Það er í okkar höndum að skapa nýja framtíð og fjárfesta í henni. Þar þurfum við að vera stórhuga og ganga fram af krafti og aldrei missa sjónar af því að umskiptin verði réttlát og sjálfbær. Með öflugu samtali og samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og samfélags náum við raunverulegum árangri til framtíðar. Nótt Thorberg Forstöðumaður Grænvangs - samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar