Skrifar martraðabækur og sækir innblástur úr kennslustofunni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 14:31 Rakel Þórhallsdóttir. Vísir/Vilhelm „Ætli ég hafi ekki alltaf vitað það svona innst inni,“ segir barnabókahöfundurinn Rakel. Hún var að gefa út bókina Martröð á netinu. Bókin er framhald af bók hennar, Martröð í Hafnarfirði. „Mér hefur lengi þótt gaman að skrifa en tók smávegis pásu frá skrifum þegar ég fór í menntaskóla og svo háskóla. Eftir að ég kláraði námið fór ég að leika mér að þessu aftur og mundi þá hvað þetta var skemmtilegt.“ Níu ára byrjaði Rakel að búa til teiknimyndasögur fyrir systur sína. „Stuttu seinna fór ég að skrifa smásögur, ljóð og fleira. Á unglingsárunum byrjaði ég síðan nokkrum sinnum á mismunandi skáldsögum og skrifaði dagbækur. “ En hvaðan kom innblásturinn að bókinni Martröð í Hafnarfirði? „Ég er sjálf kennari og get fengið endalausan innblástur í starfinu. Ég var að byrja í mínu fyrsta starfi þegar þessi hugmynd skaut upp kollinum. Hvað ef til væri kennari sem hefði eitthvað að fela, væri kannski yfirnáttúruleg vera? Martröð í Hafnarfirði fjallar líka um einelti en í starfinu hef ég því miður stundum orðið vitni að slíku og mér fannst mikilvægt að koma því að í bókinni,“ útskýrir Rakel. Bækur Rakelar.Samsett Mikill heiður Hún segir að fyrri bókin hafi fengið mjög góð viðbrögð og er spennt fyrir viðtökunum á nýju bókinni. „Ég hef hitt þó nokkur börn sem tala vel um bókina og sá góð ummæli um hana þegar hún birtist á storytel líka. Innblásturinn að Martröð á netinu kom líka í vinnunni, en þar heyri ég nemendur mína oft tala um hina ýmsu tölvuleiki. Ég fór því að ímynda mér tölvuleik sem hefði einhverja yfirnáttúrulega krafta, leik sem hefði áhrif á raunverulegt líf leikmanna.“ Rakel segir að börn frá níu ára hafi lesið bækurnar en að unglingar hafi líka mjög gaman af þeim. Í Hafnarfirði fór af stað samstarfsverkefni á milli bókasafns bæjarins og frístundaheimila grunnskólanna í bænum þar sem krakkarnir gerðu bíómynd upp úr bókinni hennar Martröð í Hafnarfirði. „Þetta var gert í tengslum við Bóka - og bíóhátíð. Ein bók er valin og útfæra krakkarnir í Hafnarfirði handrit, leikmynd og allt sem við kemur til að flytja efni úr skáldsögu yfir á skjáinn. Bókasafnið sér svo um að klippa efnið saman og sýna í nokkra daga yfir hátíðina. Ég er auðvitað í skýjunum yfir þessu. Kennarinn í mér elskar líka að sjá krakka nota sköpunarhæfileika sína til að koma einhverju á framfæri, og það að mín bók hafi orðið fyrir valinu er þvílíkur heiður.“ Rakel Þórhallsdóttir er kennari og branabókahöfundur og sækir innblástur í skólastarfið.Vísir/Vilhelm Rakel er í fæðingarorlofi eins og er en skrifar á meðan dóttirin sefur. „Ég hvet alla krakka til að vera duglegir að lesa í vetur, það er svo yndislegt að gleyma sér í góðri bók á köldum dögum,“ segir hún að lokum. Bókaútgáfa Krakkar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
„Mér hefur lengi þótt gaman að skrifa en tók smávegis pásu frá skrifum þegar ég fór í menntaskóla og svo háskóla. Eftir að ég kláraði námið fór ég að leika mér að þessu aftur og mundi þá hvað þetta var skemmtilegt.“ Níu ára byrjaði Rakel að búa til teiknimyndasögur fyrir systur sína. „Stuttu seinna fór ég að skrifa smásögur, ljóð og fleira. Á unglingsárunum byrjaði ég síðan nokkrum sinnum á mismunandi skáldsögum og skrifaði dagbækur. “ En hvaðan kom innblásturinn að bókinni Martröð í Hafnarfirði? „Ég er sjálf kennari og get fengið endalausan innblástur í starfinu. Ég var að byrja í mínu fyrsta starfi þegar þessi hugmynd skaut upp kollinum. Hvað ef til væri kennari sem hefði eitthvað að fela, væri kannski yfirnáttúruleg vera? Martröð í Hafnarfirði fjallar líka um einelti en í starfinu hef ég því miður stundum orðið vitni að slíku og mér fannst mikilvægt að koma því að í bókinni,“ útskýrir Rakel. Bækur Rakelar.Samsett Mikill heiður Hún segir að fyrri bókin hafi fengið mjög góð viðbrögð og er spennt fyrir viðtökunum á nýju bókinni. „Ég hef hitt þó nokkur börn sem tala vel um bókina og sá góð ummæli um hana þegar hún birtist á storytel líka. Innblásturinn að Martröð á netinu kom líka í vinnunni, en þar heyri ég nemendur mína oft tala um hina ýmsu tölvuleiki. Ég fór því að ímynda mér tölvuleik sem hefði einhverja yfirnáttúrulega krafta, leik sem hefði áhrif á raunverulegt líf leikmanna.“ Rakel segir að börn frá níu ára hafi lesið bækurnar en að unglingar hafi líka mjög gaman af þeim. Í Hafnarfirði fór af stað samstarfsverkefni á milli bókasafns bæjarins og frístundaheimila grunnskólanna í bænum þar sem krakkarnir gerðu bíómynd upp úr bókinni hennar Martröð í Hafnarfirði. „Þetta var gert í tengslum við Bóka - og bíóhátíð. Ein bók er valin og útfæra krakkarnir í Hafnarfirði handrit, leikmynd og allt sem við kemur til að flytja efni úr skáldsögu yfir á skjáinn. Bókasafnið sér svo um að klippa efnið saman og sýna í nokkra daga yfir hátíðina. Ég er auðvitað í skýjunum yfir þessu. Kennarinn í mér elskar líka að sjá krakka nota sköpunarhæfileika sína til að koma einhverju á framfæri, og það að mín bók hafi orðið fyrir valinu er þvílíkur heiður.“ Rakel Þórhallsdóttir er kennari og branabókahöfundur og sækir innblástur í skólastarfið.Vísir/Vilhelm Rakel er í fæðingarorlofi eins og er en skrifar á meðan dóttirin sefur. „Ég hvet alla krakka til að vera duglegir að lesa í vetur, það er svo yndislegt að gleyma sér í góðri bók á köldum dögum,“ segir hún að lokum.
Bókaútgáfa Krakkar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira